Dæmisaga um skattheimtu 29. desember 2009 06:00 Í tilefni skattahækkana og róttækustu breytinga á tekjuskattskerfinu um árabil er við hæfi að rifja upp dæmisögu sem setur greiðslu og dreifingu skatta í einfalt og auðskilið samhengi. Sagan er frá öðru landi en boðskapur hennar er sígildur. Hún er ekki ný af nálinni og höfundurinn er óþekktur, sem er ágætlega í takt við aðrar sögur sem eru sagðar á þessum árstíma. Tíu menn höfðu þann sið að borða saman á veitingastað einu sinni í viku. Reikningurinn í hvert skipti var samtals 50.000 krónur. Mennirnir voru misvel stæðir og höfðu mjög mismiklar tekjur. Þeir ákváðu því að skipta reikningnum á milli sín á svipaðan hátt og skattar þeirra voru innheimtir. Fyrstu fjórir í hópnum borguðu ekkert, sá fimmti greiddi 500 krónur, sá sjötti 1.500, sá sjöundi 3.500, sá áttundi 6.000, sá níundi 9.000 krónur og sá tíundi og langríkasti borgaði 29.500 krónur. Þetta fyrirkomulag var í fullri sátt allra í hádegisklúbbnum og þeir hittust einu sinni í viku glaðir í bragði þar til veitingamaðurinn ákvað eitt sinn að vera þeim góður. „Þar sem þið eruð fastir og góðir viðskiptavinir," sagði hann, „ætla ég að lækka reikninginn um 10.000 krónur." Þar með var máltíðin fyrir þessa tíu félaga komin í 40.000 krónur. Nú skipti verðlækkun engu máli fyrir fyrstu fjóra í hópnum, þeir þurftu ekki frekar en fyrri daginn að taka upp veski sín. Hitt var aðeins flóknara, hvernig átti að skipta þessari 10.000 króna lækkun á milli hinna sex á sanngjarnan hátt. Félagarnir sáu í hendi sér að 10.000 deilt með sex er 1.666 krónur, sem þýddi að þeir númer fimm og sex fengju greitt fyrir að mæta í matinn. Veitingamaðurinn stakk upp á að leysa málið með því að lækka hlut allra um svo til sömu prósentutölu, og var það samþykkt. Greiðslan fyrir lækkaða reikninginn skiptist þá þannig að nú bættist fimmti maðurinn í hóp þeirra sem borguðu ekkert, sá sjötti greiddi 1.000, sá sjöundi 2.500, sá áttundi 4.500, sá níundi 6.000 og sá ríki númer tíu, 26.000 krónur í stað 29.500 áður. Úti á gangstétt að máltíð lokinni fóru menn svo að bera saman gróða sinn vegna lækkunar veitingamannsins á reikningnum. „Ég fékk aðeins 500 kall af þessari 10.000 króna lækkun en hann fékk 3.500 krónur," sagði maður númer sex og benti á þann númer tíu. „Já, það er rétt," sagði númer fimm, ég sparaði líka bara 500 krónur. Það er ósanngjarnt að hann fái sjö sinnum meira en ég!" Sá sjöundi tók undir með vinum sínum og hrópaði: „Þetta er alveg rétt, af hverju á hann að fá 3.500 en ég bara 1.000 krónur?" Samstundis æptu þeir fjórir fyrstu í kór: „Bíðið hægir, við fengum ekki neitt. Dæmigert að kerfið fer illa með þá fátæku, á meðan þeir ríku verða alltaf ríkari." Við það sauð upp úr og þeir fyrstu níu lömdu þann númer tíu til að fá útrás fyrir reiði sína yfir óréttlæti heimsins. Eins og gefur að skilja mætti sá tíundi því ekki í hádegisverðinn viku síðar, enda ekki lengur velkominn. Hinir níu settust hins vegar niður og borðuðu saman. Þegar kom hins vegar að því að borga reikninginn áttuðu þeir sig á því að þá vantaði 26.000 krónur. Af þessari sögu má meðal annars draga þann lærdóm að á tímum frjálsra flutninga fólks og fjármagns milli landa getur verið óskynsamlegt að hækka svo skatta að fólk telji hag sínum betur borgið annars staðar, sama hversu mikið réttlætismál menn telja það kunna að vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun
Í tilefni skattahækkana og róttækustu breytinga á tekjuskattskerfinu um árabil er við hæfi að rifja upp dæmisögu sem setur greiðslu og dreifingu skatta í einfalt og auðskilið samhengi. Sagan er frá öðru landi en boðskapur hennar er sígildur. Hún er ekki ný af nálinni og höfundurinn er óþekktur, sem er ágætlega í takt við aðrar sögur sem eru sagðar á þessum árstíma. Tíu menn höfðu þann sið að borða saman á veitingastað einu sinni í viku. Reikningurinn í hvert skipti var samtals 50.000 krónur. Mennirnir voru misvel stæðir og höfðu mjög mismiklar tekjur. Þeir ákváðu því að skipta reikningnum á milli sín á svipaðan hátt og skattar þeirra voru innheimtir. Fyrstu fjórir í hópnum borguðu ekkert, sá fimmti greiddi 500 krónur, sá sjötti 1.500, sá sjöundi 3.500, sá áttundi 6.000, sá níundi 9.000 krónur og sá tíundi og langríkasti borgaði 29.500 krónur. Þetta fyrirkomulag var í fullri sátt allra í hádegisklúbbnum og þeir hittust einu sinni í viku glaðir í bragði þar til veitingamaðurinn ákvað eitt sinn að vera þeim góður. „Þar sem þið eruð fastir og góðir viðskiptavinir," sagði hann, „ætla ég að lækka reikninginn um 10.000 krónur." Þar með var máltíðin fyrir þessa tíu félaga komin í 40.000 krónur. Nú skipti verðlækkun engu máli fyrir fyrstu fjóra í hópnum, þeir þurftu ekki frekar en fyrri daginn að taka upp veski sín. Hitt var aðeins flóknara, hvernig átti að skipta þessari 10.000 króna lækkun á milli hinna sex á sanngjarnan hátt. Félagarnir sáu í hendi sér að 10.000 deilt með sex er 1.666 krónur, sem þýddi að þeir númer fimm og sex fengju greitt fyrir að mæta í matinn. Veitingamaðurinn stakk upp á að leysa málið með því að lækka hlut allra um svo til sömu prósentutölu, og var það samþykkt. Greiðslan fyrir lækkaða reikninginn skiptist þá þannig að nú bættist fimmti maðurinn í hóp þeirra sem borguðu ekkert, sá sjötti greiddi 1.000, sá sjöundi 2.500, sá áttundi 4.500, sá níundi 6.000 og sá ríki númer tíu, 26.000 krónur í stað 29.500 áður. Úti á gangstétt að máltíð lokinni fóru menn svo að bera saman gróða sinn vegna lækkunar veitingamannsins á reikningnum. „Ég fékk aðeins 500 kall af þessari 10.000 króna lækkun en hann fékk 3.500 krónur," sagði maður númer sex og benti á þann númer tíu. „Já, það er rétt," sagði númer fimm, ég sparaði líka bara 500 krónur. Það er ósanngjarnt að hann fái sjö sinnum meira en ég!" Sá sjöundi tók undir með vinum sínum og hrópaði: „Þetta er alveg rétt, af hverju á hann að fá 3.500 en ég bara 1.000 krónur?" Samstundis æptu þeir fjórir fyrstu í kór: „Bíðið hægir, við fengum ekki neitt. Dæmigert að kerfið fer illa með þá fátæku, á meðan þeir ríku verða alltaf ríkari." Við það sauð upp úr og þeir fyrstu níu lömdu þann númer tíu til að fá útrás fyrir reiði sína yfir óréttlæti heimsins. Eins og gefur að skilja mætti sá tíundi því ekki í hádegisverðinn viku síðar, enda ekki lengur velkominn. Hinir níu settust hins vegar niður og borðuðu saman. Þegar kom hins vegar að því að borga reikninginn áttuðu þeir sig á því að þá vantaði 26.000 krónur. Af þessari sögu má meðal annars draga þann lærdóm að á tímum frjálsra flutninga fólks og fjármagns milli landa getur verið óskynsamlegt að hækka svo skatta að fólk telji hag sínum betur borgið annars staðar, sama hversu mikið réttlætismál menn telja það kunna að vera.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun