Með peninga á heilanum Dr.Gunni skrifar 11. júní 2009 06:00 Mannasaur er ævinlega fyrir peningum, því meiri saur, því meiri peningar. Þetta segir á draumaráðningasíðunni draumur.is og varla lýgur hún. Hvernig ætli standi á þessu? Eru draumarnir að segja okkur einhvern hyldjúpan sannleika? Eru peningar, þegar betur er að gáð, bara jafn ómerkilegt fyrirbæri og úrgangurinn úr okkur? Er þá fólk sem lifir í stanslausum eltingaleik við peninga í raun bara að veltast upp úr eigin saur? Ég þykist ekki láta peninga stjórna lífi mínu enda óravíddir alheimsins of miklar til að hanga yfir svona smámáli. Líðan mín er ekki undir því komið hvort veskið sé tómt eða fullt, segi ég stundum til að stappa stáli í sjálfan mig. Þetta er vitanlega haugalýgi. Ég finn nefnilega fyrir létti sem jaðrar við hamingju þegar ég get borgað alla reikningana mína, en fer andvaka á taugum ef endar ná ekki saman. Að auki fyllist ég heimskulegri bjartsýni þegar ég dreymi skít. Kaupi jafnvel lottómiða. Mig dreymdi mannasaur í vikunni. Það voru allt gamlir skorpnir drjólar úr einhverjum öðrum. Ég réði ekki við neitt, haugurinn óx mér yfir höfuð og ég sökk í hann. Mér var svo mikið um að ég glaðvaknaði. Þá var ég viss um að draumurinn tengdist Icesave skuldunum. Ég sleppti því alveg að kaupa lottómiða. Þjóðin er búin að vera með peninga á heilanum alltof lengi. Fyrst hvað þjóðin ætti mikið af þeim og nú hvað hún á lítið af þeim. Við erum að verða þrælanýlenda í skuldafjötrum, öskra þeir langtleiddustu. Ég neita að vera stanslaust með peninga á heilanum. Ég er búinn að taka þá meðvituðu ákvörðun að taka ekki á mig kvíðahnút vegna Icesave skuldanna. Ég tel mig hafa axlað samfélagslegan hvíðahnút í tvær vikur í október og fleiri hnúta læt ég ekki bjóða mér upp á. Fjandinn hafiða! Fyrst við erum á salerninu langar mig að minna á gömlu tauþurrkukassana frá Fönn. Það er svo jákvæður boðskapur á þeim: Dragið hreint fyrir næsta mann. Ég vil búa í samfélagi sem hefur þennan boðskap að leiðarljósi. Á því klósetti sem nú er liðið undir lok var búið að stela tauþurrkukassanum og líma upp miða í staðinn: Við Hannes hirtum kassann. Farðu að safna fyrir nýjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun
Mannasaur er ævinlega fyrir peningum, því meiri saur, því meiri peningar. Þetta segir á draumaráðningasíðunni draumur.is og varla lýgur hún. Hvernig ætli standi á þessu? Eru draumarnir að segja okkur einhvern hyldjúpan sannleika? Eru peningar, þegar betur er að gáð, bara jafn ómerkilegt fyrirbæri og úrgangurinn úr okkur? Er þá fólk sem lifir í stanslausum eltingaleik við peninga í raun bara að veltast upp úr eigin saur? Ég þykist ekki láta peninga stjórna lífi mínu enda óravíddir alheimsins of miklar til að hanga yfir svona smámáli. Líðan mín er ekki undir því komið hvort veskið sé tómt eða fullt, segi ég stundum til að stappa stáli í sjálfan mig. Þetta er vitanlega haugalýgi. Ég finn nefnilega fyrir létti sem jaðrar við hamingju þegar ég get borgað alla reikningana mína, en fer andvaka á taugum ef endar ná ekki saman. Að auki fyllist ég heimskulegri bjartsýni þegar ég dreymi skít. Kaupi jafnvel lottómiða. Mig dreymdi mannasaur í vikunni. Það voru allt gamlir skorpnir drjólar úr einhverjum öðrum. Ég réði ekki við neitt, haugurinn óx mér yfir höfuð og ég sökk í hann. Mér var svo mikið um að ég glaðvaknaði. Þá var ég viss um að draumurinn tengdist Icesave skuldunum. Ég sleppti því alveg að kaupa lottómiða. Þjóðin er búin að vera með peninga á heilanum alltof lengi. Fyrst hvað þjóðin ætti mikið af þeim og nú hvað hún á lítið af þeim. Við erum að verða þrælanýlenda í skuldafjötrum, öskra þeir langtleiddustu. Ég neita að vera stanslaust með peninga á heilanum. Ég er búinn að taka þá meðvituðu ákvörðun að taka ekki á mig kvíðahnút vegna Icesave skuldanna. Ég tel mig hafa axlað samfélagslegan hvíðahnút í tvær vikur í október og fleiri hnúta læt ég ekki bjóða mér upp á. Fjandinn hafiða! Fyrst við erum á salerninu langar mig að minna á gömlu tauþurrkukassana frá Fönn. Það er svo jákvæður boðskapur á þeim: Dragið hreint fyrir næsta mann. Ég vil búa í samfélagi sem hefur þennan boðskap að leiðarljósi. Á því klósetti sem nú er liðið undir lok var búið að stela tauþurrkukassanum og líma upp miða í staðinn: Við Hannes hirtum kassann. Farðu að safna fyrir nýjum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun