Rússneskur auðmaður í tugmilljarða skilnaði 28. október 2009 11:32 Rússneski auðmaðurinn Boris Berezovsky stendur nú í skilnaðarmáli við eiginkonu sína Galinu þótt að þau hafi ekki búið saman í 10 ár. Galina gæti fengið allt að 100 milljónir punda, eða ríflega 20 milljarða kr., út úr skilnaðinum við Berezovsky. Samkvæmt frétt um málið í blaðinu Independent var Berezovsky fátækur rússneskur stærðfræðingur með mánaðarlaun upp á ca. 12.000 kr. þegar hann kynntist Galinu árið 1981 og þau giftu sig. Í dag er hann margfaldur milljarðamæringur. Auðæfi Berezovsky eru tilkomin vegna tengsla sinna við fjölskyldu Boris Jeltsin fyrrum Rússlandsforseta. Berezovsky var í innsta hring valdaklíkunnar í kringum Jeltsin og nýtti sér það óspart til að skara eld að eigin köku þegar opinberar eignir í Rússlandi voru einkavæddar. Meðal annars eignaðist Berezovsky verðmæta hluti í Aeroflot flugfélaginu og ýmsum olíufélögum. Berezovsky studdi Putin árið 2000 en síðan slettist upp á vinskap þeirra þegar Putin losaði sig við öll tengsl við þá rússnesku auðmenn sem nýtt höfðu sér Jeltsin á sínum tíma. Eftir það flutti Berezovsky til Bretlands og fékk þar hæli sem pólitískur flóttamaður árið 2003. Rússnesk yfirvöld hafa lengi reynt að fá hann framseldan vegna ásakana um spillingu og fjárdrátt. Galina býr í London þótt þau hafi ekki búið saman í áratug en hún á tvö börn með Berezovsky. Hún hefur nú sótt opinberlega um skilnað. Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Rússneski auðmaðurinn Boris Berezovsky stendur nú í skilnaðarmáli við eiginkonu sína Galinu þótt að þau hafi ekki búið saman í 10 ár. Galina gæti fengið allt að 100 milljónir punda, eða ríflega 20 milljarða kr., út úr skilnaðinum við Berezovsky. Samkvæmt frétt um málið í blaðinu Independent var Berezovsky fátækur rússneskur stærðfræðingur með mánaðarlaun upp á ca. 12.000 kr. þegar hann kynntist Galinu árið 1981 og þau giftu sig. Í dag er hann margfaldur milljarðamæringur. Auðæfi Berezovsky eru tilkomin vegna tengsla sinna við fjölskyldu Boris Jeltsin fyrrum Rússlandsforseta. Berezovsky var í innsta hring valdaklíkunnar í kringum Jeltsin og nýtti sér það óspart til að skara eld að eigin köku þegar opinberar eignir í Rússlandi voru einkavæddar. Meðal annars eignaðist Berezovsky verðmæta hluti í Aeroflot flugfélaginu og ýmsum olíufélögum. Berezovsky studdi Putin árið 2000 en síðan slettist upp á vinskap þeirra þegar Putin losaði sig við öll tengsl við þá rússnesku auðmenn sem nýtt höfðu sér Jeltsin á sínum tíma. Eftir það flutti Berezovsky til Bretlands og fékk þar hæli sem pólitískur flóttamaður árið 2003. Rússnesk yfirvöld hafa lengi reynt að fá hann framseldan vegna ásakana um spillingu og fjárdrátt. Galina býr í London þótt þau hafi ekki búið saman í áratug en hún á tvö börn með Berezovsky. Hún hefur nú sótt opinberlega um skilnað.
Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira