Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. apríl 2009 22:42 Gunnar Helgi segir margt líta út fyrir að forystumenn stjórnarflokkanna séu eitthvað farnir að ræða lendingu í Evrópumálum. Mynd/ GVA. Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið. Björgvin G. Sigurðsson sagði á opnum borgarafundi í kvöld að hann útilokaði samstarf með Vinstri grænum eftir kosningar nema að Evrópumálin væru til lykta leidd. Árni Páll Árnason, flokksbróðir Björgvins, sagði á Stöð 2 að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Katrín Jakobsdóttir sagði hins vegar að enginn gæti sett fram ófrávíkjanlega kröfu í stjórnarmyndunarviðræðum. Gunnar Helgi segir þó augljóst að forystumenn stjórnarflokkanna forðist að deila harkalega um þetta mál. „Þetta lítur svolítið út eins og þau hafi talað eitthvað um þetta og hafi einhverja hugmynd um hvernig þau ætli að taka á þessu," segir Gunnar Helgi. Hann bendir á að forsætisráðherra sé mjög aflöppuð gagnvart þessu máli og útiloki engar leiðir. Þá séu VG ekki búnir að útiloka á tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu og þarna sé töluvert svigrúm fyrir samninga. Gunnar Helgi segir þó að það sé mjög óvarlegt í þessari stöðu að storka samstarfsaðila með einhverjum ummælum. Hann bendir á að Evrópumálin séu flókin, sama um hvaða flokka ræði. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Útilokar núverandi stjórnarsamstarf án niðurstöðu um ESB Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB frá sér við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld. 20. apríl 2009 21:29 Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni. 20. apríl 2009 19:40 Púlsinn tekinn á Evrópumálum að loknum kvöldfréttum Fréttastofan mun taka púlsinn á stefnu stjórnmálaflokkanna í Evrópumálum og krefja þá um rök þeirra fyrir þeirra stefnu í ítarlegu spjalli Heimis Más Péturssonar og Sólveigar Bergmann við frambjóðendur allra flokka strax að loknum kvöldfréttum á Stöð 2. 20. apríl 2009 17:44 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið. Björgvin G. Sigurðsson sagði á opnum borgarafundi í kvöld að hann útilokaði samstarf með Vinstri grænum eftir kosningar nema að Evrópumálin væru til lykta leidd. Árni Páll Árnason, flokksbróðir Björgvins, sagði á Stöð 2 að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Katrín Jakobsdóttir sagði hins vegar að enginn gæti sett fram ófrávíkjanlega kröfu í stjórnarmyndunarviðræðum. Gunnar Helgi segir þó augljóst að forystumenn stjórnarflokkanna forðist að deila harkalega um þetta mál. „Þetta lítur svolítið út eins og þau hafi talað eitthvað um þetta og hafi einhverja hugmynd um hvernig þau ætli að taka á þessu," segir Gunnar Helgi. Hann bendir á að forsætisráðherra sé mjög aflöppuð gagnvart þessu máli og útiloki engar leiðir. Þá séu VG ekki búnir að útiloka á tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu og þarna sé töluvert svigrúm fyrir samninga. Gunnar Helgi segir þó að það sé mjög óvarlegt í þessari stöðu að storka samstarfsaðila með einhverjum ummælum. Hann bendir á að Evrópumálin séu flókin, sama um hvaða flokka ræði.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Útilokar núverandi stjórnarsamstarf án niðurstöðu um ESB Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB frá sér við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld. 20. apríl 2009 21:29 Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni. 20. apríl 2009 19:40 Púlsinn tekinn á Evrópumálum að loknum kvöldfréttum Fréttastofan mun taka púlsinn á stefnu stjórnmálaflokkanna í Evrópumálum og krefja þá um rök þeirra fyrir þeirra stefnu í ítarlegu spjalli Heimis Más Péturssonar og Sólveigar Bergmann við frambjóðendur allra flokka strax að loknum kvöldfréttum á Stöð 2. 20. apríl 2009 17:44 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Útilokar núverandi stjórnarsamstarf án niðurstöðu um ESB Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB frá sér við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld. 20. apríl 2009 21:29
Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni. 20. apríl 2009 19:40
Púlsinn tekinn á Evrópumálum að loknum kvöldfréttum Fréttastofan mun taka púlsinn á stefnu stjórnmálaflokkanna í Evrópumálum og krefja þá um rök þeirra fyrir þeirra stefnu í ítarlegu spjalli Heimis Más Péturssonar og Sólveigar Bergmann við frambjóðendur allra flokka strax að loknum kvöldfréttum á Stöð 2. 20. apríl 2009 17:44