Dark Knight slær öll aðsóknarmet 29. júlí 2008 06:00 The Dark Knight hefur slegið öll aðsóknarmet á Íslandi, en 25.000 manns hafa séð myndina frá því hún var frumsýnd 23. júlí síðastliðinn og aldrei hafa selst jafnmargir miðar í forsölu. „Við vorum einmitt að fá póst frá Warner Brothers þar sem þeir óska okkur til hamingju með þennan árangur,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri SamFilm, sem sér um dreifingu kvikmyndarinnar The Dark Knight, en myndin hefur slegið öll aðsóknarmet á Íslandi síðan hún var frumsýnd 23. júlí síðastliðinn. „Við vorum með háleit markmið, en þetta er mun meira en við bjuggumst við. Tæplega 25.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd. Það jafngildir því að átta prósent þjóðarinnar hafi ákveðið að fara í bíó þrátt fyrir að 25. júlí hafi verið heitasti dagur sumarsins,“ segir Sigurður. „Það sem gerir þetta met enn merkilegra er að þetta er fyrsta kvikmyndin á Íslandi sem nær þeim merka áfanga að vera aðsóknarmesta mynd ársins sem ekki er frumsýnd í kringum jól eða aðrar hátíðir. Aðspurður segir hann margt spila inn í velgengni myndarinnar. „Sorglegt fráfall Heaths Ledger og góðar viðtökur myndarinnar vestanhafs hafa sitt að segja, en ekki síst hvað það spyrst út á meðal fólks hversu góð myndin er. Það er alltaf löng röð í miðasölunni og menn mæta jafnvel málaðir í framan eins og jókerinn,“ segir Sigurður að lokum. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Við vorum einmitt að fá póst frá Warner Brothers þar sem þeir óska okkur til hamingju með þennan árangur,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri SamFilm, sem sér um dreifingu kvikmyndarinnar The Dark Knight, en myndin hefur slegið öll aðsóknarmet á Íslandi síðan hún var frumsýnd 23. júlí síðastliðinn. „Við vorum með háleit markmið, en þetta er mun meira en við bjuggumst við. Tæplega 25.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd. Það jafngildir því að átta prósent þjóðarinnar hafi ákveðið að fara í bíó þrátt fyrir að 25. júlí hafi verið heitasti dagur sumarsins,“ segir Sigurður. „Það sem gerir þetta met enn merkilegra er að þetta er fyrsta kvikmyndin á Íslandi sem nær þeim merka áfanga að vera aðsóknarmesta mynd ársins sem ekki er frumsýnd í kringum jól eða aðrar hátíðir. Aðspurður segir hann margt spila inn í velgengni myndarinnar. „Sorglegt fráfall Heaths Ledger og góðar viðtökur myndarinnar vestanhafs hafa sitt að segja, en ekki síst hvað það spyrst út á meðal fólks hversu góð myndin er. Það er alltaf löng röð í miðasölunni og menn mæta jafnvel málaðir í framan eins og jókerinn,“ segir Sigurður að lokum.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein