Ríkisstjórnin með meirihluta 24. apríl 2009 05:45 Útlit er fyrir öruggan sigur vinstri flokkanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það stefnir í að Sjálfstæðisflokkurinn fái verstu útkomu frá stofnun, en 21,9 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Samkvæmt því fengi flokkurinn fimmtán þingmenn, tíu færri en hann hefur nú. Mikill kynjamunur er á stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn, 25,8 prósent meðal karla en 16,6 prósent meðal kvenna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist oft með hærra fylgi í könnunum, miðað við úrslit kosninga, en þar sem óvenjustór hluti fyrrverandi sjálfstæðismanna segist í könnunum ekki ætla að kjósa, eða skila auðu, gæti orðið breyting þar á. Samfylkingin yrði samkvæmt þessari könnun stærsti flokkurinn á Alþingi með 21 þingmann en 31,8 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Bætir flokkurinn við sig þremur mönnum frá síðustu kosningum þegar hann fékk átján þingmenn kjörna. Vinstri græn bæta mestu við sig frá síðustu kosningum. 24,1 prósent styður flokkinn nú og myndi hann samkvæmt því fá 16 þingmenn og bæta við sig sjö frá núverandi þingmönnum. Vinstri græn hafa mun meiri stuðning meðal kvenna en karla. Flokkurinn hefur 20,2 prósent meðal karla, en 29,3 prósent meðal kvenna. Framsóknarflokkurinn myndi halda sínum sjö þingmönnum, en 11,3 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins úr Reykjavík norður nær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, kjöri. Borgarahreyfingin fengi fjóra menn kjörna, samkvæmt könnuninni en fylgi hreyfingarinnar er nú 7,1 prósent. Flokkurinn hefur mest fylgi á höfuðborgarsvæðinu og því líklegast að þingmenn flokksins komi þaðan. Hvorki Frjálslyndi flokkurinn né Lýðræðishreyfingin myndu ná manni á þing. 2,6 prósent styðja Frjálslynda flokkinn nú, en 1,2 prósent segjast myndu kjósa Lýðræðishreyfinguna. Könnunin var gerð 20.-22. apríl og hringt var í 3.600 manns. -ss/ sjá síður 4 og 6 Kosningar 2009 Tengdar fréttir Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. 24. apríl 2009 06:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Útlit er fyrir öruggan sigur vinstri flokkanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það stefnir í að Sjálfstæðisflokkurinn fái verstu útkomu frá stofnun, en 21,9 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Samkvæmt því fengi flokkurinn fimmtán þingmenn, tíu færri en hann hefur nú. Mikill kynjamunur er á stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn, 25,8 prósent meðal karla en 16,6 prósent meðal kvenna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist oft með hærra fylgi í könnunum, miðað við úrslit kosninga, en þar sem óvenjustór hluti fyrrverandi sjálfstæðismanna segist í könnunum ekki ætla að kjósa, eða skila auðu, gæti orðið breyting þar á. Samfylkingin yrði samkvæmt þessari könnun stærsti flokkurinn á Alþingi með 21 þingmann en 31,8 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Bætir flokkurinn við sig þremur mönnum frá síðustu kosningum þegar hann fékk átján þingmenn kjörna. Vinstri græn bæta mestu við sig frá síðustu kosningum. 24,1 prósent styður flokkinn nú og myndi hann samkvæmt því fá 16 þingmenn og bæta við sig sjö frá núverandi þingmönnum. Vinstri græn hafa mun meiri stuðning meðal kvenna en karla. Flokkurinn hefur 20,2 prósent meðal karla, en 29,3 prósent meðal kvenna. Framsóknarflokkurinn myndi halda sínum sjö þingmönnum, en 11,3 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins úr Reykjavík norður nær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, kjöri. Borgarahreyfingin fengi fjóra menn kjörna, samkvæmt könnuninni en fylgi hreyfingarinnar er nú 7,1 prósent. Flokkurinn hefur mest fylgi á höfuðborgarsvæðinu og því líklegast að þingmenn flokksins komi þaðan. Hvorki Frjálslyndi flokkurinn né Lýðræðishreyfingin myndu ná manni á þing. 2,6 prósent styðja Frjálslynda flokkinn nú, en 1,2 prósent segjast myndu kjósa Lýðræðishreyfinguna. Könnunin var gerð 20.-22. apríl og hringt var í 3.600 manns. -ss/ sjá síður 4 og 6
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. 24. apríl 2009 06:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. 24. apríl 2009 06:00