Sáningamaðurinn Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 7. september 2009 06:00 Nú fer brátt í hönd tími fræsöfnunar hjá okkur sem höfum áhuga á svoleiðis föndri. Síðustu daga hefur maður haft augun hjá sér og skimað hvernig ástand er á plöntum sem eru teknar að sölna, hvort ekki sé kominn tími á að leggjast í gripdeildir. Þannig er eldliljutíminn við það að hefjast hjá mér. Kortlagning á tilteknum görðum í nágrenni við heimilið hefur leitt í ljós að það er stutt í að safna megi hnýðum af þessum stólpagrip. Takmarkið hefur verið frá í fyrrahaust að koma í gang myndarlegu beði á saltri strönd í góðu skjóli gagnvart suðvestanáttinni undir vegg sem hitnar vel í sól. Ég stefni á nokkurra hundraða blóma beð og þeir sem þekkja eldliljuna vita að það er fimm ára plan en takist vel til með beðið dugar góð sáning í áratugi. Á hverju ári eftir að eldliljan er tekin að blómstra bætir hún við sig blómi. Svo þekki ég til garða, jafnvel í öðrum hverfum, þar sem stóð af státnum eldliljum fellur til jarðar hvert haust án þess að hnýði þeirra finni sér nýja og frjóa jörð að hvíla í kaldan vetur. Umtalað beð er vitaskuld í annarra manna garði. Rétt eins og ákafir fræsafnarar láta girðingu eða vegg sig litlu skipta í söfnun hika þeir ekki við að sá þar sem þörf er á. Svo framarlega að þeir láti ekki stjórnast af hefndarþorsta fyrir fornar misgjörðir og sái stórum skammti af njóla í garð nágrannans. Eftir söfnun er þurrkun og hugsanlega kuldameðferð. Lauma þarf fræpokanum svo lítið ber á í tómri þurri mjólkurfernu inn í ískápinn í þeirri von að óþolinmóð hönd grípi hana ekki fram og hristi - nú eða henda: mjólk komin langt fram yfir söludag! Svo er að greina hvar má koma fræjunum niður, nú eða fara í skipti. Síðan er þrautin þyngst að fá safn haustsins til að spíra og það er ekkert auðhlaupaverk. En þá er líka að koma vor og hugurinn bjartur: forvitnilegt verður að sjá hvort aðalbláberjalyngið kemur upp við hliðina á hundasúrunum sem ég er búinn að pota niður í eitt beðið og ég er viss um að meiki veturinn. Það er von og trú. Nýju eldliljuhnýðin mín munu blómgast 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Nú fer brátt í hönd tími fræsöfnunar hjá okkur sem höfum áhuga á svoleiðis föndri. Síðustu daga hefur maður haft augun hjá sér og skimað hvernig ástand er á plöntum sem eru teknar að sölna, hvort ekki sé kominn tími á að leggjast í gripdeildir. Þannig er eldliljutíminn við það að hefjast hjá mér. Kortlagning á tilteknum görðum í nágrenni við heimilið hefur leitt í ljós að það er stutt í að safna megi hnýðum af þessum stólpagrip. Takmarkið hefur verið frá í fyrrahaust að koma í gang myndarlegu beði á saltri strönd í góðu skjóli gagnvart suðvestanáttinni undir vegg sem hitnar vel í sól. Ég stefni á nokkurra hundraða blóma beð og þeir sem þekkja eldliljuna vita að það er fimm ára plan en takist vel til með beðið dugar góð sáning í áratugi. Á hverju ári eftir að eldliljan er tekin að blómstra bætir hún við sig blómi. Svo þekki ég til garða, jafnvel í öðrum hverfum, þar sem stóð af státnum eldliljum fellur til jarðar hvert haust án þess að hnýði þeirra finni sér nýja og frjóa jörð að hvíla í kaldan vetur. Umtalað beð er vitaskuld í annarra manna garði. Rétt eins og ákafir fræsafnarar láta girðingu eða vegg sig litlu skipta í söfnun hika þeir ekki við að sá þar sem þörf er á. Svo framarlega að þeir láti ekki stjórnast af hefndarþorsta fyrir fornar misgjörðir og sái stórum skammti af njóla í garð nágrannans. Eftir söfnun er þurrkun og hugsanlega kuldameðferð. Lauma þarf fræpokanum svo lítið ber á í tómri þurri mjólkurfernu inn í ískápinn í þeirri von að óþolinmóð hönd grípi hana ekki fram og hristi - nú eða henda: mjólk komin langt fram yfir söludag! Svo er að greina hvar má koma fræjunum niður, nú eða fara í skipti. Síðan er þrautin þyngst að fá safn haustsins til að spíra og það er ekkert auðhlaupaverk. En þá er líka að koma vor og hugurinn bjartur: forvitnilegt verður að sjá hvort aðalbláberjalyngið kemur upp við hliðina á hundasúrunum sem ég er búinn að pota niður í eitt beðið og ég er viss um að meiki veturinn. Það er von og trú. Nýju eldliljuhnýðin mín munu blómgast 2012.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun