Umfjöllun: Akureyri marði þéttvaxið lið Gróttu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2009 22:28 Jón Karl Björnsson á ferðinni í kvöld. Mynd/Valli Akureyri nældi í sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld er liðið marði Gróttu á Seltjarnarnesi með minnsta mun, 21-22. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hart var barist og leikurinn spennandi allt til enda. Ofanritaður gagnrýndi lið HK hér á dögunum fyrir að mæta til leiks í lélegu formi. Í samanburði við nokkra leikmenn Gróttu eru þéttustu leikmenn HK eins og Magnús Bess. Það er ótrúlegt að sjá hvernig sumir leikmanna Gróttu mæta til leiks. Þeir eru ekki bara þéttir heldur hreint og beint feitir. Gróttuliðið í ár er feitasta lið sem ég hef séð spila í efstu deild í handbolta frá upphafi. Þó svo ákveðnir leikmenn Gróttu líti ekki út fyrir að nenna að æfa þá nenna þeir svo sannarlega að berjast. Þeir börðust eins og grenjandi ljón í allt kvöld en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lengi vel voru þeir í góðri stöðu en klaufamistök á síðasta korteri leiksins kostaði þá sigurinn. Hörður Flóki Ólafsson datt þá í gang í marki Akureyrar og sá til þess að þeir náðu yfirhöndinni. Litlu munaði á liðunum lengstum en Grótta með forystuna. Akureyri komst yfir 16-17 en það var í fyrsta skiptið sem liðið komst yfir síðan í stöðunni 0-1. Mikil dramatík var á lokamínútum leiksins og benti margt til þess að leiknum myndi lykta með jafntefli. Gróttumenn voru þó ótrúlegir klaufar í síðustu sókn sinni og köstuðu frá sér boltanum áður en þeir komust í sókn. Akureyringar fögnuðu gríðarlega enda fyrsti sigur þeirra í vetur og það þó svo þeir hafi ekki leikið vel. Atli Rúnar átti stórleik í liði Gróttu og Gísli varði vel í markinu. Anton byrjaði vel en síðan fjaraði undan hans leik. Sökum lélegs forms leikmanna Gróttu varð Halldór þjálfari að skipta mikið. Miklar skiptingar breyttu litlu enda fáir að finna sig. Akureyringar geta þakkað Heimi Erni og Herði Flóka sigurinn. Heimir dró vagninn algjörlega í fyrri hálfleik þegar markvarslan var engin og Grótta að spila ágætlega. Flóki lokaði svo markinu um tíma í síðari hálfleik og það dugði til. Grótta-Akureyri 21-22 (11-9) Mörk Gróttu (skot): Atli Rúnar Steinþórsson 7 (7), Hjalti Þór Pálmason 5 (13), Anton Rúnarsson 3/1 (7/2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (5/1), Páll Þórólfsson 1 (2), Halldór Ingólfsson 1 (1), Arnar Freyr Theodórsson 1 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (2).Varin skot: Gísli Guðmundsson 14/2 (36/4) 39%.Hraðaupphlaup: 3 (Páll, Finnur, Anton).Fiskuð víti: 3 (Atli 2, Anton).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Akureyri (skot): Heimir Örn Árnason 7 (11), Jónatan Magnússon 4/2 (5/2), Heiðar Þór Aðalsteinsson 3 (5), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Oddur Grétarsson 2 (6/2), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 10/1 (20/1) 50%, Hafþór Einarsson 3/1 (14/2) 21%.Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 2, Heiðar 2, Guðlaugur, Hreinn).Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Hörður 2).Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, þokkalegir. Olís-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Akureyri nældi í sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld er liðið marði Gróttu á Seltjarnarnesi með minnsta mun, 21-22. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hart var barist og leikurinn spennandi allt til enda. Ofanritaður gagnrýndi lið HK hér á dögunum fyrir að mæta til leiks í lélegu formi. Í samanburði við nokkra leikmenn Gróttu eru þéttustu leikmenn HK eins og Magnús Bess. Það er ótrúlegt að sjá hvernig sumir leikmanna Gróttu mæta til leiks. Þeir eru ekki bara þéttir heldur hreint og beint feitir. Gróttuliðið í ár er feitasta lið sem ég hef séð spila í efstu deild í handbolta frá upphafi. Þó svo ákveðnir leikmenn Gróttu líti ekki út fyrir að nenna að æfa þá nenna þeir svo sannarlega að berjast. Þeir börðust eins og grenjandi ljón í allt kvöld en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lengi vel voru þeir í góðri stöðu en klaufamistök á síðasta korteri leiksins kostaði þá sigurinn. Hörður Flóki Ólafsson datt þá í gang í marki Akureyrar og sá til þess að þeir náðu yfirhöndinni. Litlu munaði á liðunum lengstum en Grótta með forystuna. Akureyri komst yfir 16-17 en það var í fyrsta skiptið sem liðið komst yfir síðan í stöðunni 0-1. Mikil dramatík var á lokamínútum leiksins og benti margt til þess að leiknum myndi lykta með jafntefli. Gróttumenn voru þó ótrúlegir klaufar í síðustu sókn sinni og köstuðu frá sér boltanum áður en þeir komust í sókn. Akureyringar fögnuðu gríðarlega enda fyrsti sigur þeirra í vetur og það þó svo þeir hafi ekki leikið vel. Atli Rúnar átti stórleik í liði Gróttu og Gísli varði vel í markinu. Anton byrjaði vel en síðan fjaraði undan hans leik. Sökum lélegs forms leikmanna Gróttu varð Halldór þjálfari að skipta mikið. Miklar skiptingar breyttu litlu enda fáir að finna sig. Akureyringar geta þakkað Heimi Erni og Herði Flóka sigurinn. Heimir dró vagninn algjörlega í fyrri hálfleik þegar markvarslan var engin og Grótta að spila ágætlega. Flóki lokaði svo markinu um tíma í síðari hálfleik og það dugði til. Grótta-Akureyri 21-22 (11-9) Mörk Gróttu (skot): Atli Rúnar Steinþórsson 7 (7), Hjalti Þór Pálmason 5 (13), Anton Rúnarsson 3/1 (7/2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (5/1), Páll Þórólfsson 1 (2), Halldór Ingólfsson 1 (1), Arnar Freyr Theodórsson 1 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (2).Varin skot: Gísli Guðmundsson 14/2 (36/4) 39%.Hraðaupphlaup: 3 (Páll, Finnur, Anton).Fiskuð víti: 3 (Atli 2, Anton).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Akureyri (skot): Heimir Örn Árnason 7 (11), Jónatan Magnússon 4/2 (5/2), Heiðar Þór Aðalsteinsson 3 (5), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Oddur Grétarsson 2 (6/2), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 10/1 (20/1) 50%, Hafþór Einarsson 3/1 (14/2) 21%.Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 2, Heiðar 2, Guðlaugur, Hreinn).Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Hörður 2).Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, þokkalegir.
Olís-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira