1994 2. maí 2009 00:01 Í aðdraganda nýafstaðinna kosninga var einn frambjóðenda spurður hvort hann vildi virkilega fara með íslenskt samfélag fimmtán ár aftur í tímann. Í spurningunni lá að í slíkri afstöðu fælist aðeins rykfallin fortíðarhyggja og heimskulegur fjandskapur í garð hvers konar framfara og framþróunar á öllum sviðum. Enda sór frambjóðandinn það dyggilega af sér að vera slíkur pólitískur steingervingur að hann teldi eftir nokkru vitrænu að slægjast svo langt aftur í forneskjunni. En þetta fékk mig til að staldra aðeins við og rifja upp liðna tíð. Ég er nefnilega orðinn svo gamall að ég man ósköp vel fimmtán ár aftur í tímann. Og hvernig sem ég rembist tekst mér engan veginn að fá upp í hugann neina mynd af því sovéska helvíti sem látið hefur verið í veðri vaka að hafi verið á Íslandi árið 1994. Ég man ekki betur en að hægt hafi verið að ferðast til útlanda, gjaldeyrisviðskipti hafi viðgengist og verðbólga hafi verið viðunandi. Að olíuverslun undanskilinni minnir mig meira að segja að viðskiptaumhverfi hafi verið þokkalega eðlilegt, alltjent voru orðin „ofurlaun“ og „græðgisvæðing“ ekki til í málinu. Menningar- og listalíf var í blóma árið 1994. Söngleikurinn Hárið gekk fyrir fullu húsi í Íslensku óperunni, Maus vann Músíktilraunir og Hallgrímur Helgason sendi frá sér Þetta er allt að koma. Húmor og bjartsýni réðu ríkjum. Á Kaffibarnum var fullt út úr dyrum öll kvöld vikunnar. Þótt sjálfur hafi ég dvalið þar langdvölum minnist ég þess ekki að vísitölur, vogunarsjóði, vaxtabætur og verðtryggingarálag hafi nokkurn tímann borið á góma í samræðum þar. Nei, þar var rætt um menningu, listir og stefnur og strauma í hugsun, viðhorfum og gildum. Gott ef hinstu rök tilverunnar voru ekki öðru hvoru tekin til umfjöllunar. Árið 1994 var hagfræði nefnilega talin óáhugavert nördafag. Þá grunaði engan að aðeins fimmtán árum síðar yrði hún alfa og ómega allrar opinberrar umræðu um mannlegt samfélag. Þegar betur er að gáð er ég ekki frá því að ef árið 1994 hefði verið í boði á kjörseðlinum um síðustu helgi hefði ég valið það. Í raun er það eina verulega slæma, sem ég minnist frá árinu 1994, framtíðin sem þá beið okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun
Í aðdraganda nýafstaðinna kosninga var einn frambjóðenda spurður hvort hann vildi virkilega fara með íslenskt samfélag fimmtán ár aftur í tímann. Í spurningunni lá að í slíkri afstöðu fælist aðeins rykfallin fortíðarhyggja og heimskulegur fjandskapur í garð hvers konar framfara og framþróunar á öllum sviðum. Enda sór frambjóðandinn það dyggilega af sér að vera slíkur pólitískur steingervingur að hann teldi eftir nokkru vitrænu að slægjast svo langt aftur í forneskjunni. En þetta fékk mig til að staldra aðeins við og rifja upp liðna tíð. Ég er nefnilega orðinn svo gamall að ég man ósköp vel fimmtán ár aftur í tímann. Og hvernig sem ég rembist tekst mér engan veginn að fá upp í hugann neina mynd af því sovéska helvíti sem látið hefur verið í veðri vaka að hafi verið á Íslandi árið 1994. Ég man ekki betur en að hægt hafi verið að ferðast til útlanda, gjaldeyrisviðskipti hafi viðgengist og verðbólga hafi verið viðunandi. Að olíuverslun undanskilinni minnir mig meira að segja að viðskiptaumhverfi hafi verið þokkalega eðlilegt, alltjent voru orðin „ofurlaun“ og „græðgisvæðing“ ekki til í málinu. Menningar- og listalíf var í blóma árið 1994. Söngleikurinn Hárið gekk fyrir fullu húsi í Íslensku óperunni, Maus vann Músíktilraunir og Hallgrímur Helgason sendi frá sér Þetta er allt að koma. Húmor og bjartsýni réðu ríkjum. Á Kaffibarnum var fullt út úr dyrum öll kvöld vikunnar. Þótt sjálfur hafi ég dvalið þar langdvölum minnist ég þess ekki að vísitölur, vogunarsjóði, vaxtabætur og verðtryggingarálag hafi nokkurn tímann borið á góma í samræðum þar. Nei, þar var rætt um menningu, listir og stefnur og strauma í hugsun, viðhorfum og gildum. Gott ef hinstu rök tilverunnar voru ekki öðru hvoru tekin til umfjöllunar. Árið 1994 var hagfræði nefnilega talin óáhugavert nördafag. Þá grunaði engan að aðeins fimmtán árum síðar yrði hún alfa og ómega allrar opinberrar umræðu um mannlegt samfélag. Þegar betur er að gáð er ég ekki frá því að ef árið 1994 hefði verið í boði á kjörseðlinum um síðustu helgi hefði ég valið það. Í raun er það eina verulega slæma, sem ég minnist frá árinu 1994, framtíðin sem þá beið okkar.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun