Blóðugur skurður er nauðsynlegur Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 19. desember 2008 14:34 Það er lítið mál að skila góðum rekstri þegar vel árar. Vandamálin koma fyrst upp á yfirborðið þegar harðnar á dalnum. Þetta má þingheimur nú reyna, þegar reynt er að hamra saman nýrri útgáfu af fjárlagafrumvarpinu. Auk vandamálanna við stórfelldan niðurskurð bætist við óvissan um skatttekjur og atvinnuleysi á næsta ári. Önnur óvissa ræður miklu um það hve mikið verður til skiptanna á komandi ári. Hin óvissan snýr að útgjöldunum. Gert er ráð fyrir sautján milljörðum í Atvinnuleysistryggingasjóð á næsta ári þar sem búist er við að meðalfjöldi atvinnulausra verði 9.500 manns, sem er einungis 400 fleiri en nú eru atvinnulausir. Þegar tekjur ríkisins dragast saman líkt og mun gerast á næsta ári og útgjöldin aukast er komist hjá "blóðugum niðurskurði" á fjárlagafrumvarpinu. Annað væri ekki góð efnahagsstjórnun. Stjórnarandstaðan leggur áherslu á sparnað í Varnarmálastofnun og sendiráðum. Auðvitað kemur slíkt til greina, en dugar varla til. Þrátt fyrir þrengingar hér heima fyrir megum við ekki við því að loka alveg á umheiminn. Nánast allir þeir sem verða fyrir niðurskurði kvarta, sem eðlilegt er. Jafnvel er talað um að slátra gullgæsum, því vitað er að margar þessara fjárfestinga, sem verið er að hætta við, eru til framtíðar og til lengri tíma litið eru þær skynsamlegar. Vandamálið er bara að peningarnir þurfa að vera til svo hægt sé að eyða þeim. Ríkisstjórnin þarf nú að búa sig undir enn frekari niðurskurð á fjárlögum fyrir árið 2010 og eins erfitt og það er leggst sá niðurskurður ekki bara á utanríkisráðuneytið heldur einnig á velferðarmálin sem við viljum verja og tryggja. Það sem þarf núna er skapandi hugsun í fjárlagagerð. Bæði fyrir þriðju umræðu fjárlaga fyrir 2009 og þegar leggja á línurnar fyrir fjárlögin 2010. Það verður ekki nóg að líta á fjárlög síðasta árs og klípa aðeins af öllum liðum, eða fara fram á tíu prósenta flatan niðurskurð allra ráðuneyta. Einnig þarf að huga að því að auka tekjurnar. Ekki getur ríkið fundið sér aukavinnu og tíminn er óheppilegur til einkavæðingar. Stofninn mun því verða skattahækkun, og líklega meiri hækkun en það eina prósentustig sem nú hefur verið boðað. Í grunninn þarf að skilgreina hvað er grunnþjónusta og hvað ríkið muni leggja til hennar. Síðan er hægt að horfa til þess hvað sé hægt að leggja í aðra mikilvæga, en ekki eins nauðsynlega, þætti ríkisrekstursins. Allar gullgæsirnar sem væru góð fjárfesting, væru einhverjir fjármunir eftir til fjárfestingar. Ein lítil sparnaðarhugmynd gæti til dæmis verið að ráðast loksins í sameiningu ráðuneyta eins og rætt hefur verið um svo lengi. Slík hugmynd gengur skammt ein og sér, líkt og hugmyndin um að leggja niður Varnarmálastofnun en einhvers staðar hlýtur að þurfa að byrja án þess að enda í sífelldum smáklípum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Það er lítið mál að skila góðum rekstri þegar vel árar. Vandamálin koma fyrst upp á yfirborðið þegar harðnar á dalnum. Þetta má þingheimur nú reyna, þegar reynt er að hamra saman nýrri útgáfu af fjárlagafrumvarpinu. Auk vandamálanna við stórfelldan niðurskurð bætist við óvissan um skatttekjur og atvinnuleysi á næsta ári. Önnur óvissa ræður miklu um það hve mikið verður til skiptanna á komandi ári. Hin óvissan snýr að útgjöldunum. Gert er ráð fyrir sautján milljörðum í Atvinnuleysistryggingasjóð á næsta ári þar sem búist er við að meðalfjöldi atvinnulausra verði 9.500 manns, sem er einungis 400 fleiri en nú eru atvinnulausir. Þegar tekjur ríkisins dragast saman líkt og mun gerast á næsta ári og útgjöldin aukast er komist hjá "blóðugum niðurskurði" á fjárlagafrumvarpinu. Annað væri ekki góð efnahagsstjórnun. Stjórnarandstaðan leggur áherslu á sparnað í Varnarmálastofnun og sendiráðum. Auðvitað kemur slíkt til greina, en dugar varla til. Þrátt fyrir þrengingar hér heima fyrir megum við ekki við því að loka alveg á umheiminn. Nánast allir þeir sem verða fyrir niðurskurði kvarta, sem eðlilegt er. Jafnvel er talað um að slátra gullgæsum, því vitað er að margar þessara fjárfestinga, sem verið er að hætta við, eru til framtíðar og til lengri tíma litið eru þær skynsamlegar. Vandamálið er bara að peningarnir þurfa að vera til svo hægt sé að eyða þeim. Ríkisstjórnin þarf nú að búa sig undir enn frekari niðurskurð á fjárlögum fyrir árið 2010 og eins erfitt og það er leggst sá niðurskurður ekki bara á utanríkisráðuneytið heldur einnig á velferðarmálin sem við viljum verja og tryggja. Það sem þarf núna er skapandi hugsun í fjárlagagerð. Bæði fyrir þriðju umræðu fjárlaga fyrir 2009 og þegar leggja á línurnar fyrir fjárlögin 2010. Það verður ekki nóg að líta á fjárlög síðasta árs og klípa aðeins af öllum liðum, eða fara fram á tíu prósenta flatan niðurskurð allra ráðuneyta. Einnig þarf að huga að því að auka tekjurnar. Ekki getur ríkið fundið sér aukavinnu og tíminn er óheppilegur til einkavæðingar. Stofninn mun því verða skattahækkun, og líklega meiri hækkun en það eina prósentustig sem nú hefur verið boðað. Í grunninn þarf að skilgreina hvað er grunnþjónusta og hvað ríkið muni leggja til hennar. Síðan er hægt að horfa til þess hvað sé hægt að leggja í aðra mikilvæga, en ekki eins nauðsynlega, þætti ríkisrekstursins. Allar gullgæsirnar sem væru góð fjárfesting, væru einhverjir fjármunir eftir til fjárfestingar. Ein lítil sparnaðarhugmynd gæti til dæmis verið að ráðast loksins í sameiningu ráðuneyta eins og rætt hefur verið um svo lengi. Slík hugmynd gengur skammt ein og sér, líkt og hugmyndin um að leggja niður Varnarmálastofnun en einhvers staðar hlýtur að þurfa að byrja án þess að enda í sífelldum smáklípum.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun