Forbes segir eignir Björgólfs engar 3. janúar 2009 19:12 Björgólfur Guðmundsson. Björgólfur Guðmundsson situr í fjórða sæti á lista Forbes viðskiptatímaritsins yfir þá sem tapað hafa mest á árinu. Eignir hans voru metnar á 1,1 milljarð badaríkjadala í mars á síðasta ári en eignir hans nú eru sagðar núll. Efstur á listanum er Anil Ambani en eignir hans voru metnar á 42 milljarða bandaríkjadala í mars. Nú er hann metinn á 12 milljarða. Í öðru sæti er rússneski stálrisinn Oleg Dripaska sem sagður er hafa lifað af stríð glæpamanna í heimalandi sínu en verði nú að játa sig sigraðann gagnvart bankakreppunni. Hann var metinn á 28 milljarða dollara í mars en er nú sagður eiga innan við 10 milljarða. Í þriðja sæti er Anurag Dikshit sem byggði upp veldi sitt í kringum PartyPoker síðurnar á netinu. Björgólfur Guðmundsson er síðan í fjórða sæti listans en hann er sagður eiga ekki neitt í dag. „Fallið í október auk eignarnáms ríkisins á næst stærsta banka landsins þurrkaði út 1,1 milljarð bandaríkjadala auð Guðmundssonar, stjórnarformanns bankans og stærsta hluthafans ásamt Thor syni sínum. Fjárfestingarfélag hans, Hansa, hefur í kjölfarið farið í greiðslustöðvun og leitar nú að kaupanda á breska knattspyrnuliðinu West Ham. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann lendir í vandræðum. Sem fyrrum framkvæmdarstjóri skipafélags var hann ákærður fyrir svik og fjárdrátt í tengslum við gjaldþrot fyrirtækisins árið 1985, og var fundinn sekur um fimm minni háttar brot og fékk í kjölfarið 12 mánað skilorðsbundinn fangelsisdóm," segir í umsögn Forbes um Björgólf. Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Björgólfur Guðmundsson situr í fjórða sæti á lista Forbes viðskiptatímaritsins yfir þá sem tapað hafa mest á árinu. Eignir hans voru metnar á 1,1 milljarð badaríkjadala í mars á síðasta ári en eignir hans nú eru sagðar núll. Efstur á listanum er Anil Ambani en eignir hans voru metnar á 42 milljarða bandaríkjadala í mars. Nú er hann metinn á 12 milljarða. Í öðru sæti er rússneski stálrisinn Oleg Dripaska sem sagður er hafa lifað af stríð glæpamanna í heimalandi sínu en verði nú að játa sig sigraðann gagnvart bankakreppunni. Hann var metinn á 28 milljarða dollara í mars en er nú sagður eiga innan við 10 milljarða. Í þriðja sæti er Anurag Dikshit sem byggði upp veldi sitt í kringum PartyPoker síðurnar á netinu. Björgólfur Guðmundsson er síðan í fjórða sæti listans en hann er sagður eiga ekki neitt í dag. „Fallið í október auk eignarnáms ríkisins á næst stærsta banka landsins þurrkaði út 1,1 milljarð bandaríkjadala auð Guðmundssonar, stjórnarformanns bankans og stærsta hluthafans ásamt Thor syni sínum. Fjárfestingarfélag hans, Hansa, hefur í kjölfarið farið í greiðslustöðvun og leitar nú að kaupanda á breska knattspyrnuliðinu West Ham. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann lendir í vandræðum. Sem fyrrum framkvæmdarstjóri skipafélags var hann ákærður fyrir svik og fjárdrátt í tengslum við gjaldþrot fyrirtækisins árið 1985, og var fundinn sekur um fimm minni háttar brot og fékk í kjölfarið 12 mánað skilorðsbundinn fangelsisdóm," segir í umsögn Forbes um Björgólf.
Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira