Japanski bílarisinn Toyota, stærsti bílaframleiðan heim, tapaði jafnvirði 500 milljarða króna á síðasta fjárhagsári sem er mesta tap á einu ári í sögu fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur aðeins einu sinni áður tapað fé en það var árið 1963.
Spáð er að Toyota tapi nærri 700 milljörðum á næstu 12 mánuðum. Ástæða tapsins er sögð sú að bílasala hafi dregist saman í Bandaríkjunum og Evrópu vegna kreppunnar auk þess sem jenið hafi styrkst mjög og hráefni til framleiðslunnar hækkað í verði.
Toyota tapar milljörðum
Guðjón Helgason skrifar