Klassískir og einfaldir pakkar 25. nóvember 2008 09:00 Kristín Magnúsdóttir hjá Grænum markaði er alvön innpökkunum og skreytingum. Fréttablaðið/Anton Jólapakkar vekja upp tilhlökkun og bros og er það ekki eingöngu vegna spennu yfir hvað í þeim leynist heldur líka vegna þess hve fallegir þeir geta verið á að líta. Kristín Magnúsdóttir útbjó nokkra klassíska jólapakka fyrir okkur. Grænn markaður er heildsala sem selur allt til innpökkunar en þó eingöngu til fyrirtækja. „Við hjá Grænum markaði bjóðum nú ekki upp á innpökkun en seljum til fyrirtækja og erum með mikið úrval af umbúðum. Við erum með margar tegundir, stærðir og gerðir af gjafapappír, pokum, öskjum, borðum og erum í raun með allt til innpökkunar,“ útskýrir Kristín Magnúsdóttir, sölumaður og blómaskreytir.Að sögn Kristínar er hún fremur hefðbundin í vali sínu á skrauti og efnivið. „Mér þykir þetta klassíska fallegt og útbý oft skreytingar á pakkana sem hægt er að nýta einar sér síðar meir, til dæmis sem borðskraut. Gaman er að gera aðeins meira úr pökkunum og það þarf ekki að vera flókið,“ segir Kristín og nefnir að fólki þyki gaman að fá fallega skreytta pakka.Jólaleg karfa fyllt af eplum. Þá má skreyta með jólakúlum og hverju öðru sem hentar.Hægt er að fá pakkaskreytingar tilbúnar hjá Grænum markaði sem búið er að hnýta saman en síðan er einfalt að útbúa fallegar slaufur úr borðunum. „Við seljum líka körfur og kurl sem hægt er að nota undir ýmiss konar gjafir, þannig það eru fjölbreyttir möguleikar í boði fyrir fyrirtæki,“ segir Kristín en hún og samstarfsfólk hennar leiðbeina við litaval og annað tilfallandi. Jól Jólaskraut Mest lesið Gyðingakökur Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Nostrað við hátíðarborðið Jól Hreindýraundirföt eiginmannsins gleðja Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól Gerðu mikið úr aðventunni Jól Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Góð bók og nart Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól
Jólapakkar vekja upp tilhlökkun og bros og er það ekki eingöngu vegna spennu yfir hvað í þeim leynist heldur líka vegna þess hve fallegir þeir geta verið á að líta. Kristín Magnúsdóttir útbjó nokkra klassíska jólapakka fyrir okkur. Grænn markaður er heildsala sem selur allt til innpökkunar en þó eingöngu til fyrirtækja. „Við hjá Grænum markaði bjóðum nú ekki upp á innpökkun en seljum til fyrirtækja og erum með mikið úrval af umbúðum. Við erum með margar tegundir, stærðir og gerðir af gjafapappír, pokum, öskjum, borðum og erum í raun með allt til innpökkunar,“ útskýrir Kristín Magnúsdóttir, sölumaður og blómaskreytir.Að sögn Kristínar er hún fremur hefðbundin í vali sínu á skrauti og efnivið. „Mér þykir þetta klassíska fallegt og útbý oft skreytingar á pakkana sem hægt er að nýta einar sér síðar meir, til dæmis sem borðskraut. Gaman er að gera aðeins meira úr pökkunum og það þarf ekki að vera flókið,“ segir Kristín og nefnir að fólki þyki gaman að fá fallega skreytta pakka.Jólaleg karfa fyllt af eplum. Þá má skreyta með jólakúlum og hverju öðru sem hentar.Hægt er að fá pakkaskreytingar tilbúnar hjá Grænum markaði sem búið er að hnýta saman en síðan er einfalt að útbúa fallegar slaufur úr borðunum. „Við seljum líka körfur og kurl sem hægt er að nota undir ýmiss konar gjafir, þannig það eru fjölbreyttir möguleikar í boði fyrir fyrirtæki,“ segir Kristín en hún og samstarfsfólk hennar leiðbeina við litaval og annað tilfallandi.
Jól Jólaskraut Mest lesið Gyðingakökur Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Nostrað við hátíðarborðið Jól Hreindýraundirföt eiginmannsins gleðja Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól Gerðu mikið úr aðventunni Jól Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Góð bók og nart Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól