Stuðningsmenn Guðlaugs styðja Kristján Þór 25. mars 2009 18:30 Nánir samstarfsmenn þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafa fylkt sér að baki Kristjáns Þórs Júlíussonar í formannsslag Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn kjósa sér nýjan formann á landsfundi flokksins um helgina. Fjórir hafa gefið kost á sér til formanns en talið er víst að þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson berjist um embættið. Um nítján hundruð manns eiga sæti á landsfundinum. Fulltrúar skiptast nokkuð jafnt á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Bjarni lýsti því yfir í byrjun febrúar að hann gæfi kost á sér til formanns. Heimildarmenn fréttastofu sem sæti eiga á landsfundinum telja Bjarna sigurstranglegri en Kristján Þór og segja hann hafa töluverðan stuðning innan þingflokksins. Ekki eru þó allir á því að honum hafi tekist að sanna sig sem leiðtoga flokksins á síðustu tveimur mánuðum auk þess sem landbyggðarfulltrúarnir hafa sumir áhyggjur af því að bæði formaður og varaformaður verði úr sama kjördæminu, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sú eina sem lýst hefur yfir framboði til varaformanns. Kristján Þór tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að taka slaginn við Bjarna. Svo virðist sem flokksmenn séu almennt ánægðir með að fá að kjósa milli formannsefna. Kristján þykir hafa nokkuð breiðan stuðning í sínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur einnig hópur náinna samstarfsmanna Guðlaugs Þórs fylkt sér að baki Kristjáni en þessi sami hópur stafaði fyrir Guðlaug í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eins og kunnugt er tókst Guðlaugur á við Illuga Gunnarsson í prófkjörinu en Illugi og Bjarni hafa verið nánir samstarfsmenn. Sá stuðningur gæti skilað Kristjáni nokkru fylgi á landsfundinum. Kosningar 2009 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Nánir samstarfsmenn þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafa fylkt sér að baki Kristjáns Þórs Júlíussonar í formannsslag Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn kjósa sér nýjan formann á landsfundi flokksins um helgina. Fjórir hafa gefið kost á sér til formanns en talið er víst að þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson berjist um embættið. Um nítján hundruð manns eiga sæti á landsfundinum. Fulltrúar skiptast nokkuð jafnt á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Bjarni lýsti því yfir í byrjun febrúar að hann gæfi kost á sér til formanns. Heimildarmenn fréttastofu sem sæti eiga á landsfundinum telja Bjarna sigurstranglegri en Kristján Þór og segja hann hafa töluverðan stuðning innan þingflokksins. Ekki eru þó allir á því að honum hafi tekist að sanna sig sem leiðtoga flokksins á síðustu tveimur mánuðum auk þess sem landbyggðarfulltrúarnir hafa sumir áhyggjur af því að bæði formaður og varaformaður verði úr sama kjördæminu, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sú eina sem lýst hefur yfir framboði til varaformanns. Kristján Þór tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að taka slaginn við Bjarna. Svo virðist sem flokksmenn séu almennt ánægðir með að fá að kjósa milli formannsefna. Kristján þykir hafa nokkuð breiðan stuðning í sínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur einnig hópur náinna samstarfsmanna Guðlaugs Þórs fylkt sér að baki Kristjáni en þessi sami hópur stafaði fyrir Guðlaug í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eins og kunnugt er tókst Guðlaugur á við Illuga Gunnarsson í prófkjörinu en Illugi og Bjarni hafa verið nánir samstarfsmenn. Sá stuðningur gæti skilað Kristjáni nokkru fylgi á landsfundinum.
Kosningar 2009 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira