Sundagöngin, já takk 18. janúar 2008 11:20 Það var tímabært að hálfu Borgarráðs að taka af allan vafa um Sundabrautina. Pólitíkin á að tala í þessum efnum - og taka af skarið; ekki embættismenn (sem geta vitaskuld verið til halds og trausts) en þeir eiga ekki að ráða í þessum efnum. Sundagöng er auðvitað fyrsti kostur - og lega þeirra undir Kleppsvíkina og Gufunesið er eini klári valkosturinn. Eyjaleiðin - sem vissulega er ódýrari, hefði í för með sér austlægari umferð; aðalþunginn færðist á mót Miklubrautar og Breiðholtsbrautar þar sem straumurinn er ærinn fyrir. Umferðin til Reykjavíkur á að beinast til Reykjavíkur. Þar fyrir utan á ekki að eyðileggja Hamrahverfið í Grafarvogi með ógnarstórum umferðarmannvirkjum sem myndu þrengja mjög að eftirsóknarverðu útivistarsvæði austan Viðeyjarsunds. Í umferðarmálum höfuðborgarinnar eiga menn að hugsa stórt - og helst til næstu aldar, en ekki áratuga. Sundagöng er ein mikilvirkasta samgöngubót landsmanna allra sem hingað til hafa þurft að aka hlykkjótta þjóðvegi að og frá borginni sinni. Tími beinu brautanna er kominn; hagsmunir sjoppueigendanna meðfram strandlengjunni eru fyrir margt löngu orðnir broslegir. Menn eiga að hugsa stórt. Sem er þó ekki nóg. Hitt er brýnna ... að byrja að framkvæma? -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Það var tímabært að hálfu Borgarráðs að taka af allan vafa um Sundabrautina. Pólitíkin á að tala í þessum efnum - og taka af skarið; ekki embættismenn (sem geta vitaskuld verið til halds og trausts) en þeir eiga ekki að ráða í þessum efnum. Sundagöng er auðvitað fyrsti kostur - og lega þeirra undir Kleppsvíkina og Gufunesið er eini klári valkosturinn. Eyjaleiðin - sem vissulega er ódýrari, hefði í för með sér austlægari umferð; aðalþunginn færðist á mót Miklubrautar og Breiðholtsbrautar þar sem straumurinn er ærinn fyrir. Umferðin til Reykjavíkur á að beinast til Reykjavíkur. Þar fyrir utan á ekki að eyðileggja Hamrahverfið í Grafarvogi með ógnarstórum umferðarmannvirkjum sem myndu þrengja mjög að eftirsóknarverðu útivistarsvæði austan Viðeyjarsunds. Í umferðarmálum höfuðborgarinnar eiga menn að hugsa stórt - og helst til næstu aldar, en ekki áratuga. Sundagöng er ein mikilvirkasta samgöngubót landsmanna allra sem hingað til hafa þurft að aka hlykkjótta þjóðvegi að og frá borginni sinni. Tími beinu brautanna er kominn; hagsmunir sjoppueigendanna meðfram strandlengjunni eru fyrir margt löngu orðnir broslegir. Menn eiga að hugsa stórt. Sem er þó ekki nóg. Hitt er brýnna ... að byrja að framkvæma? -SER.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun