Auðkýfingurinn Robert Tchenguiz, sem er stjórnarmaður í Exista, tapaði gífurlegum upphæðum á hruni íslenska bankakerfisins eða rúmlega 120 milljörðum kr. Þetta kemur fram í yfirliti breska blaðsins The Times um þá bresku auðmenn sem tapað hafa mestu á fjármálakreppunni þar í landi.
Robert Tchenguiz var einn af stærstu viðskiptavinum Kaupþings í Bretlandi þegar bankinn fór í þrot. Lán hans hjá Kaupþingi voru afturkölluð og neyddist Tchenguiz þá til þess að selja stóra hluti sína í kráarkeðjunni Mitchells & Butler og versluanrkeðjunni Sainsbury með miklu tapi.