Sund styrkir sjálfstraust 24. júlí 2008 06:00 „Sundið er mikilvægur hluti af íslenskri menningu,“ segir Amal Tamimi framkvæmdastjóri Jafnréttishúss. Fréttablaðið/Vilhelm. Jafnréttishús í samstarfi við Sundhöll Hafnarfjarðar efnir til sundnámskeiðs fyrir konur af erlendum uppruna og hefst það 26. júlí kl. 13. Algengt er að konur sem hingað hafa flust úr fjarlægum löndum kunni ekki að synda. Þar með eru þær útilokaðar frá þeirri ágætu íþrótt og þeim félagsskap sem sundinu fylgir. Jafnréttishúsi þykir því tilhlýðilegt að bjóða upp á sundnámskeið í samstarfi við sundlaugarnar fyrir konur af erlendu bergi brotnar. Fyrsti tíminn er nú á laugardaginn, 26. júlí í Sundhöll Hafnarfjarðar og áformað er að halda slík námskeið einnig í Grindavík og Breiðholti. „Sund er mikilvægur hluti af íslenskri menningu og við viljum gefa konunum kost á að kynnast því,“ segir Amal Tamimi, framkvæmdastjóri Jafnréttishúss. „Fyrir utan að styrkja líkamann með því eflir það sjálfstraust þeirra og eykur félagsþroska því þar blandar fólk geði hvert við annað.“ - gun Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið
Jafnréttishús í samstarfi við Sundhöll Hafnarfjarðar efnir til sundnámskeiðs fyrir konur af erlendum uppruna og hefst það 26. júlí kl. 13. Algengt er að konur sem hingað hafa flust úr fjarlægum löndum kunni ekki að synda. Þar með eru þær útilokaðar frá þeirri ágætu íþrótt og þeim félagsskap sem sundinu fylgir. Jafnréttishúsi þykir því tilhlýðilegt að bjóða upp á sundnámskeið í samstarfi við sundlaugarnar fyrir konur af erlendu bergi brotnar. Fyrsti tíminn er nú á laugardaginn, 26. júlí í Sundhöll Hafnarfjarðar og áformað er að halda slík námskeið einnig í Grindavík og Breiðholti. „Sund er mikilvægur hluti af íslenskri menningu og við viljum gefa konunum kost á að kynnast því,“ segir Amal Tamimi, framkvæmdastjóri Jafnréttishúss. „Fyrir utan að styrkja líkamann með því eflir það sjálfstraust þeirra og eykur félagsþroska því þar blandar fólk geði hvert við annað.“ - gun
Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið