Ragnar Snær til Grikklands - HK búið að missa heilt byrjunarlið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2009 12:45 Ragnar á góðri stundu með HK. HK heldur áfram að missa leikmenn úr handboltanum og nú síðast var það skyttan Ragnar Snær Njálsson sem ákvað að yfirgefa herbúðir félagsins. Hann hefur ákveðið að fara á vit ævintýranna til Grikklands. Ragnar mun semja við gríska liðið Thermaikos til eins árs. Um er að ræða eitt af sterkari liðum Grikklands. „Það hafa verið þreifingar hjá mér síðustu vikur með liðum í Noregi, Spáni og víðar. Ég ákvað svo á endanum að skella mér til Grikklands enda það dæmi afar spennandi," sagði Ragnar Snær sem hafnaði meðal annars norska liðinu Drammen. „Ég fer þarna á fullan atvinnumannasamning og get lifað af handboltanum. Það skemmir ekki fyrir að þetta lið er í fallegum strandbæ þar sem veðrið er alltaf gott. Svo eru þessi bestu lið í Grikklandi víst sterk. Ég lít á þetta sem gott tækifæri og skemmtilegt ævintýri. Ég meina, hver er ekki kominn með nóg af Icesave og krepputali" sagði Ragnar kátur en hann fer utan í byrjun næsta mánaðar. Það er ljóst að HK mætir mikið breytt til leiks á næstu leiktíð. Fyrir utan Ragnar þá hverfa einnig á braut þeir Sverre Jakobsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Einar Ingi Hrafnsson, Björn Ingi Friðþjófsson, Sigurgeir Árni Ægisson og Gunnar Steinn Jónsson. Ásbjörn Stefánsson, Már Þórarinsson, Hákon Bridde og Magnús Magnússon eru þess utan hættir. HK hefur þó fengið liðsstyrk á móti og þar ber hæst að Ólafur Víðír Ólafsson snýr aftur í HK frá Stjörnunni. Sverrir Hermannsson kemur úr Víkingi. Svo hefur Vilhelm Gauti Bergsveinsson rifið fram skóna að nýju en hann verður spilandi aðstoðarþjálfari. Lárus Helgi Ólafsson markvörður kemur frá ÍR og línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson kemur frá Akureyri. Einnig koma tveir ungir leikmenn til liðsins frá Selfossi en þeir heita Halldór Stefán Haraldsson og Bjarki Már Elísson. Olís-deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
HK heldur áfram að missa leikmenn úr handboltanum og nú síðast var það skyttan Ragnar Snær Njálsson sem ákvað að yfirgefa herbúðir félagsins. Hann hefur ákveðið að fara á vit ævintýranna til Grikklands. Ragnar mun semja við gríska liðið Thermaikos til eins árs. Um er að ræða eitt af sterkari liðum Grikklands. „Það hafa verið þreifingar hjá mér síðustu vikur með liðum í Noregi, Spáni og víðar. Ég ákvað svo á endanum að skella mér til Grikklands enda það dæmi afar spennandi," sagði Ragnar Snær sem hafnaði meðal annars norska liðinu Drammen. „Ég fer þarna á fullan atvinnumannasamning og get lifað af handboltanum. Það skemmir ekki fyrir að þetta lið er í fallegum strandbæ þar sem veðrið er alltaf gott. Svo eru þessi bestu lið í Grikklandi víst sterk. Ég lít á þetta sem gott tækifæri og skemmtilegt ævintýri. Ég meina, hver er ekki kominn með nóg af Icesave og krepputali" sagði Ragnar kátur en hann fer utan í byrjun næsta mánaðar. Það er ljóst að HK mætir mikið breytt til leiks á næstu leiktíð. Fyrir utan Ragnar þá hverfa einnig á braut þeir Sverre Jakobsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Einar Ingi Hrafnsson, Björn Ingi Friðþjófsson, Sigurgeir Árni Ægisson og Gunnar Steinn Jónsson. Ásbjörn Stefánsson, Már Þórarinsson, Hákon Bridde og Magnús Magnússon eru þess utan hættir. HK hefur þó fengið liðsstyrk á móti og þar ber hæst að Ólafur Víðír Ólafsson snýr aftur í HK frá Stjörnunni. Sverrir Hermannsson kemur úr Víkingi. Svo hefur Vilhelm Gauti Bergsveinsson rifið fram skóna að nýju en hann verður spilandi aðstoðarþjálfari. Lárus Helgi Ólafsson markvörður kemur frá ÍR og línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson kemur frá Akureyri. Einnig koma tveir ungir leikmenn til liðsins frá Selfossi en þeir heita Halldór Stefán Haraldsson og Bjarki Már Elísson.
Olís-deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira