Umfjöllun: Frumsýning N1-deildarinnar fær þrjár hauskúpur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. október 2009 21:34 Einar Örn Jónsson undirbýr skot að marki í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Opnunarleikur N1-deildar karla í Mýrinni í kvöld var skelfileg auglýsing fyrir íslenskan handbolta. Boðið var upp á svo lélegan handbolta að það var átakanlegt að fylgjast með. Lokatölurnar 16-17 fyrir Hauka gegn Stjörnunni segir meira en mörg orð. Svona tölur sjást ekki lengur í nútímahandbolta og þykja ekki mikið meira en fínar hálfleikstölur. Staðreynd málsins var aftur á móti sú að bæði liðin voru hræðilega léleg og litu út fyrir að hafa sleppt undirbúningstímabilinu í heild sinni. Sóknarleikurinn var þó skelfilegastur og það hjá báðum liðum. Hann var pínlegur á að horfa. Markverðirnir voru fyrir vikið í essinu sínu. Birkir Ívar náði til að mynda þeim magnaða árangri að vera með 63 prósenta markvörslu þrátt fyrir að hafa spilað í 60 mínútur. Það er lygilegt og maður hefði trúað slíkri tölfræði ef hann væri að spila gegn 5. flokki einhvers félags en svo var víst ekki. Hvað leikinn snertir þá voru Haukar alltaf skrefinu á undan. Roland Eradze hélt Stjörnunni þó ávallt í seilingarfjarlægð með fínni markvörslu. Haukar voru svo miklir klaufar undir lokin og hleyptu Stjörnunni inn í leikinn. Vilhjálmur Halldórsson minnkaði muninn í eitt mark þegar mínúta lifði leiks. Haukar misstu svo boltann þegar hálf mínúta var eftir. Lokasókn Stjörnunnar var skelfilega útfærð eins og flestar sóknir beggja liða allan leikinn. Stjörnumenn komust ekki í álitlegt skotfæri en fengu þó aukakast er leiktíminn var liðinn. Hann kom skotinu á markið en Birkir Ívar varði það eins og flest annað í kvöld. Íslandsmeistararnir sluppu því með skrekkinn en með álíka spilamennsku verða þeir í neðri hluta deildarinnar. Stjörnumenn spiluðu ekki vel en hugga sig við að hafa staðið í meisturunum og ekki verið flengdir. Það er eitthvað til að byggja á fyrir ungt og óreynt lið. Frumsýningarleikur N1-deildarinnar fær algjöra falleinkunn og vonandi þarf ég aldrei aftur að horfa á svona hörmulegan handbolta í deildinni. Við skulum vona að fall sé faraheill. Stjarnan-Haukar 16-17 (8-10) Mörk Stjörnunnar (skot): Þórólfur Nielsen 5/2 (12/4), Vilhjálmur Halldórsson 4/2 (14/2), Jón Arnar Jónsson 3 (6), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Svan Kristjánsson 1 (3), Eyþór Magnússon 1 (5).Varin skot: Roland Valur Eradze 17/2 (32/5) 53%, Viktor Alex Ragnarsson 3/1 (5/1) 60%.Hraðaupphlaup: 2 (Kristján, Jón).Fiskuð víti: 6 (Sverrir 3, Daníel, Guðmundur, Þórólfur).Utan vallar: 12 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 3 (4/1), Einar Örn Jónsson 3/1 (5/2), Sigurbergur Sveinsson 3/2 (10/3), Freyr Brynjarsson 2 (5), Pétur Pálsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (4), Björgvin Hólmgeirsson 1 (7), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 27/2 (43/6) 63%.Hraðaupphlaup: 5 (Pétur 2, Freyr, Elías, Einar).Fiskuð víti: 6 (Sigurbergur 2, Heimir Óli 2, Pétur, Einar).Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson, góðir en nokkuð hliðhollir Haukum. Olís-deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Opnunarleikur N1-deildar karla í Mýrinni í kvöld var skelfileg auglýsing fyrir íslenskan handbolta. Boðið var upp á svo lélegan handbolta að það var átakanlegt að fylgjast með. Lokatölurnar 16-17 fyrir Hauka gegn Stjörnunni segir meira en mörg orð. Svona tölur sjást ekki lengur í nútímahandbolta og þykja ekki mikið meira en fínar hálfleikstölur. Staðreynd málsins var aftur á móti sú að bæði liðin voru hræðilega léleg og litu út fyrir að hafa sleppt undirbúningstímabilinu í heild sinni. Sóknarleikurinn var þó skelfilegastur og það hjá báðum liðum. Hann var pínlegur á að horfa. Markverðirnir voru fyrir vikið í essinu sínu. Birkir Ívar náði til að mynda þeim magnaða árangri að vera með 63 prósenta markvörslu þrátt fyrir að hafa spilað í 60 mínútur. Það er lygilegt og maður hefði trúað slíkri tölfræði ef hann væri að spila gegn 5. flokki einhvers félags en svo var víst ekki. Hvað leikinn snertir þá voru Haukar alltaf skrefinu á undan. Roland Eradze hélt Stjörnunni þó ávallt í seilingarfjarlægð með fínni markvörslu. Haukar voru svo miklir klaufar undir lokin og hleyptu Stjörnunni inn í leikinn. Vilhjálmur Halldórsson minnkaði muninn í eitt mark þegar mínúta lifði leiks. Haukar misstu svo boltann þegar hálf mínúta var eftir. Lokasókn Stjörnunnar var skelfilega útfærð eins og flestar sóknir beggja liða allan leikinn. Stjörnumenn komust ekki í álitlegt skotfæri en fengu þó aukakast er leiktíminn var liðinn. Hann kom skotinu á markið en Birkir Ívar varði það eins og flest annað í kvöld. Íslandsmeistararnir sluppu því með skrekkinn en með álíka spilamennsku verða þeir í neðri hluta deildarinnar. Stjörnumenn spiluðu ekki vel en hugga sig við að hafa staðið í meisturunum og ekki verið flengdir. Það er eitthvað til að byggja á fyrir ungt og óreynt lið. Frumsýningarleikur N1-deildarinnar fær algjöra falleinkunn og vonandi þarf ég aldrei aftur að horfa á svona hörmulegan handbolta í deildinni. Við skulum vona að fall sé faraheill. Stjarnan-Haukar 16-17 (8-10) Mörk Stjörnunnar (skot): Þórólfur Nielsen 5/2 (12/4), Vilhjálmur Halldórsson 4/2 (14/2), Jón Arnar Jónsson 3 (6), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Svan Kristjánsson 1 (3), Eyþór Magnússon 1 (5).Varin skot: Roland Valur Eradze 17/2 (32/5) 53%, Viktor Alex Ragnarsson 3/1 (5/1) 60%.Hraðaupphlaup: 2 (Kristján, Jón).Fiskuð víti: 6 (Sverrir 3, Daníel, Guðmundur, Þórólfur).Utan vallar: 12 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 3 (4/1), Einar Örn Jónsson 3/1 (5/2), Sigurbergur Sveinsson 3/2 (10/3), Freyr Brynjarsson 2 (5), Pétur Pálsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (4), Björgvin Hólmgeirsson 1 (7), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 27/2 (43/6) 63%.Hraðaupphlaup: 5 (Pétur 2, Freyr, Elías, Einar).Fiskuð víti: 6 (Sigurbergur 2, Heimir Óli 2, Pétur, Einar).Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson, góðir en nokkuð hliðhollir Haukum.
Olís-deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira