Hinn vikulegi íþróttaþáttur Utan vallar verður á sínum stað á Stöð 2 Sport í kvöld. Gestir þáttarins eru þjálfararnir Guðmundur Guðmundsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Báðir náðu þeir frábærum árangri með lið sín á þessu ári en fóru þó ólíkar leiðir til að ná honum.
Viggó Sigurðsson, þjálfari handboltaliðs Fram, verður í nærmynd í þættinum í kvöld sem hefst klukkan 20:15.