„Ég hafði enga hugmynd. Ég heyrði þetta bara fyrst í fréttunum áðan," sagði fyrrum fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Árni M. Mathíesen, spurður hvort hann hefði heyrt af risaháum styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins í lok desember árið 2006, aðeins þremur dögum áður en lögin tóku gildi um hámarksstyrk fyrirtækja til stjórnmálaflokka.
Alls styrkti FL Group flokkinn um 30 milljónir króna.
Þá var reynt að hafa samband við Kjartan Gunnarsson, sem þá gegndi starfi framkvæmdastjóra við hlið Andra Óttarssonar, núverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, en ekki náðist í hann vegna málsins.