Áttu nóg, áttu afgang? Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 10. desember 2008 06:00 Landsins fjölsóttasti bloggari viðurkenndi það á mánudag: honum var þorrinn allur þróttur - svartsýnin sótti hann heim og settist upp í hans sálarranni. Í kjölfarið spýttust inn á færsluna hans sams konar játningar og á móti hughreystingar: einstaklingur vertu hraustur! Dugar það til, mun stjórnvöldum úr háum ráðuneytum og þingsölum til næturlýstra herbergja bankastofnana takast að murka vonina úr sálarkirnum þjóðarinnar? Þjappa þýlyndinu svo rækilega í geðslagið að mannfellir verði af? Mannfellir af mannavöldum? Vikurnar við skemmstan dag hafa svo lengi sem elstu menn muna verið annatími neysluveislunnar. Þessar vikur mun Ísland vera eina landið í norðurhluta Evrópu þar sem ekki sér enn högg á vatni, viðskipti ganga fram eins og ekkert hafi í skorist hér á landi þótt kaupmenn merki hægari þunga í sölu til þeirra sem á annað borð telja sig hafa auraráð. Hinir sem heima sitja og eiga ekki fyrir skuldum, húsnæði, nauðþurftum verða æ fleiri og til þeirra spyrst ekki. Ekki enn. En þeir eru þarna samt. Frá nálægum löndum berast aftur fréttir að þar fari kaupendur sér hægar og dragi úr kaupæðinu það sem af er. Er sá tími ekki kominn að við förum að hugsa okkur um: er sá tími kominn að við ættum að gjalda tíund í samhjálp fyrir þá sem horfa fram á nauð um þessar hátíðir, jól og áramótin? Nógar hendur vilja fúsar létta undir með hjálparstofnunum, ætla þær að hnykkja á um að nú sé tími kominn til að gefa, ekki þiggja? Rétta þeim sem standa höllum fæti fúsa hjálparhönd? Standa við þau kristilegu gildi sem þorri þjóðarinnar hefur játað í hundruð ára, standa við stóru orðin? Það skyldi þó ekki vera eftir þá dýrðartíma hégóma og gjálífis sem við höfum lifað undanfarin misseri, þá tignun auðs sem hér hefur þrifist og efnt var til í nafni frelsis að við verðum að lokum þess umkomin í fyrirsjáanlegum þrengingum sem framundan eru að gefa það sem aukreitis er og jafnvel betur þeim sem hafa minnst að bíta og brenna, sigrum dýrkun auðsins með því að gjalda þá tíund glöð og fús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Landsins fjölsóttasti bloggari viðurkenndi það á mánudag: honum var þorrinn allur þróttur - svartsýnin sótti hann heim og settist upp í hans sálarranni. Í kjölfarið spýttust inn á færsluna hans sams konar játningar og á móti hughreystingar: einstaklingur vertu hraustur! Dugar það til, mun stjórnvöldum úr háum ráðuneytum og þingsölum til næturlýstra herbergja bankastofnana takast að murka vonina úr sálarkirnum þjóðarinnar? Þjappa þýlyndinu svo rækilega í geðslagið að mannfellir verði af? Mannfellir af mannavöldum? Vikurnar við skemmstan dag hafa svo lengi sem elstu menn muna verið annatími neysluveislunnar. Þessar vikur mun Ísland vera eina landið í norðurhluta Evrópu þar sem ekki sér enn högg á vatni, viðskipti ganga fram eins og ekkert hafi í skorist hér á landi þótt kaupmenn merki hægari þunga í sölu til þeirra sem á annað borð telja sig hafa auraráð. Hinir sem heima sitja og eiga ekki fyrir skuldum, húsnæði, nauðþurftum verða æ fleiri og til þeirra spyrst ekki. Ekki enn. En þeir eru þarna samt. Frá nálægum löndum berast aftur fréttir að þar fari kaupendur sér hægar og dragi úr kaupæðinu það sem af er. Er sá tími ekki kominn að við förum að hugsa okkur um: er sá tími kominn að við ættum að gjalda tíund í samhjálp fyrir þá sem horfa fram á nauð um þessar hátíðir, jól og áramótin? Nógar hendur vilja fúsar létta undir með hjálparstofnunum, ætla þær að hnykkja á um að nú sé tími kominn til að gefa, ekki þiggja? Rétta þeim sem standa höllum fæti fúsa hjálparhönd? Standa við þau kristilegu gildi sem þorri þjóðarinnar hefur játað í hundruð ára, standa við stóru orðin? Það skyldi þó ekki vera eftir þá dýrðartíma hégóma og gjálífis sem við höfum lifað undanfarin misseri, þá tignun auðs sem hér hefur þrifist og efnt var til í nafni frelsis að við verðum að lokum þess umkomin í fyrirsjáanlegum þrengingum sem framundan eru að gefa það sem aukreitis er og jafnvel betur þeim sem hafa minnst að bíta og brenna, sigrum dýrkun auðsins með því að gjalda þá tíund glöð og fús.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun