Tilkall til píslarvættis Guðmundur Andri Thorsson skrifar 28. apríl 2008 07:30 Ekki ég," tauta ég gjarnan með sjálfum mér þegar smeðjulegi maðurinn kemur í útvarpinu og segir að allir elski KFC: það er ein tegund andófs. Og eiginlega það eina sem ég stunda í seinni tíð. Annars er urgur í mönnum - og ekki bara vörubílstjórum þó að þeir breiði úr sér í sviðsljósinu: eða tekur enginn eftir því að neyðarástand vofir yfir á spítölum landsins út af því að heilbrigðisyfirvöld virðast ófær um að tala og semja við hjúkrunarfræðinga? Þarf maður að slást við löggur til að einhver taki eftir manni? Vörubílstjórarnir hafa svo sannarlega náð eyrum okkar þó að kröfur þeirra séu nokkuð óljósar: Sturla Jónsson fer alltaf að tala um Afganistan þegar fréttamenn leita svara. Hann hljómar stundum eins og helsta krafa bílstjóranna sé sú að leggja niður utanríkisráðuneytið.Sturla sem afrísk konaÆtli flestir landsmenn hafi ekki farið svolítið hjá sér þegar Sturla tók á móti sendinefnd Palestínumanna með afrískt kvenhöfuðfat á hausnum þarna á Bessastaðaafleggjaranum - maður þakkaði sínum sæla fyrir að löggan skyldi ekki hleypa honum nær hinum erlendu gestum. Ætli hann hefði ekki sagt: Go home to Afganistan.Þarna urðu þáttaskil: lögregluyfirvöld ákváðu að reka af sér slyðruorðið eftir ótal frýjanir um að þeir tækju bílstjórana meiri vettlingatökum en Saving Icelandfólkið. Að vísu var ádeilan meint þannig að löggan ætti að koma jafn mildilega fram við umhverfisverndarsinnana en lögreglan kaus að túlka þetta sem kröfu almennings um meiri hörku. Bílstjórarnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð.En þáttaskilin urðu sem sé þarna þegar Sturla stóð glaðbeittur á Álftanesveginum með einhvers konar afrískt kvenhöfuðfat til háðungar hinum vinafáu Palestínumönnum. Þarna fór almenningur að upplifa andófið sem tóma vitleysu. „Er þetta ekki að verða ágætt," fór að heyrast og jafnvel: „Þurfa þessir menn aldrei að vinna?"Allt í einu sáum við Sturlu með afríska kvenhöfuðfatið með útlenskum augum. Og sjá: hann var eins og fífl. Fjölmiðlamenn eru því miður svo uppteknir af sjálfum sér og hasarnum að þeir hafa alveg gleymt að spyrja Sturlu að því hvers vegna hann hafi sett upp þetta höfuðfat. Hélt hann að þetta væri palestínusjal? Palestínusjalið er eitt af helstu táknum þjáningarinnar í heiminum. Var hann að setja upp sína eigin þyrnikórónu?Óhjákvæmilegur samanburðurMeð því að setja upp þessa þyrnikórónu segir hann: þið eigið ekki að vera að skipta ykkur af þjáningum fólks úti í heimi á meðan ég þjáist hér... Þið eigið að sinna mér. Eins og athyglisþurfi barn fer að rella og sífra ef foreldrarnir gefa sig óhóflega að öðru barni.Voru vörubílstjórarnir þarna fulltrúar hins afskipta íslenska barns sem aldrei fær neitt nema dót? Kannski. Sem kallar á neikvæða athygli frekar en enga? Kannski. En þeim varð samt á í messunni. Margir fóru hjá sér yfir uppákomunni og ýmsum þótti sem vörubílstjórnarnir yrðu þarna landi og þjóð til skammar. Við erum enn viðkvæm fyrir því.Með því að setja upp þyrnikórónuna og gefa þar með til kynna að sér bæri píslarvættið fremur en fulltrúum palestínsku þjóðarinnar neyddi Sturla okkur öll til að horfast í augu við það hversu fáfengilegar kröfur íslenskra vörubílstjóra virðast í raun og veru andspænis daglegum veruleika Palestínumanna - sérstaklega á vesturbakkanum þar sem þeim hafði orðið það á að kjósa aðra stjórn í kosningum en Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn höfðu ákveðið. Þar er skotið á börn. Þar stöðva Ísraelsmenn flutninga á eldsneyti og öðrum nauðsynjum án þess að hika. Þar er rafmagn tekið af eftir duttlungum. Þar er fólki meinað að stunda vinnu sína. Þar er fólk markvisst niðurlægt í samskiptum. Þar er sérhver viðleitni til að byggja upp stofnanir brotin niður jafnharðar. Þar starfar herraþjóðin eftir lögmálinu: hús fyrir auga, bær fyrir tönn.Með fullri virðingu fyrir þjáningum íslenskra vörubílstjóra þá voru mótmælaaðgerðir Sturlu og félaga gegn því að forseti Íslands tæki á móti fulltrúum Palestínumanna ákaflega misráðnar.Stjórnvöld hafa þegar sótt um undanþágu á hinum fáránlegu reglum um hvíldartímaákvæði sem sjálfstæðishetjurnar í Sjálfstæðisflokknum innleiddu hugsunarlaust eins og aðrar reglugerðir Evrópusambandsins.Eftir standa kröfur um að bensínverð lækki - sem það mun aldrei framar gera - og handan við hornið bíða umhverfisgjöld. Og bensínhákar eru að verða tímaskekkja.Kannski kominn tími til að beina kastljósinu að öðru andófi - til dæmis hjúkrunarfræðingum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Ekki ég," tauta ég gjarnan með sjálfum mér þegar smeðjulegi maðurinn kemur í útvarpinu og segir að allir elski KFC: það er ein tegund andófs. Og eiginlega það eina sem ég stunda í seinni tíð. Annars er urgur í mönnum - og ekki bara vörubílstjórum þó að þeir breiði úr sér í sviðsljósinu: eða tekur enginn eftir því að neyðarástand vofir yfir á spítölum landsins út af því að heilbrigðisyfirvöld virðast ófær um að tala og semja við hjúkrunarfræðinga? Þarf maður að slást við löggur til að einhver taki eftir manni? Vörubílstjórarnir hafa svo sannarlega náð eyrum okkar þó að kröfur þeirra séu nokkuð óljósar: Sturla Jónsson fer alltaf að tala um Afganistan þegar fréttamenn leita svara. Hann hljómar stundum eins og helsta krafa bílstjóranna sé sú að leggja niður utanríkisráðuneytið.Sturla sem afrísk konaÆtli flestir landsmenn hafi ekki farið svolítið hjá sér þegar Sturla tók á móti sendinefnd Palestínumanna með afrískt kvenhöfuðfat á hausnum þarna á Bessastaðaafleggjaranum - maður þakkaði sínum sæla fyrir að löggan skyldi ekki hleypa honum nær hinum erlendu gestum. Ætli hann hefði ekki sagt: Go home to Afganistan.Þarna urðu þáttaskil: lögregluyfirvöld ákváðu að reka af sér slyðruorðið eftir ótal frýjanir um að þeir tækju bílstjórana meiri vettlingatökum en Saving Icelandfólkið. Að vísu var ádeilan meint þannig að löggan ætti að koma jafn mildilega fram við umhverfisverndarsinnana en lögreglan kaus að túlka þetta sem kröfu almennings um meiri hörku. Bílstjórarnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð.En þáttaskilin urðu sem sé þarna þegar Sturla stóð glaðbeittur á Álftanesveginum með einhvers konar afrískt kvenhöfuðfat til háðungar hinum vinafáu Palestínumönnum. Þarna fór almenningur að upplifa andófið sem tóma vitleysu. „Er þetta ekki að verða ágætt," fór að heyrast og jafnvel: „Þurfa þessir menn aldrei að vinna?"Allt í einu sáum við Sturlu með afríska kvenhöfuðfatið með útlenskum augum. Og sjá: hann var eins og fífl. Fjölmiðlamenn eru því miður svo uppteknir af sjálfum sér og hasarnum að þeir hafa alveg gleymt að spyrja Sturlu að því hvers vegna hann hafi sett upp þetta höfuðfat. Hélt hann að þetta væri palestínusjal? Palestínusjalið er eitt af helstu táknum þjáningarinnar í heiminum. Var hann að setja upp sína eigin þyrnikórónu?Óhjákvæmilegur samanburðurMeð því að setja upp þessa þyrnikórónu segir hann: þið eigið ekki að vera að skipta ykkur af þjáningum fólks úti í heimi á meðan ég þjáist hér... Þið eigið að sinna mér. Eins og athyglisþurfi barn fer að rella og sífra ef foreldrarnir gefa sig óhóflega að öðru barni.Voru vörubílstjórarnir þarna fulltrúar hins afskipta íslenska barns sem aldrei fær neitt nema dót? Kannski. Sem kallar á neikvæða athygli frekar en enga? Kannski. En þeim varð samt á í messunni. Margir fóru hjá sér yfir uppákomunni og ýmsum þótti sem vörubílstjórnarnir yrðu þarna landi og þjóð til skammar. Við erum enn viðkvæm fyrir því.Með því að setja upp þyrnikórónuna og gefa þar með til kynna að sér bæri píslarvættið fremur en fulltrúum palestínsku þjóðarinnar neyddi Sturla okkur öll til að horfast í augu við það hversu fáfengilegar kröfur íslenskra vörubílstjóra virðast í raun og veru andspænis daglegum veruleika Palestínumanna - sérstaklega á vesturbakkanum þar sem þeim hafði orðið það á að kjósa aðra stjórn í kosningum en Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn höfðu ákveðið. Þar er skotið á börn. Þar stöðva Ísraelsmenn flutninga á eldsneyti og öðrum nauðsynjum án þess að hika. Þar er rafmagn tekið af eftir duttlungum. Þar er fólki meinað að stunda vinnu sína. Þar er fólk markvisst niðurlægt í samskiptum. Þar er sérhver viðleitni til að byggja upp stofnanir brotin niður jafnharðar. Þar starfar herraþjóðin eftir lögmálinu: hús fyrir auga, bær fyrir tönn.Með fullri virðingu fyrir þjáningum íslenskra vörubílstjóra þá voru mótmælaaðgerðir Sturlu og félaga gegn því að forseti Íslands tæki á móti fulltrúum Palestínumanna ákaflega misráðnar.Stjórnvöld hafa þegar sótt um undanþágu á hinum fáránlegu reglum um hvíldartímaákvæði sem sjálfstæðishetjurnar í Sjálfstæðisflokknum innleiddu hugsunarlaust eins og aðrar reglugerðir Evrópusambandsins.Eftir standa kröfur um að bensínverð lækki - sem það mun aldrei framar gera - og handan við hornið bíða umhverfisgjöld. Og bensínhákar eru að verða tímaskekkja.Kannski kominn tími til að beina kastljósinu að öðru andófi - til dæmis hjúkrunarfræðingum?
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun