Skoða málsókn gegn fjármálaeftirlitinu 18. september 2009 05:30 Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, mun ásamt starfsfólki sínu funda með danska ríkisendurskoðandanum um störf Fjármálaeftirlitsins og hlutverk stjórnar og stjórnenda þess í næstu viku. Gera má ráð fyrir að Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, muni bera á góma. Danski ríkisendurskoðandinn kemur hingað til lands í næstu viku til að kynna rannsóknarnefnd Alþingis skýrslu sem verður notuð sem grunnur að málsókn gegn stjórn danska fjármálaeftirlitsins. Stjórn þess er sökuð um að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með Hróarskeldubanka sem varð gjaldþrota í fyrrasumar. Meðal hlutverka rannsóknarnefndar Alþingis er að leggja mat á hvernig staðið hefur verið að eftirliti með fjármálastarfsemi hér á landi á síðustu árum. „Við gerðum sambærilega rannsókn á fjármálaeftirlitinu íslenska og erum að fara að bera saman niðurstöður okkar og greiningar," segir Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er rannsóknarnefndin meðal annars að skoða niðurstöðuna úr álagsprófum íslenska Fjármálaeftirlitsins frá því um miðjan ágúst í fyrra, hálfum öðrum mánuði fyrir hrunið. Samkvæmt prófinu var staða íslensku viðskiptabankanna sterk og þeir gátu staðið af sér töluverð áföll. Prófið miðaðist við stöðu bankanna í lok júní. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðandans í Danmörku gekk fjármálaeftirlitið þar í landi ekki nægilega hart fram í að fylgja eftir athugasemdum sem það hafði gert við starfsemi Roskilde Bank. Sem dæmi hafi eftirlitið krafist þess að bankinn uppfyllti ákveðnar skyldur um hlutfall eigin fjár vegna lánaáhættu árið 2006. Eftirlitið hafi síðan samþykkt skoðun á bankanum þótt hann hafi ekki náð að uppfylla þær kröfur sem gerðar voru til hans. Slíkt hafi endurtekið sig árið 2007. Samkvæmt skýrslunni hefði verið hægt að spara skattgreiðendum milljarða danskra króna hefði bankanum verið lokað fyrr. Þá er einnig gagnrýnt í skýrslunni að Fjármálaeftirlitið hafi rúmlega fjörutíu sinnum gert formlegar athugasemdir við starfsemi bankann án þess að fylgja því eftir. Í 27 skipti hafi um alvarlegar athugasemdir verið að ræða og í tvö skipti mjög alvarlegar. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Danski ríkisendurskoðandinn kemur hingað til lands í næstu viku til að kynna rannsóknarnefnd Alþingis skýrslu sem verður notuð sem grunnur að málsókn gegn stjórn danska fjármálaeftirlitsins. Stjórn þess er sökuð um að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með Hróarskeldubanka sem varð gjaldþrota í fyrrasumar. Meðal hlutverka rannsóknarnefndar Alþingis er að leggja mat á hvernig staðið hefur verið að eftirliti með fjármálastarfsemi hér á landi á síðustu árum. „Við gerðum sambærilega rannsókn á fjármálaeftirlitinu íslenska og erum að fara að bera saman niðurstöður okkar og greiningar," segir Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er rannsóknarnefndin meðal annars að skoða niðurstöðuna úr álagsprófum íslenska Fjármálaeftirlitsins frá því um miðjan ágúst í fyrra, hálfum öðrum mánuði fyrir hrunið. Samkvæmt prófinu var staða íslensku viðskiptabankanna sterk og þeir gátu staðið af sér töluverð áföll. Prófið miðaðist við stöðu bankanna í lok júní. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðandans í Danmörku gekk fjármálaeftirlitið þar í landi ekki nægilega hart fram í að fylgja eftir athugasemdum sem það hafði gert við starfsemi Roskilde Bank. Sem dæmi hafi eftirlitið krafist þess að bankinn uppfyllti ákveðnar skyldur um hlutfall eigin fjár vegna lánaáhættu árið 2006. Eftirlitið hafi síðan samþykkt skoðun á bankanum þótt hann hafi ekki náð að uppfylla þær kröfur sem gerðar voru til hans. Slíkt hafi endurtekið sig árið 2007. Samkvæmt skýrslunni hefði verið hægt að spara skattgreiðendum milljarða danskra króna hefði bankanum verið lokað fyrr. Þá er einnig gagnrýnt í skýrslunni að Fjármálaeftirlitið hafi rúmlega fjörutíu sinnum gert formlegar athugasemdir við starfsemi bankann án þess að fylgja því eftir. Í 27 skipti hafi um alvarlegar athugasemdir verið að ræða og í tvö skipti mjög alvarlegar.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira