Djúp þörf fyrir kaflaskil Jón Kaldal skrifar 13. júní 2009 06:00 Miklu skiptir fyrir íslenskt samfélag að kaflaskil fáist í þrjú stór mál, sem allra fyrst. Það þarf að koma Icesave-samningum frá, sækja um aðild að Evrópusambandinu og ljúka rannsóknum á aðdraganda og eftirköstum bankahrunsins. Því fyrr sem niðurstaða fæst í þessi mál, því fyrr kemst á jafnvægi í samfélaginu. Engu þessara mála er mögulegt að ljúka í fullri sátt. Það er einfaldlega útilokað. En á meðan þau eru óútkljáð munu þau þvælast endalaust fyrir og soga til sín allan kraft með þeim afleiðingum að annað kemst ekki á dagskrá. Fyrsta málið á þessum lista má væntanlega setja til hliðar strax í næstu viku. Flest bendir til þess að kafla verði lokað í langri hörmungarsögu Icesave-reikninga Landsbankans þegar kosið verður á Alþingi um samning fjármálaráðherra við Hollendinga og Breta. Ekki er ástæða til annars en að reikna með samþykki samningsins. Ef ekki, er ríkisstjórnin fallin á prófinu og Samfylking og Vinstri-græn hafa sýnt að þau eiga ekkert erindi að stjórn landsins. Það hefur legið fyrir svo mánuðum skiptir að Íslendingar áttu ekki annars úrkosti en að taka ábyrgð á þessum ógæfureikningum Landsbankans. Allt tala um annað er rangt. Við höfum fengið innsýn í hvað mun gerast ef ákveðið yrði að hlaupast frá þessu máli. Í 40 daga eftir setningu neyðarlaganna síðastliðið haust lyfti ekki ein einasta þjóð litla fingri Íslandi til hjálpar. Það aðgerðaleysi má alfarið rekja til hugmynda þáverandi ráðamanna um að við gætum látið Icesave-reikningana falla á útlendinga. Enginn, ekki nokkur einasti, hljómgrunnur fékkst fyrir þeirri skoðun. Hvorki nær né fjær. Jafnvel Norðmenn högguðustu ekki. Skilaboð frá Ósló voru skýr: Lýsið yfir vilja til að standa við skuldbindingar ykkar um Icesave og gangið frá samningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þá munum við gera okkar. Því hefur verið haldið fram að Icesave-samningur fjármálaráðherra sé aðgöngumiði að Evrópusambandinu. Þeir sem þetta segja eiga að vita betur. Þeir eiga að vita að samningurinn er miklu frekar trygging fyrir því að Íslandi verði ekki hent út af Evrópska efnahagssvæðinu eða jafnvel út úr Norðurlandaráði, eins og einn góður maður hefur bent á. Það verður léttir fyrir þjóðina þegar botn fæst í þennan hluta Icesave-sögunnar. Endalokin geta vissulega breyst en þau munu ekki koma í ljós fyrr en eftir allmörg ár. Málið er að minnsta kosti frá í bili. Og þá er komið að því næsta sem Alþingi þarf að klára af krafti. Að senda inn umsókn til Brussel. Þar með væri frá sú skelfing staglsama umræða hvort eigi að sækja um aðild eða ekki. Á endanum mun þjóðin ákveða sjálf hvort henni líst á aðildarsamninginn eða ekki. Um það munu örugglega skapast frjórri umræður en nú standa yfir. Síðast en ekki síst er það áreiðanlega einhver besta fjárfesting sem hægt er að ráðast í, þjóðarsálinni til heilla, að snarauka fé til að ljúka sem allra fyrst rannsóknum á bankahruninu og mögulega tengdum efnahagsbrotum. Það verður ekki hægt að halda áfram veginn fyrr en sá farartálmi er að baki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun
Miklu skiptir fyrir íslenskt samfélag að kaflaskil fáist í þrjú stór mál, sem allra fyrst. Það þarf að koma Icesave-samningum frá, sækja um aðild að Evrópusambandinu og ljúka rannsóknum á aðdraganda og eftirköstum bankahrunsins. Því fyrr sem niðurstaða fæst í þessi mál, því fyrr kemst á jafnvægi í samfélaginu. Engu þessara mála er mögulegt að ljúka í fullri sátt. Það er einfaldlega útilokað. En á meðan þau eru óútkljáð munu þau þvælast endalaust fyrir og soga til sín allan kraft með þeim afleiðingum að annað kemst ekki á dagskrá. Fyrsta málið á þessum lista má væntanlega setja til hliðar strax í næstu viku. Flest bendir til þess að kafla verði lokað í langri hörmungarsögu Icesave-reikninga Landsbankans þegar kosið verður á Alþingi um samning fjármálaráðherra við Hollendinga og Breta. Ekki er ástæða til annars en að reikna með samþykki samningsins. Ef ekki, er ríkisstjórnin fallin á prófinu og Samfylking og Vinstri-græn hafa sýnt að þau eiga ekkert erindi að stjórn landsins. Það hefur legið fyrir svo mánuðum skiptir að Íslendingar áttu ekki annars úrkosti en að taka ábyrgð á þessum ógæfureikningum Landsbankans. Allt tala um annað er rangt. Við höfum fengið innsýn í hvað mun gerast ef ákveðið yrði að hlaupast frá þessu máli. Í 40 daga eftir setningu neyðarlaganna síðastliðið haust lyfti ekki ein einasta þjóð litla fingri Íslandi til hjálpar. Það aðgerðaleysi má alfarið rekja til hugmynda þáverandi ráðamanna um að við gætum látið Icesave-reikningana falla á útlendinga. Enginn, ekki nokkur einasti, hljómgrunnur fékkst fyrir þeirri skoðun. Hvorki nær né fjær. Jafnvel Norðmenn högguðustu ekki. Skilaboð frá Ósló voru skýr: Lýsið yfir vilja til að standa við skuldbindingar ykkar um Icesave og gangið frá samningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þá munum við gera okkar. Því hefur verið haldið fram að Icesave-samningur fjármálaráðherra sé aðgöngumiði að Evrópusambandinu. Þeir sem þetta segja eiga að vita betur. Þeir eiga að vita að samningurinn er miklu frekar trygging fyrir því að Íslandi verði ekki hent út af Evrópska efnahagssvæðinu eða jafnvel út úr Norðurlandaráði, eins og einn góður maður hefur bent á. Það verður léttir fyrir þjóðina þegar botn fæst í þennan hluta Icesave-sögunnar. Endalokin geta vissulega breyst en þau munu ekki koma í ljós fyrr en eftir allmörg ár. Málið er að minnsta kosti frá í bili. Og þá er komið að því næsta sem Alþingi þarf að klára af krafti. Að senda inn umsókn til Brussel. Þar með væri frá sú skelfing staglsama umræða hvort eigi að sækja um aðild eða ekki. Á endanum mun þjóðin ákveða sjálf hvort henni líst á aðildarsamninginn eða ekki. Um það munu örugglega skapast frjórri umræður en nú standa yfir. Síðast en ekki síst er það áreiðanlega einhver besta fjárfesting sem hægt er að ráðast í, þjóðarsálinni til heilla, að snarauka fé til að ljúka sem allra fyrst rannsóknum á bankahruninu og mögulega tengdum efnahagsbrotum. Það verður ekki hægt að halda áfram veginn fyrr en sá farartálmi er að baki.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun