Stefnt að því að rjúfa þing í dag eða á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2009 12:21 Stjórnarskipunarfrumvarpið var kallað inn í nefnd á Alþingi í nótt þótt annarri umræðu um málið væri ekki lokið, til að freista þess að ná samkomulagi við Sjálfstæðisflokinn um afgreiðslu málsins. Átján mál eru á málaskrá þingsins í dag, sem forseti Alþingis vonast til að hægt verði að afgreiða sem lög áður en dagurinn er liðinn. Fundir stóðu yfir á Alþingi til klukkan rúmlega tvö í nótt þar sem rætt var um stjórnlagafrumvarpið. Sjálfstæðismenn héldu áfram ræðuhöldum þrátt fyrir að Framsóknarmenn hefðu fallið frá ákvæði um stjórnlagaþing, en Sjálfstæðismenn hafa helst gagnrýnt þann hluta frumvarpsins. Lúðvík Bergvinsson varaformaður sérnefndar um stjórnarskrármálið kallaði málið til nefndar þótt umræðu væri ekki lokið. Guðbjartur Hannesson forseti Alþingis segist reikna með að það hafi Lúðvík gert vegna þess að hann teldi einhvern möguleika á samkomulagi um afgreiðslu málsins. Þingmenn, að mestu Sjálfstæðisþingmenn, hafa rætt stjórnlagafrumvarpið í um 45 klukkustundir og að auki hafa verið gerðar um sex hundruð athugasemdir í umræðunni sem tekið hafa um 14 klukkustundir. Á dagskrá Alþingis í dag að loknum umræðum um störf þingsins, eru átján lagafrumvörp, þar af átta í þriðju umræðu en hin eru öll í annarri umræðu fyrir utan frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar sem enn er í fyrstu umræðu. Forseti Alþingis vonast til að hægt verði að afgreiða öll þessi frumvörp sem lög frá Alþingi í dag eða í kvöld, þannig að jafnvel verði hægt að rjúfa þing í dag, eða í síðasta lagi um hádegi á morgun. Það veltur þó á hvað kemur út úr nefndarstörfum varðandi stjórnlagafrumvarpið. En í gær leit út fyrir að Sjálfstæðismenn vildu einnig fella út úr stjórnlagafrumvarpinu ákvæði um þjóðareign á auðlindum og ákvæði um möguleika almennings til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Þetta kemur væntanlega í ljós um hádegisbilið, þegar forseti fundar með formönnum þingflokka og niðurstaða hefur fengist í nefndarstörfum. Kosningar 2009 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira
Stjórnarskipunarfrumvarpið var kallað inn í nefnd á Alþingi í nótt þótt annarri umræðu um málið væri ekki lokið, til að freista þess að ná samkomulagi við Sjálfstæðisflokinn um afgreiðslu málsins. Átján mál eru á málaskrá þingsins í dag, sem forseti Alþingis vonast til að hægt verði að afgreiða sem lög áður en dagurinn er liðinn. Fundir stóðu yfir á Alþingi til klukkan rúmlega tvö í nótt þar sem rætt var um stjórnlagafrumvarpið. Sjálfstæðismenn héldu áfram ræðuhöldum þrátt fyrir að Framsóknarmenn hefðu fallið frá ákvæði um stjórnlagaþing, en Sjálfstæðismenn hafa helst gagnrýnt þann hluta frumvarpsins. Lúðvík Bergvinsson varaformaður sérnefndar um stjórnarskrármálið kallaði málið til nefndar þótt umræðu væri ekki lokið. Guðbjartur Hannesson forseti Alþingis segist reikna með að það hafi Lúðvík gert vegna þess að hann teldi einhvern möguleika á samkomulagi um afgreiðslu málsins. Þingmenn, að mestu Sjálfstæðisþingmenn, hafa rætt stjórnlagafrumvarpið í um 45 klukkustundir og að auki hafa verið gerðar um sex hundruð athugasemdir í umræðunni sem tekið hafa um 14 klukkustundir. Á dagskrá Alþingis í dag að loknum umræðum um störf þingsins, eru átján lagafrumvörp, þar af átta í þriðju umræðu en hin eru öll í annarri umræðu fyrir utan frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar sem enn er í fyrstu umræðu. Forseti Alþingis vonast til að hægt verði að afgreiða öll þessi frumvörp sem lög frá Alþingi í dag eða í kvöld, þannig að jafnvel verði hægt að rjúfa þing í dag, eða í síðasta lagi um hádegi á morgun. Það veltur þó á hvað kemur út úr nefndarstörfum varðandi stjórnlagafrumvarpið. En í gær leit út fyrir að Sjálfstæðismenn vildu einnig fella út úr stjórnlagafrumvarpinu ákvæði um þjóðareign á auðlindum og ákvæði um möguleika almennings til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Þetta kemur væntanlega í ljós um hádegisbilið, þegar forseti fundar með formönnum þingflokka og niðurstaða hefur fengist í nefndarstörfum.
Kosningar 2009 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira