Þegar Steve Wilder sem býr í Nebraska vaknaði við það í síðustu viku að hann gat ekki andað, sá hann framá að hjálpin myndist ekki berast nógu fljótt þótt hann hringdi í neyðarlínuna.
Hann greip því það til bragðs að taka hárbeittan steikarhníf í eldhúsinu og skera gat á hálsinn á sér. Innum það gat fékk hann loft sem dugði þartil sjúkraliðar komu á vettvang.
Wilder er 55 ára gamall. Fyrir nokkrum árum þjáðist hann af krabbameini í hálsi og átti þá oft í erfiðleikum með að anda vegna þess að bólgur í hálsi lokuðu öndunarveginum. Hann segir að þetta hafi verið svipuð tilfinning.
Læknar segja að Wilder muni ekki hljóta skaða af þessari eldhúsaðgerð sinni. Sárið muni gróa.