Dagar víns og prósaks Gerður Kristný skrifar 22. nóvember 2008 06:00 Ég sakna góðærisins. Það var skemmtilegt. Maður gat farið í helgarferðir til útlanda og keypt sér trefil og stundum buxur líka án þess að gengið sveiflaðist upp og niður eins og maníu-depressívu-sjúklingur. Ég man jafnvel eftir því að hafa getað keypt dót handa krökkum í afmælisgjafir eða bara til að gauka að þeim þegar þau áttu alls engin afmæli. Slíkt var bruðlið og nú naga ég mig auðvitað í handarbökin. Það var samt indælt að eiga peninga. Það er sem ég hef alltaf sagt, fólk, sem ekki finnst gaman að versla, fer einfaldlega ekki í réttu búðirnar. Nú hefur Geir Haarde forsætisráðherra sagt að það taki tvö ár fyrir þjóðina að rétta úr kútnum. Það hentar mér bara alls ekki. Á þessum tveimur árum verð ég nefnilega fertug. Heyrirðu það, Geir! Fjörutíu ára! Ég hef hlakkað til frá því ég var 17 ára. Sá aldur fór mér nefnilega illa. Þá er til siðs að fara í fyllerísferðir upp í sumarbústaði og flakka á milli öldurhúsa í skítakulda upp á von og óvon að komast inn. Skemmtanalíf mitt snerist meira og minna um áfengisneyslu vinkvenna minna og þannig var það fulllengi. Svo fór maður að átta sig betur á því sem skipti máli og því sem gerði það ekki. Og ég býst við að hann verði ævintýralegur, þroskinn sem á eftir að hvolfast yfir mig á fertugsafmælinu. Ekki stóð þó til að margir yrðu vitni að því, enda hugðist ég vera stödd í útlöndum. Ferðalög eru það sem mér finnst núna hvað skemmtilegast og ég hafði lengi látið mig dreyma um að þegar ég yrði fertug héldi ég í ævintýralega utanlandsferð. Stefnan yrði tekin á land þar sem sól skín, suðrænir sölumenn reyna að pranga inn á mann bastkörfum og sandurinn borast upp á milli tánna. En Geir segir að einmitt þá verði kreppan enn við lýði með tilheyrandi verðbólgu og vibba. Kannski ég fresti því þá bara um nokkur ár að verða fertug. Ég hef heyrt um konur sem hafa einmitt gert það og þurfti víst ekki kreppu til. Næstu tvö árin hef ég það því líklega bara náðugt og vel Facebook fram yfir Flugleiðavefinn. Svo vef ég góðum trefli úr skemmtilegri helgarferð í New York um háls mér, arka ofan í fjöru og set flöskuskeyti á flot. „Elsku góðæri! Hér er enn margt sem minnir á þig. Ég sakna þín. Þótt ég efist um að þú eigir nokkurn tímann eftir að birtast mér aftur í sömu mynd er ég innilega þakklát fyrir að hafa þó fengið að kynnast þér." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Ég sakna góðærisins. Það var skemmtilegt. Maður gat farið í helgarferðir til útlanda og keypt sér trefil og stundum buxur líka án þess að gengið sveiflaðist upp og niður eins og maníu-depressívu-sjúklingur. Ég man jafnvel eftir því að hafa getað keypt dót handa krökkum í afmælisgjafir eða bara til að gauka að þeim þegar þau áttu alls engin afmæli. Slíkt var bruðlið og nú naga ég mig auðvitað í handarbökin. Það var samt indælt að eiga peninga. Það er sem ég hef alltaf sagt, fólk, sem ekki finnst gaman að versla, fer einfaldlega ekki í réttu búðirnar. Nú hefur Geir Haarde forsætisráðherra sagt að það taki tvö ár fyrir þjóðina að rétta úr kútnum. Það hentar mér bara alls ekki. Á þessum tveimur árum verð ég nefnilega fertug. Heyrirðu það, Geir! Fjörutíu ára! Ég hef hlakkað til frá því ég var 17 ára. Sá aldur fór mér nefnilega illa. Þá er til siðs að fara í fyllerísferðir upp í sumarbústaði og flakka á milli öldurhúsa í skítakulda upp á von og óvon að komast inn. Skemmtanalíf mitt snerist meira og minna um áfengisneyslu vinkvenna minna og þannig var það fulllengi. Svo fór maður að átta sig betur á því sem skipti máli og því sem gerði það ekki. Og ég býst við að hann verði ævintýralegur, þroskinn sem á eftir að hvolfast yfir mig á fertugsafmælinu. Ekki stóð þó til að margir yrðu vitni að því, enda hugðist ég vera stödd í útlöndum. Ferðalög eru það sem mér finnst núna hvað skemmtilegast og ég hafði lengi látið mig dreyma um að þegar ég yrði fertug héldi ég í ævintýralega utanlandsferð. Stefnan yrði tekin á land þar sem sól skín, suðrænir sölumenn reyna að pranga inn á mann bastkörfum og sandurinn borast upp á milli tánna. En Geir segir að einmitt þá verði kreppan enn við lýði með tilheyrandi verðbólgu og vibba. Kannski ég fresti því þá bara um nokkur ár að verða fertug. Ég hef heyrt um konur sem hafa einmitt gert það og þurfti víst ekki kreppu til. Næstu tvö árin hef ég það því líklega bara náðugt og vel Facebook fram yfir Flugleiðavefinn. Svo vef ég góðum trefli úr skemmtilegri helgarferð í New York um háls mér, arka ofan í fjöru og set flöskuskeyti á flot. „Elsku góðæri! Hér er enn margt sem minnir á þig. Ég sakna þín. Þótt ég efist um að þú eigir nokkurn tímann eftir að birtast mér aftur í sömu mynd er ég innilega þakklát fyrir að hafa þó fengið að kynnast þér."
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun