Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson skrifar 17. ágúst 2008 06:00 Fyrir þá sem muna eftir fréttamyndum frá téténska höfuðstaðnum Grosní var það kunnugleg sjón sem blasti við á þeim myndum sem bárust á síðustu dögum frá georgísku borginni Gori: Algjör eyðilegging. Þegar rússneski herinn ræðst til atlögu í Kákasus þá eirir hann engu. Lítið virðist fara fyrir vilja til að reyna að hlífa óbreyttum borgurum. Ef hersveitir á vegum NATO yrðu uppvísar að sambærilegri framgöngu yrði það að stórhneyksli. Átökin um georgísku aðskilnaðarhéruðin Suður-Ossetíu og Abkasíu eiga sér tveggja áratuga aðdraganda - og reyndar enn lengri, ef seilzt er aftur fyrir tilurð Sovétríkjanna fyrir níu áratugum. Valdhafar í Moskvu hafa í tvær aldir litið á Kákasussvæðið sem sitt áhrifasvæði. Það er því ekkert nýtt að Moskvuvaldið líti á það sem ögrun við sig ef þjóðir á þessu áhrifasvæði reyna að brjótast út úr því. En það er einmitt það sem Georgíumenn hafa verið að reyna að gera. Vegna landfræðilegrar legu Georgíu hafa þeir hins vegar átt erfiðara með að fá haldgóðan stuðning Vesturlanda við þá viðleitni sína, auk þess sem aðskilnaðarhreyfingarnar gera það flóknara að veita slíkan stuðning. Það er einmitt af þessum orsökum sem Eystrasaltsþjóðirnar þrjár - sem tókst að nýta tækifærið þegar Moskvuvaldið var veikt til að losna undan því - finna mjög til með Georgíumönnum. Það gera reyndar allar þjóðirnar sem á dögum kalda stríðsins voru undir hæl Moskvuvaldsins en hlutu frelsi frá því við hrun Sovétríkjanna. Ráðamenn í Washington hafa einnig verið ómyrkir í máli í gagnrýni sinni á framgöngu Rússa, enda hafa hin lýðræðislega kjörnu stjórnvöld í Tíblísí - ef til vill í óraunsærri einfeldni - sett allt traust sitt á þann óskabandamann sinn handan Atlantshafsins. En jafnvel hin hörðustu orð frá Washington gagnast lítt íbúum Gori og annarra bæja í Georgíu sem orðið hafa undir hrammi rússneska bjarnarins. Moskvuvaldið - sem nú hefur tvöfalda ásjónu; annars vegar er Vladimír Pútín forsætisráðherra, maðurinn sem gefur hernum fyrirskipanir, og hins vegar Dmítrí Medvedev forseti, sem tekur mjúkmáll á móti vestrænum erindrekum - hefur fengið sínu framgengt og sýnt Vesturlöndum hversu lítið þau geta aðhafzt í raun til að koma Georgíumönnum til aðstoðar. Því miður tilheyrir það áætlun Pútíns um endurreisn þjóðarstolts Rússa, sem hann hefur framfylgt af festu frá því hann komst til valda fyrir tæpum áratug, að líta á Vesturlönd sem óvin sem vinni stöðugt að því að „umkringja" Rússland og „halda því niðri". Samkvæmt þeim rembings-hugsunarhætti liggur helzta víglína þessarar baráttu nú í löndunum sem áður voru jaðarlýðveldi Sovétríkjanna, einkum og sér í lagi í Úkraínu og Georgíu þar sem komizt hafa til valda öfl sem kjósa frekar vinsamleg tengsl í vestur en hollustu við valdhafa í Moskvu. Það er áhyggjuefni að samskipti Vesturlanda við Rússland spillist umfram það sem þegar er orðið. En engu að síður er það nauðsynlegt að Vesturlönd og samtök þeirra, einkum Evrópusambandið og NATO, bregðist af festu og samstöðu við yfirgangi Rússa gegn fullveldi Georgíu og frelsi Georgíumanna til að velja sér bandamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun
Fyrir þá sem muna eftir fréttamyndum frá téténska höfuðstaðnum Grosní var það kunnugleg sjón sem blasti við á þeim myndum sem bárust á síðustu dögum frá georgísku borginni Gori: Algjör eyðilegging. Þegar rússneski herinn ræðst til atlögu í Kákasus þá eirir hann engu. Lítið virðist fara fyrir vilja til að reyna að hlífa óbreyttum borgurum. Ef hersveitir á vegum NATO yrðu uppvísar að sambærilegri framgöngu yrði það að stórhneyksli. Átökin um georgísku aðskilnaðarhéruðin Suður-Ossetíu og Abkasíu eiga sér tveggja áratuga aðdraganda - og reyndar enn lengri, ef seilzt er aftur fyrir tilurð Sovétríkjanna fyrir níu áratugum. Valdhafar í Moskvu hafa í tvær aldir litið á Kákasussvæðið sem sitt áhrifasvæði. Það er því ekkert nýtt að Moskvuvaldið líti á það sem ögrun við sig ef þjóðir á þessu áhrifasvæði reyna að brjótast út úr því. En það er einmitt það sem Georgíumenn hafa verið að reyna að gera. Vegna landfræðilegrar legu Georgíu hafa þeir hins vegar átt erfiðara með að fá haldgóðan stuðning Vesturlanda við þá viðleitni sína, auk þess sem aðskilnaðarhreyfingarnar gera það flóknara að veita slíkan stuðning. Það er einmitt af þessum orsökum sem Eystrasaltsþjóðirnar þrjár - sem tókst að nýta tækifærið þegar Moskvuvaldið var veikt til að losna undan því - finna mjög til með Georgíumönnum. Það gera reyndar allar þjóðirnar sem á dögum kalda stríðsins voru undir hæl Moskvuvaldsins en hlutu frelsi frá því við hrun Sovétríkjanna. Ráðamenn í Washington hafa einnig verið ómyrkir í máli í gagnrýni sinni á framgöngu Rússa, enda hafa hin lýðræðislega kjörnu stjórnvöld í Tíblísí - ef til vill í óraunsærri einfeldni - sett allt traust sitt á þann óskabandamann sinn handan Atlantshafsins. En jafnvel hin hörðustu orð frá Washington gagnast lítt íbúum Gori og annarra bæja í Georgíu sem orðið hafa undir hrammi rússneska bjarnarins. Moskvuvaldið - sem nú hefur tvöfalda ásjónu; annars vegar er Vladimír Pútín forsætisráðherra, maðurinn sem gefur hernum fyrirskipanir, og hins vegar Dmítrí Medvedev forseti, sem tekur mjúkmáll á móti vestrænum erindrekum - hefur fengið sínu framgengt og sýnt Vesturlöndum hversu lítið þau geta aðhafzt í raun til að koma Georgíumönnum til aðstoðar. Því miður tilheyrir það áætlun Pútíns um endurreisn þjóðarstolts Rússa, sem hann hefur framfylgt af festu frá því hann komst til valda fyrir tæpum áratug, að líta á Vesturlönd sem óvin sem vinni stöðugt að því að „umkringja" Rússland og „halda því niðri". Samkvæmt þeim rembings-hugsunarhætti liggur helzta víglína þessarar baráttu nú í löndunum sem áður voru jaðarlýðveldi Sovétríkjanna, einkum og sér í lagi í Úkraínu og Georgíu þar sem komizt hafa til valda öfl sem kjósa frekar vinsamleg tengsl í vestur en hollustu við valdhafa í Moskvu. Það er áhyggjuefni að samskipti Vesturlanda við Rússland spillist umfram það sem þegar er orðið. En engu að síður er það nauðsynlegt að Vesturlönd og samtök þeirra, einkum Evrópusambandið og NATO, bregðist af festu og samstöðu við yfirgangi Rússa gegn fullveldi Georgíu og frelsi Georgíumanna til að velja sér bandamenn.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun