Tengdir fasteignum, fiski og fjármálum 15. apríl 2009 03:45 Flest hlutafélög sem alþingismenn tengjast beint starfa í fasteignaviðskiptum, fjármálaþjónustu eða fiskeldi og fiskveiðum samkvæmt svokallaðri ÍSAT-skráningu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Creditinfo gerði fyrir Fréttablaðið um þátttöku þingmanna í atvinnulífinu og vitnað var til í blaðinu í gær. Samkvæmt hlutafélagaskrá tengjast alþingismenn nú 55 félögum sem stjórnarmenn, prókúruhafar eða slíkt. Í árslok 2007 tengdust hins vegar fimmtán þingmenn félögum með eignarhaldi samkvæmt upplýsingum sem Creditinfo vann upp úr ársreikningaskrá. Af félögunum 55 sem alþingismenn tengjast starfa ellefu á sviði fasteignaviðskipta, tíu í fjármálaþjónustu annarri en starfsemi tryggingarfélaga og lífeyrissjóða og níu félög starfa í fiskeldi og fiskveiðum. Á eftir þessum tegundum félaga koma sjö fyrirtæki í fræðslustarfsemi og fimm í heildverslun. Persónuvernd hefur neitað Creditinfo um leyfi til að miðla persónugreinanlegum upplýsingum sem fá má úr ársreikningaskrá. Af þeim ástæðum hefur Fréttablaðið nú óskað eftir því við þá flokka sem nú eiga fulltrúa á Alþingi að gera grein fyrir tengslum sinna þingmanna við atvinnulífið. Hjá sumum flokkanna eru talsverðar upplýsingar um þessi atriði á heimasíðum flokkanna. Þetta á við um Vinstri græna og Framsóknarflokkinn sem vísa á heimasíður sínar. Í svari frá Vinstri grænum kemur fram að skýrsla Creditinfo hafi verið unnin upp úr úreltum gögnum og þingmenn flokksins þannig sagðir tengjast fleiri félögum en efni standa til. „Hið rétta er að Álfheiður Ingadóttir er varamaður í stjórn Plássins ehf. og Árni Þór Sigurðsson er stjórnarmaður Sjóminjasafnins í Reykjavík þar sem hann gegnir stöðu varaformanns. Sjóminjasafnið er sjálfseignarstofnun. Enginn annar þingmaður gegnir störfum í stjórnum fyrirtækja," segir í svari VG þar sem því er bætt við til nánari skýringar að Atli Gíslaon sé ekki lengur endurskoðandi Friðriks A. Jónssonar ehf. og sitji ekki lengur í stjórn Friðarhúss hf. Einnig að Álfheiður Ingadóttir sé ekki lengur varamaður í stjórn Sjóminjasafnsins. Kosningar 2009 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Sjá meira
Flest hlutafélög sem alþingismenn tengjast beint starfa í fasteignaviðskiptum, fjármálaþjónustu eða fiskeldi og fiskveiðum samkvæmt svokallaðri ÍSAT-skráningu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Creditinfo gerði fyrir Fréttablaðið um þátttöku þingmanna í atvinnulífinu og vitnað var til í blaðinu í gær. Samkvæmt hlutafélagaskrá tengjast alþingismenn nú 55 félögum sem stjórnarmenn, prókúruhafar eða slíkt. Í árslok 2007 tengdust hins vegar fimmtán þingmenn félögum með eignarhaldi samkvæmt upplýsingum sem Creditinfo vann upp úr ársreikningaskrá. Af félögunum 55 sem alþingismenn tengjast starfa ellefu á sviði fasteignaviðskipta, tíu í fjármálaþjónustu annarri en starfsemi tryggingarfélaga og lífeyrissjóða og níu félög starfa í fiskeldi og fiskveiðum. Á eftir þessum tegundum félaga koma sjö fyrirtæki í fræðslustarfsemi og fimm í heildverslun. Persónuvernd hefur neitað Creditinfo um leyfi til að miðla persónugreinanlegum upplýsingum sem fá má úr ársreikningaskrá. Af þeim ástæðum hefur Fréttablaðið nú óskað eftir því við þá flokka sem nú eiga fulltrúa á Alþingi að gera grein fyrir tengslum sinna þingmanna við atvinnulífið. Hjá sumum flokkanna eru talsverðar upplýsingar um þessi atriði á heimasíðum flokkanna. Þetta á við um Vinstri græna og Framsóknarflokkinn sem vísa á heimasíður sínar. Í svari frá Vinstri grænum kemur fram að skýrsla Creditinfo hafi verið unnin upp úr úreltum gögnum og þingmenn flokksins þannig sagðir tengjast fleiri félögum en efni standa til. „Hið rétta er að Álfheiður Ingadóttir er varamaður í stjórn Plássins ehf. og Árni Þór Sigurðsson er stjórnarmaður Sjóminjasafnins í Reykjavík þar sem hann gegnir stöðu varaformanns. Sjóminjasafnið er sjálfseignarstofnun. Enginn annar þingmaður gegnir störfum í stjórnum fyrirtækja," segir í svari VG þar sem því er bætt við til nánari skýringar að Atli Gíslaon sé ekki lengur endurskoðandi Friðriks A. Jónssonar ehf. og sitji ekki lengur í stjórn Friðarhúss hf. Einnig að Álfheiður Ingadóttir sé ekki lengur varamaður í stjórn Sjóminjasafnsins.
Kosningar 2009 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Sjá meira