Gengi hlutabréfa í Existu féll um 25 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinn. Bréf félagsins standa nú í þremur aurum á hlut og hafa aldrei verið lægri.
Einungis ein viðskipti standa á bak við viðskiptin.
Á sama tíma féll gengi bréfa Straums um 2,21 prósenet og Össurar um 0,31 prósent.
Viðskipti voru sex talsins í byrjun dags upp á tólf milljónir króna.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,91 prósent og stóð í 359 stigum við upphaf viðskiptadagsins.