Skýrsla um verðmat á bönkunum komin í ráðuneytið 24. apríl 2009 20:47 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir að skýrsla Oliver Wyman um verðmat á bönkunum hafi komið í fjármálaráðuneytið í morgun. Hvorki hann né Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafa séð skýrsluna. Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur vísað í minnisblað sem hann hefur séð um skýrsluna. Þar komi fram að bankarnir þurfi að afskrifa gríðarlega mikið af kröfum á íslenskt atvinnulíf sem muni fela í sér algjört hrun íslenska efnahagskerfisins. Fjármálaeftirlitið segir að staðhæfingar Sigmundar standist ekki. Tekist var á um málið í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld. Jóhanna sagði að ríkisstjórnin hafi ekkert að fela. „Ég skora á Sigmund Davíð að koma fram með gögn sem sanna hans málflutning því þetta er fullkomlega óábyrgt," sagði Jóhanna. Sigmundur sagðist ekki ætla að gefa upp hvar hann fékk upplýsingarnar um skýrsluna.Með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrsluna Steingrímur sagði búið hafi verið að ákveða í fjármálaráðuneytinu hvernig farið yrði með umrædd gögn sem hann sagði að væru viðkvæm. „Þau eru rétt að verða til núna. Fyrsta eintakið kom held ég í morgun í fjármálaráðuneytið. Ég hef ekki séð það," sagði Steingrímur. „Það var búið að ákveða að þessi gögn yrði meðhöndluð þannig í trúnaði að þau yrðu inni í einu herbergi og menn fengju að koma þangað að skoða þau," sagði fjármálaráðherra. Sigmundur sagði með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð umrædda skýrslu. Þá sagði hann óboðlegt að bíða fram yfir kosningar með koma fram með þessar upplýsingar. Sigmundur sagði nauðsynlegt vita hver staðan væri til að fást við vandann. Upplýsingarnar hafa legið fyrir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrti að upplýsingar um heildarmynd um endurreisn bankakerfisins hafi legið fyrir í mánuði. „Það var lofað að um miðjan apríl yrði gert grein fyrir eignamati gömlu bankanna og þeirra eigna sem átti að flytja yfir." Steingrímur sagði að það væri gríðarlegur ábyrgðarhlutur að kynda upp umræðu eins og þessa. Umræðu sem hafi haft áhrif í bönkunum í morgun. Ragnar þór Ingólfsson, fulltrúi Borgarahreyfingarinnar í þættinum, gangrýndi umræðu stjórmálaleiðtoganna. „Þetta segir allt sem segja þarf um okkar málflutning," sagði Ragnar. Hægt er að horfa á umræðuþáttinn frá því í kvöld hér. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16 Bjarni og Guðjón Arnar bjartsýnir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er bjartsýnn á gott gengi flokksins í kosningunum á morgun þrátt fyrir að skoðanakannanir gefi til kynna að flokkurinn fái skell. Það á einnig við um Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins. 24. apríl 2009 19:37 Sigmundur Davíð: Stjórnin heldur upplýsingum leyndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. 24. apríl 2009 18:31 Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. 24. apríl 2009 06:00 Ástþór ætlar að setja útrásarvíkinga í gæsluvarðhald Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar, vill setja hryðjuverkalög á útrásarvíkinga og jafnframt að þeir verði settir í gæsluvarðhald. Þetta kom fram í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld. 24. apríl 2009 19:54 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir að skýrsla Oliver Wyman um verðmat á bönkunum hafi komið í fjármálaráðuneytið í morgun. Hvorki hann né Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafa séð skýrsluna. Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur vísað í minnisblað sem hann hefur séð um skýrsluna. Þar komi fram að bankarnir þurfi að afskrifa gríðarlega mikið af kröfum á íslenskt atvinnulíf sem muni fela í sér algjört hrun íslenska efnahagskerfisins. Fjármálaeftirlitið segir að staðhæfingar Sigmundar standist ekki. Tekist var á um málið í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld. Jóhanna sagði að ríkisstjórnin hafi ekkert að fela. „Ég skora á Sigmund Davíð að koma fram með gögn sem sanna hans málflutning því þetta er fullkomlega óábyrgt," sagði Jóhanna. Sigmundur sagðist ekki ætla að gefa upp hvar hann fékk upplýsingarnar um skýrsluna.Með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrsluna Steingrímur sagði búið hafi verið að ákveða í fjármálaráðuneytinu hvernig farið yrði með umrædd gögn sem hann sagði að væru viðkvæm. „Þau eru rétt að verða til núna. Fyrsta eintakið kom held ég í morgun í fjármálaráðuneytið. Ég hef ekki séð það," sagði Steingrímur. „Það var búið að ákveða að þessi gögn yrði meðhöndluð þannig í trúnaði að þau yrðu inni í einu herbergi og menn fengju að koma þangað að skoða þau," sagði fjármálaráðherra. Sigmundur sagði með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð umrædda skýrslu. Þá sagði hann óboðlegt að bíða fram yfir kosningar með koma fram með þessar upplýsingar. Sigmundur sagði nauðsynlegt vita hver staðan væri til að fást við vandann. Upplýsingarnar hafa legið fyrir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrti að upplýsingar um heildarmynd um endurreisn bankakerfisins hafi legið fyrir í mánuði. „Það var lofað að um miðjan apríl yrði gert grein fyrir eignamati gömlu bankanna og þeirra eigna sem átti að flytja yfir." Steingrímur sagði að það væri gríðarlegur ábyrgðarhlutur að kynda upp umræðu eins og þessa. Umræðu sem hafi haft áhrif í bönkunum í morgun. Ragnar þór Ingólfsson, fulltrúi Borgarahreyfingarinnar í þættinum, gangrýndi umræðu stjórmálaleiðtoganna. „Þetta segir allt sem segja þarf um okkar málflutning," sagði Ragnar. Hægt er að horfa á umræðuþáttinn frá því í kvöld hér.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16 Bjarni og Guðjón Arnar bjartsýnir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er bjartsýnn á gott gengi flokksins í kosningunum á morgun þrátt fyrir að skoðanakannanir gefi til kynna að flokkurinn fái skell. Það á einnig við um Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins. 24. apríl 2009 19:37 Sigmundur Davíð: Stjórnin heldur upplýsingum leyndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. 24. apríl 2009 18:31 Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. 24. apríl 2009 06:00 Ástþór ætlar að setja útrásarvíkinga í gæsluvarðhald Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar, vill setja hryðjuverkalög á útrásarvíkinga og jafnframt að þeir verði settir í gæsluvarðhald. Þetta kom fram í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld. 24. apríl 2009 19:54 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16
Bjarni og Guðjón Arnar bjartsýnir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er bjartsýnn á gott gengi flokksins í kosningunum á morgun þrátt fyrir að skoðanakannanir gefi til kynna að flokkurinn fái skell. Það á einnig við um Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins. 24. apríl 2009 19:37
Sigmundur Davíð: Stjórnin heldur upplýsingum leyndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. 24. apríl 2009 18:31
Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. 24. apríl 2009 06:00
Ástþór ætlar að setja útrásarvíkinga í gæsluvarðhald Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar, vill setja hryðjuverkalög á útrásarvíkinga og jafnframt að þeir verði settir í gæsluvarðhald. Þetta kom fram í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld. 24. apríl 2009 19:54