Kenna, ekki banna Jón Kaldal skrifar 20. maí 2008 04:00 Faraldur er orðið sem Sigurður Örn Hektorsson geðlæknir á Landspítala notar um hraða fjölgun sprautufíkla á Íslandi. Í Fréttablaðinu um helgina var sagt frá því að hér væru nú um 700 virkir sprautufíklar og að í þann hóp bættust 70 til 110 manns á ári. Flestra þessara manna og kvenna bíður algjört niðurbrot á líkama og sál. Sjaldgæfar, illvígar blóðsýkingar, lifrarbólga og geðsjúkdómar eru örlög margra sem svala fíkninni með því að sprauta sig í æð. Það kostar stórfé fyrir samfélagið að meðhöndla fíklana, og álagið á heilbrigðiskerfið vegna þeirra fer stigvaxandi. Margfalt stærri fórn er þó sú háa dánartíðni sem neyslan hefur í för með sér, en mannfallið er mest meðal ungs fólks. „Það er mjög átakanlegt að horfa upp á þetta fólk, sem ætti að eiga framtíðina fyrir sér, láta lífið eða glíma við króníska sjúkdóma af völdum fíkniefnaneyslu," sagði Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, í grein Fréttablaðsins. Þessi þróun, fjölgun sprautufíkla, hefur átt sér stað á sama tíma og dómar yfir innflytjendum ólöglegra fíkniefna hafa snarþyngst og lögregla og tollgæsla hert mjög baráttuna gegn smygli og dreifingu efnanna. Hvaða lærdóm helstan skyldu yfirvöld draga af árangrinum af þessari baráttuaðferð gegn fíkninni? Jú, að fangelsa ennþá fleiri fíkniefnasala og kosta enn meiru til eftirlits við hafnir og flugvelli. Þetta er eins og að halda áfram að berja höfðinu við steininn þótt hausverkurinn sé orðinn algjörlega óbærilegur. Og þessu er haldið áfram þrátt fyrir að það liggi fyrir að ólöglegu fíkniefnin eru aðeins hluti vandans. Stór hluti sprautufíklanna misnotar lyf sem eru keypt í apótekum landsins. Þannig var contalgin, sem fæst aðeins gegn lyfseðli læknis, í öðru sæti á eftir amfetamíni á lista yfir þau efni sem algengast var að fíklarnir misnotuðu samkvæmt rannsókn sem var gerð á tímabilinu 2003 til 2007. Svipaða sögu má sjá víða um heim. Lögleg lyf til að meðhöndla verki, þunglyndi, svefnleysi eða aðra kvilla eru misnotuð í sívaxandi mæli og dauðsföll af þeirra völdum eru síst færri en vegna ólöglegra fíkniefna. Það sorglega er að sú ofuráhersla sem hefur verið lögð á að stöðva útbreiðslu ólöglegu efnanna þýðir að yfirvöld standa víðast hvar hálf máttvana gagnvart misnotkun efnanna úr lyfjabúðunum. Stjórnmálamenn, þeir sem marka stefnuna og deila út fjármagni til að fylgja henni, geta ekki slegið um sig með ódýrum frösum um sölumenn dauðans þegar lyfið kemur úr baðskáp heimilisins. Hvaðan efnin koma er sem sagt ekki lykilatriðið í þessari baráttu. Langt leiddur fíkill, hvort sem það er á contalgin, amfetamín eða áfengi, lætur ekkert stöðva sig í leitinni að vímunni. Tilraunir til að þurrka upp framboðið eru engin lausn. Það hefur saga baráttu síðustu áratuga gegn fíkniefnunum kennt okkur svo ekki verður um villst. Baráttan gegn hinu löglega fíkniefni tóbaki sýnir okkur á hinn bóginn hversu miklum árangri er hægt að ná með ágengri og stöðugri kennslu. Sígarettur fást alls staðar, en engu að síður fækkar ár frá ári í hópi reykingafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun
Faraldur er orðið sem Sigurður Örn Hektorsson geðlæknir á Landspítala notar um hraða fjölgun sprautufíkla á Íslandi. Í Fréttablaðinu um helgina var sagt frá því að hér væru nú um 700 virkir sprautufíklar og að í þann hóp bættust 70 til 110 manns á ári. Flestra þessara manna og kvenna bíður algjört niðurbrot á líkama og sál. Sjaldgæfar, illvígar blóðsýkingar, lifrarbólga og geðsjúkdómar eru örlög margra sem svala fíkninni með því að sprauta sig í æð. Það kostar stórfé fyrir samfélagið að meðhöndla fíklana, og álagið á heilbrigðiskerfið vegna þeirra fer stigvaxandi. Margfalt stærri fórn er þó sú háa dánartíðni sem neyslan hefur í för með sér, en mannfallið er mest meðal ungs fólks. „Það er mjög átakanlegt að horfa upp á þetta fólk, sem ætti að eiga framtíðina fyrir sér, láta lífið eða glíma við króníska sjúkdóma af völdum fíkniefnaneyslu," sagði Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, í grein Fréttablaðsins. Þessi þróun, fjölgun sprautufíkla, hefur átt sér stað á sama tíma og dómar yfir innflytjendum ólöglegra fíkniefna hafa snarþyngst og lögregla og tollgæsla hert mjög baráttuna gegn smygli og dreifingu efnanna. Hvaða lærdóm helstan skyldu yfirvöld draga af árangrinum af þessari baráttuaðferð gegn fíkninni? Jú, að fangelsa ennþá fleiri fíkniefnasala og kosta enn meiru til eftirlits við hafnir og flugvelli. Þetta er eins og að halda áfram að berja höfðinu við steininn þótt hausverkurinn sé orðinn algjörlega óbærilegur. Og þessu er haldið áfram þrátt fyrir að það liggi fyrir að ólöglegu fíkniefnin eru aðeins hluti vandans. Stór hluti sprautufíklanna misnotar lyf sem eru keypt í apótekum landsins. Þannig var contalgin, sem fæst aðeins gegn lyfseðli læknis, í öðru sæti á eftir amfetamíni á lista yfir þau efni sem algengast var að fíklarnir misnotuðu samkvæmt rannsókn sem var gerð á tímabilinu 2003 til 2007. Svipaða sögu má sjá víða um heim. Lögleg lyf til að meðhöndla verki, þunglyndi, svefnleysi eða aðra kvilla eru misnotuð í sívaxandi mæli og dauðsföll af þeirra völdum eru síst færri en vegna ólöglegra fíkniefna. Það sorglega er að sú ofuráhersla sem hefur verið lögð á að stöðva útbreiðslu ólöglegu efnanna þýðir að yfirvöld standa víðast hvar hálf máttvana gagnvart misnotkun efnanna úr lyfjabúðunum. Stjórnmálamenn, þeir sem marka stefnuna og deila út fjármagni til að fylgja henni, geta ekki slegið um sig með ódýrum frösum um sölumenn dauðans þegar lyfið kemur úr baðskáp heimilisins. Hvaðan efnin koma er sem sagt ekki lykilatriðið í þessari baráttu. Langt leiddur fíkill, hvort sem það er á contalgin, amfetamín eða áfengi, lætur ekkert stöðva sig í leitinni að vímunni. Tilraunir til að þurrka upp framboðið eru engin lausn. Það hefur saga baráttu síðustu áratuga gegn fíkniefnunum kennt okkur svo ekki verður um villst. Baráttan gegn hinu löglega fíkniefni tóbaki sýnir okkur á hinn bóginn hversu miklum árangri er hægt að ná með ágengri og stöðugri kennslu. Sígarettur fást alls staðar, en engu að síður fækkar ár frá ári í hópi reykingafólks.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun