Bögg Dr. Gunni skrifar 26. júní 2008 07:00 Ég tók strætó með hjólið upp á Akranes og hjólaði Hvalfjörðinn í bæinn. Það var frábært enda Hvalfjörður orðinn hjólareiðaparadís síðan göngin komu. Þetta voru sirka hundrað kílómetrar í brakandi blíðu og örfáir á ferli. Æðisgengið. Álverið á Grundartanga blasti við allan tímann og það böggaði mig ekki neitt. Það böggar mig dálítið að það skuli ekki hafa böggað mig meira. Kannski hefði ég átt að bölva allan tímann og steyta hnefann í átt að þessari forljótu verksmiðju. Hvað er eiginlega að mér? Ég gleymdi bara alveg að láta álverið fara í taugarnar á mér því ég glápti svo stíft upp í fjöllin og naut þess svo að vera einn með fíflum og sóleyjum. Ég gleymdi meira að segja að láta ómerkilegustu jurtina, lúpínuna, bögga mig. Hún er innflutt og allt of dugleg. Landið er smátt og smátt að verða ein bláhvít lúpínubreiða. Enn á ný er ætlast til að maður taki afstöðu í náttúruverndarmálunum. Heldurðu með Björk eða Friðriki Sophussyni? Ég vissi það ekki þá og veit það ekki nú, en einhvern veginn hallast ég að því að allt sé best í hófi. Og við eigum æðislegt land og eigum ekki að glopra því úr höndunum á okkur eins og skammsýn fífl. Það er erfitt að láta hlutina bögga sig úti í náttúrunni. Eiginlega vonlaust. Það er mun auðveldara í sollinum. Ég var ekki fyrr kominn inn á Þjóðveg eitt en böggið helltist yfir mig. Það er vonlaust að skrönglast þetta í vegarkantinum á hjóli. Örmjó rönd til að hjóla á við hliðina á aðvörunarrifflum og rosalegir trukkar á 120 í rassinum á manni. Ég óttaðist um líf mitt og var sjóðandi böggaður þegar ég slefaði loksins inn í Esjuskála. Satt að segja er allt of auðvelt að vera í linnulausu böggkasti í bænum. Umferðin eins og hún er, hrun góðærisins nær sífellt nýjum botni og allt hækkar á ógnarhraða nema kaupið manns. Bankastjórar heimta nýjar virkjanir og álver svo bankinn þeirra geti haldið áfram að skila sjö trilljón króna gróða á fyrsta ársfjórðungi og Gunnar í Krossinum er stöðugt vonbetri um að heimsendir sé loksins að bresta á með tilfallandi stuði fyrir fólk eins og hann. Úff. Engin furða að maður sakni böggleysis náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Ég tók strætó með hjólið upp á Akranes og hjólaði Hvalfjörðinn í bæinn. Það var frábært enda Hvalfjörður orðinn hjólareiðaparadís síðan göngin komu. Þetta voru sirka hundrað kílómetrar í brakandi blíðu og örfáir á ferli. Æðisgengið. Álverið á Grundartanga blasti við allan tímann og það böggaði mig ekki neitt. Það böggar mig dálítið að það skuli ekki hafa böggað mig meira. Kannski hefði ég átt að bölva allan tímann og steyta hnefann í átt að þessari forljótu verksmiðju. Hvað er eiginlega að mér? Ég gleymdi bara alveg að láta álverið fara í taugarnar á mér því ég glápti svo stíft upp í fjöllin og naut þess svo að vera einn með fíflum og sóleyjum. Ég gleymdi meira að segja að láta ómerkilegustu jurtina, lúpínuna, bögga mig. Hún er innflutt og allt of dugleg. Landið er smátt og smátt að verða ein bláhvít lúpínubreiða. Enn á ný er ætlast til að maður taki afstöðu í náttúruverndarmálunum. Heldurðu með Björk eða Friðriki Sophussyni? Ég vissi það ekki þá og veit það ekki nú, en einhvern veginn hallast ég að því að allt sé best í hófi. Og við eigum æðislegt land og eigum ekki að glopra því úr höndunum á okkur eins og skammsýn fífl. Það er erfitt að láta hlutina bögga sig úti í náttúrunni. Eiginlega vonlaust. Það er mun auðveldara í sollinum. Ég var ekki fyrr kominn inn á Þjóðveg eitt en böggið helltist yfir mig. Það er vonlaust að skrönglast þetta í vegarkantinum á hjóli. Örmjó rönd til að hjóla á við hliðina á aðvörunarrifflum og rosalegir trukkar á 120 í rassinum á manni. Ég óttaðist um líf mitt og var sjóðandi böggaður þegar ég slefaði loksins inn í Esjuskála. Satt að segja er allt of auðvelt að vera í linnulausu böggkasti í bænum. Umferðin eins og hún er, hrun góðærisins nær sífellt nýjum botni og allt hækkar á ógnarhraða nema kaupið manns. Bankastjórar heimta nýjar virkjanir og álver svo bankinn þeirra geti haldið áfram að skila sjö trilljón króna gróða á fyrsta ársfjórðungi og Gunnar í Krossinum er stöðugt vonbetri um að heimsendir sé loksins að bresta á með tilfallandi stuði fyrir fólk eins og hann. Úff. Engin furða að maður sakni böggleysis náttúrunnar.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun