Búast við sögulegum kosningum 25. apríl 2009 08:00 Landsmenn ganga að kjörborðinu í dag. Stjórnmálafræðingar segja að spennandi verði að sjá hvort stjórnin nái meirihluta.. Gunnar Helgi Kristinsson segir spennuþættina vera nokkra í kosningunum. Spurning sé hve fylgistapið verði mikið hjá Sjálfstæðisflokknum. „Hann hefur verið að rúlla í kringum 23 prósent í könnunum sem þýðir að þá er rúmlega þriðjungur af fylgi hans farinn. Annars vita menn ekki hvort mælingar á flokknum eru réttar. Ákveðinni aðferðafræði er beitt við kannanir sem hefur yfirleitt skilað könnunum sem eru tiltölulega nálægt úrslitum. En það er spurning hvort þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað hafi áhrif á þetta." Gunnar segir að þótt stjórnin virðist hafa meirihluta sé það ekki öruggt. „Annar spennuþáttur er hvort stjórnin nær meirihluta, því menn gera ráð fyrir að hún sitji áfram. Það er ekki oft sem Íslendingar eiga þess kost að kjósa stjórn. Hún hefur verið að flökta frá um 52 og yfir 60 prósent og það er spurning hvort hún heldur því. Það bendir allt til þess, en maður veit það ekki fyrr en á reynir." Borgarahreyfingin er nýtt framboð og Gunnar Helgi segir ferska vinda fylgja henni, hún hafi ekki stefnu í öllum málum, leggi áherslu á frelsi frambjóðenda og andúð við flokksræði. Yfirgnæfandi líkur séu á að hún nái inn manni. Gunnar segir að Frjálslyndir virðist týndir og tröllum gefnir og komist ekki inn á þing. „Hvað Framsókn varðar þá hafa þeir dólað í þetta 11 til 12 prósentum og það er líklegt að hún muni ná því. Flokkurinn hefur hins vegar stundum verið vanmetinn í könnunum." Einar Mar Þórðarson segir útlit fyrir að fylgi Sjálfstæðisflokks verði í sögulegu lágmarki. Hann gæti lyft sér eitthvað frá könnunum, en ólíklegt sé að það verði verulegt. Spurning sé hvort einhverjir sem sagst hafa ætlað að skila auðu skili sér í heimahagann. „Reynslan sýnir þó að kannanir sem birtast nokkra daga fyrir kosningar fara mjög nærri útkomunni." Einar segir merkilegt í stjórnmálasögulegu tilliti að menn gangi nánast bundnir til kosninga. „Ef úrslit verða í takt við kannanir undanfarna daga og vikur þá koma vinstri flokkarnir til með að hafa hreinan meirihluta í fyrsta skipti síðan fjórflokkurinn varð til." Einar telur að Framsóknarflokkurinn verði á svipuðu róli og kannanir sýna og Frjálslyndir komi ekki manni að. [email protected] Kosningar 2009 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Sjá meira
Gunnar Helgi Kristinsson segir spennuþættina vera nokkra í kosningunum. Spurning sé hve fylgistapið verði mikið hjá Sjálfstæðisflokknum. „Hann hefur verið að rúlla í kringum 23 prósent í könnunum sem þýðir að þá er rúmlega þriðjungur af fylgi hans farinn. Annars vita menn ekki hvort mælingar á flokknum eru réttar. Ákveðinni aðferðafræði er beitt við kannanir sem hefur yfirleitt skilað könnunum sem eru tiltölulega nálægt úrslitum. En það er spurning hvort þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað hafi áhrif á þetta." Gunnar segir að þótt stjórnin virðist hafa meirihluta sé það ekki öruggt. „Annar spennuþáttur er hvort stjórnin nær meirihluta, því menn gera ráð fyrir að hún sitji áfram. Það er ekki oft sem Íslendingar eiga þess kost að kjósa stjórn. Hún hefur verið að flökta frá um 52 og yfir 60 prósent og það er spurning hvort hún heldur því. Það bendir allt til þess, en maður veit það ekki fyrr en á reynir." Borgarahreyfingin er nýtt framboð og Gunnar Helgi segir ferska vinda fylgja henni, hún hafi ekki stefnu í öllum málum, leggi áherslu á frelsi frambjóðenda og andúð við flokksræði. Yfirgnæfandi líkur séu á að hún nái inn manni. Gunnar segir að Frjálslyndir virðist týndir og tröllum gefnir og komist ekki inn á þing. „Hvað Framsókn varðar þá hafa þeir dólað í þetta 11 til 12 prósentum og það er líklegt að hún muni ná því. Flokkurinn hefur hins vegar stundum verið vanmetinn í könnunum." Einar Mar Þórðarson segir útlit fyrir að fylgi Sjálfstæðisflokks verði í sögulegu lágmarki. Hann gæti lyft sér eitthvað frá könnunum, en ólíklegt sé að það verði verulegt. Spurning sé hvort einhverjir sem sagst hafa ætlað að skila auðu skili sér í heimahagann. „Reynslan sýnir þó að kannanir sem birtast nokkra daga fyrir kosningar fara mjög nærri útkomunni." Einar segir merkilegt í stjórnmálasögulegu tilliti að menn gangi nánast bundnir til kosninga. „Ef úrslit verða í takt við kannanir undanfarna daga og vikur þá koma vinstri flokkarnir til með að hafa hreinan meirihluta í fyrsta skipti síðan fjórflokkurinn varð til." Einar telur að Framsóknarflokkurinn verði á svipuðu róli og kannanir sýna og Frjálslyndir komi ekki manni að. [email protected]
Kosningar 2009 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Sjá meira