Kvikmyndaver selt 23. október 2008 09:00 Eitt elsta og frægasta kvikmyndaver Evrópu, Cinecetta í Róm, er nú á tímamótum þegar ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja tæplega fjórðungshlut sinn í verinu. Kvikmyndaborgin var sett á stofn af Benito Mussolini 1937 til að styrkja þjóðlega og ítalska kvikmyndagerð og hefur allar götur síðan verið stærst evrópskra kvikmyndavera þótt það hafi keppt lengi við Bavaria-verið þýska og bresku verin, Pinewood og eldri svæði. Það stóðst fyllilega samanburð við stærstu verin í Kaliforníu. Hundruð kvikmynda voru teknar þar, þeirra á meðal margar þekktar bandarískar kvikmyndir, eins og Ben Hur og margar slíkar. Martin Scorsese tók þar Gangs of New York. Flestar myndir Federico Fellini voru gerðar þar. Vinsældir versins til vinnu stærri verka voru meðal annars skýrðar með hárri verkkunnáttu og ódýru vinnuafli. Nú vill stjórn Berlusconi losa sig við hlut sinn í verinu sem kom til eftir fjárhagsleg vandræði við rekstur þess fyrir fáeinum árum. Á svæðinu eru 22 svið og gríðarlegt landsvæði tilheyrir rekstri þess. Þar er enn framleiðsla í fullum gangi: Spike Lee tók þar Miracle at St Anna og Abel Ferrara Go Go Tales. Ríkisstjórn Berlusconi gengur nú hart fram í endurskipulagningu menningarstarfs í landinu: styrkir til aldinna stofnana og hátíða eru grimmilega endurskoðaðar sem nýrri. Rómar-kvikmyndahátíðin sem sett var á stofn 2006 er nú í hættu að leggjast af. - pbb Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Eitt elsta og frægasta kvikmyndaver Evrópu, Cinecetta í Róm, er nú á tímamótum þegar ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja tæplega fjórðungshlut sinn í verinu. Kvikmyndaborgin var sett á stofn af Benito Mussolini 1937 til að styrkja þjóðlega og ítalska kvikmyndagerð og hefur allar götur síðan verið stærst evrópskra kvikmyndavera þótt það hafi keppt lengi við Bavaria-verið þýska og bresku verin, Pinewood og eldri svæði. Það stóðst fyllilega samanburð við stærstu verin í Kaliforníu. Hundruð kvikmynda voru teknar þar, þeirra á meðal margar þekktar bandarískar kvikmyndir, eins og Ben Hur og margar slíkar. Martin Scorsese tók þar Gangs of New York. Flestar myndir Federico Fellini voru gerðar þar. Vinsældir versins til vinnu stærri verka voru meðal annars skýrðar með hárri verkkunnáttu og ódýru vinnuafli. Nú vill stjórn Berlusconi losa sig við hlut sinn í verinu sem kom til eftir fjárhagsleg vandræði við rekstur þess fyrir fáeinum árum. Á svæðinu eru 22 svið og gríðarlegt landsvæði tilheyrir rekstri þess. Þar er enn framleiðsla í fullum gangi: Spike Lee tók þar Miracle at St Anna og Abel Ferrara Go Go Tales. Ríkisstjórn Berlusconi gengur nú hart fram í endurskipulagningu menningarstarfs í landinu: styrkir til aldinna stofnana og hátíða eru grimmilega endurskoðaðar sem nýrri. Rómar-kvikmyndahátíðin sem sett var á stofn 2006 er nú í hættu að leggjast af. - pbb
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein