Tími félagshyggju Sverrir Jakobsson skrifar 11. febrúar 2009 06:00 Eftir langan óvissutíma er loksins tekin við ríkisstjórn á Íslandi sem hefur vilja til breytinga. Svigrúm hennar til athafna er hins vegar þröngt og miklu máli skiptir hvernig henni tekst að fóta sig á næstu mánuðum. Það eina sem er öruggt er að miklar byrðar munu leggjast á Íslendinga næstu misserin. Á hinn bóginn getur skipt máli hvernig þær byrðar dreifast og hvernig samfélagið þróast í framhaldinu. Það lífsmynstur sem varð til á þenslutímanum skilaði flestum Íslendingum litlu; heldur miðaði það í átt að auknum mannamun og ójöfnuði á Íslandi. Stjórnendur banka og stórfyrirtækja fengu gríðarlegar launahækkanir sem áttu að vera umbun fyrir árangur í starfi. Við vitum nú að svo var ekki heldur voru þessi fyrirtæki keyrð í þrot með áhættusækni og glannaskap. Hrun bankanna tengdist vissulega þróun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum en það bar ekki vott um mikla framsýni að gera ekki ráð fyrir mögrum árum í kjölfar ofþenslu. Helstu postular kapítalismans á Íslandi reyndust ekki þekkja sögu hans eða vera færir um að draga lærdóm af henni. Enda trúðu þeir á endalok sögunnar með sigri frjálshyggjunnar. Marklaus hræðsluáróðurViðbrögð fyrri ríkisstjórnar við hruninu einkenndust af því að náin tengsl voru á milli ráðamanna og forystumanna í viðskiptalífinu. Hinir pólitísku valdhafar höfðu stuðlað að þenslu banka og viðskiptalífs með öllum tiltækum ráðum og gumað af árangrinum. Allri pólitískri andstöðu við þessar breytingar var svarað með hræðsluáróðri - ef þið gerið ekki eins og við boðum þá mun efnahagslíf á Íslandi hrynja. Þannig tókst þeim að standa vörð um efnahagsstefnu sem bar feigðina í sér.Þess vegna er það ekki trúverðugt þegar sömu aðilar, nýstaðnir upp úr valdastólunum, ætla að halda sama hræðsluáróðrinum áfram. Nýrri ríkisstjórn er ætlað að halda áfram varðstöðu um hagsmuni fjármagnsins og þeirra sem mest mega sín í landinu. Hinu er ósvarað hvað verður þá um þá sem skulda eða þá fjölmörgu sem núna eru að missa vinnuna. Er það hagsmunamál þeirra að skattkerfið verði áfram klæðskerasniðið að hagsmunum þeirra ríkustu? Er það þeim í hag að vextir verði áfram háir - með tilheyrandi fjármagnsflutningum frá skuldurum til fjármagnseigenda? Eiga þessi lögmál virkilega að gilda áfram þegar þjóðarbúið er komið í þrot og erfið staða blasir við fjölmörgum heimilum í landinu? Á að halda áfram viðskiptum eftir sömu reglum, eins og ekkert hafi i skorist? NeyðarúrræðiFramundan blasa erfiðar ákvarðanir við íslenskum stjórnmálamönnum. Ljóst er að við þurfum öll að axla auknar byrðar en framkvæmdin á því er úrslitaatriði. Það getur ekki talist heillavænlegt að láta meginþungann af þeim falla á þá sem eru í mestum erfiðleikum eða á þá sem græddu lítið eða ekkert á uppsveiflunni. Þess vegna verður nú að hverfa frá leikreglum sem settar voru til að vernda peningaöflin og lágmarka þannig skaðann sem kreppan á eftir að valda heimilunum í landinu. Þetta þarf að gera í skattkerfinu með því að auka skatta þeirra sem hafa bolmagn til að taka meira á sig en minnka álögur á þá sem berjast í bökkum. Það þarf að efla velferðina svo að efnahagsleg skakkaföll verði ekki að raunverulegum móðuharðindum. Og fyrst og fremst þarf að skapa störf með stuðningi hins opinbera en ekki að kyrkja fyrirtæki með háum vöxtum. Til þess þarf að breyta reglum um Seðlabanka þannig að barátta við atvinnuleysi verði eitt af mikilvægustu verkefnum hans en ekki bara gengisstjórn. Þetta er líklegasta mikilvægasta verkefni næstu missera; að hverfa frá þeim hagstjórnarrétttrúnaði sem metur verðlag og gengi ofar atvinnustigi. Það er ekki spurning hvort tími neyðarráðstafana sé kominn heldur einungis hverjir þær eigi að vera.Þegar frá líður má svo búast við því að efnahagslífið hverfi í eðlilegt horf og að ekki verði lengur þörf á slíkum neyðarráðstöfunum. Á hinn bóginn þarf sú velferð sem þá verður vonandi orðin til að hvíla á traustari grunni en uppgrip þensluáranna og vera fleirum til hagsbóta. Þess vegna er nú kominn tími félagshyggjunnar því að hún tryggir ekki einungis réttlátara samfélag heldur einnig efnahagslega farsæld sem ekki mun springa eins og loftbóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Eftir langan óvissutíma er loksins tekin við ríkisstjórn á Íslandi sem hefur vilja til breytinga. Svigrúm hennar til athafna er hins vegar þröngt og miklu máli skiptir hvernig henni tekst að fóta sig á næstu mánuðum. Það eina sem er öruggt er að miklar byrðar munu leggjast á Íslendinga næstu misserin. Á hinn bóginn getur skipt máli hvernig þær byrðar dreifast og hvernig samfélagið þróast í framhaldinu. Það lífsmynstur sem varð til á þenslutímanum skilaði flestum Íslendingum litlu; heldur miðaði það í átt að auknum mannamun og ójöfnuði á Íslandi. Stjórnendur banka og stórfyrirtækja fengu gríðarlegar launahækkanir sem áttu að vera umbun fyrir árangur í starfi. Við vitum nú að svo var ekki heldur voru þessi fyrirtæki keyrð í þrot með áhættusækni og glannaskap. Hrun bankanna tengdist vissulega þróun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum en það bar ekki vott um mikla framsýni að gera ekki ráð fyrir mögrum árum í kjölfar ofþenslu. Helstu postular kapítalismans á Íslandi reyndust ekki þekkja sögu hans eða vera færir um að draga lærdóm af henni. Enda trúðu þeir á endalok sögunnar með sigri frjálshyggjunnar. Marklaus hræðsluáróðurViðbrögð fyrri ríkisstjórnar við hruninu einkenndust af því að náin tengsl voru á milli ráðamanna og forystumanna í viðskiptalífinu. Hinir pólitísku valdhafar höfðu stuðlað að þenslu banka og viðskiptalífs með öllum tiltækum ráðum og gumað af árangrinum. Allri pólitískri andstöðu við þessar breytingar var svarað með hræðsluáróðri - ef þið gerið ekki eins og við boðum þá mun efnahagslíf á Íslandi hrynja. Þannig tókst þeim að standa vörð um efnahagsstefnu sem bar feigðina í sér.Þess vegna er það ekki trúverðugt þegar sömu aðilar, nýstaðnir upp úr valdastólunum, ætla að halda sama hræðsluáróðrinum áfram. Nýrri ríkisstjórn er ætlað að halda áfram varðstöðu um hagsmuni fjármagnsins og þeirra sem mest mega sín í landinu. Hinu er ósvarað hvað verður þá um þá sem skulda eða þá fjölmörgu sem núna eru að missa vinnuna. Er það hagsmunamál þeirra að skattkerfið verði áfram klæðskerasniðið að hagsmunum þeirra ríkustu? Er það þeim í hag að vextir verði áfram háir - með tilheyrandi fjármagnsflutningum frá skuldurum til fjármagnseigenda? Eiga þessi lögmál virkilega að gilda áfram þegar þjóðarbúið er komið í þrot og erfið staða blasir við fjölmörgum heimilum í landinu? Á að halda áfram viðskiptum eftir sömu reglum, eins og ekkert hafi i skorist? NeyðarúrræðiFramundan blasa erfiðar ákvarðanir við íslenskum stjórnmálamönnum. Ljóst er að við þurfum öll að axla auknar byrðar en framkvæmdin á því er úrslitaatriði. Það getur ekki talist heillavænlegt að láta meginþungann af þeim falla á þá sem eru í mestum erfiðleikum eða á þá sem græddu lítið eða ekkert á uppsveiflunni. Þess vegna verður nú að hverfa frá leikreglum sem settar voru til að vernda peningaöflin og lágmarka þannig skaðann sem kreppan á eftir að valda heimilunum í landinu. Þetta þarf að gera í skattkerfinu með því að auka skatta þeirra sem hafa bolmagn til að taka meira á sig en minnka álögur á þá sem berjast í bökkum. Það þarf að efla velferðina svo að efnahagsleg skakkaföll verði ekki að raunverulegum móðuharðindum. Og fyrst og fremst þarf að skapa störf með stuðningi hins opinbera en ekki að kyrkja fyrirtæki með háum vöxtum. Til þess þarf að breyta reglum um Seðlabanka þannig að barátta við atvinnuleysi verði eitt af mikilvægustu verkefnum hans en ekki bara gengisstjórn. Þetta er líklegasta mikilvægasta verkefni næstu missera; að hverfa frá þeim hagstjórnarrétttrúnaði sem metur verðlag og gengi ofar atvinnustigi. Það er ekki spurning hvort tími neyðarráðstafana sé kominn heldur einungis hverjir þær eigi að vera.Þegar frá líður má svo búast við því að efnahagslífið hverfi í eðlilegt horf og að ekki verði lengur þörf á slíkum neyðarráðstöfunum. Á hinn bóginn þarf sú velferð sem þá verður vonandi orðin til að hvíla á traustari grunni en uppgrip þensluáranna og vera fleirum til hagsbóta. Þess vegna er nú kominn tími félagshyggjunnar því að hún tryggir ekki einungis réttlátara samfélag heldur einnig efnahagslega farsæld sem ekki mun springa eins og loftbóla.