Ákvæði um stjórnlagaþing fellt út Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2009 18:54 Stjórnarflokkarnir og Framsóknarflokkurinn létu undan hótunum Sjálfstæðismanna um að tala um stjórnarskrána fram að kosningum og féllust á að fella ákvæði um stjórnlagaþing út úr stjórnlagafrumvarpinu á Alþingi í dag. Formenn þingflokka komu til fundar með forseta Alþingis í hádeginu í dag þar sem reynt var að ná samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þingrof en án árangurs. Að loknum þeim fundi stefndi því allt í áframhaldandi ræður af hálfu Sjálfstæðismanna í stjórnarskrármálinu. Björn Bjarnason vísaði til nefndarálits meirihlutans á Alþingi um að með stjórnlagaþingi væri verið að verða við þeirri kröfu í samfélaginu að færa stjórnarskrárvaldið um tíma frá Alþingi. Björn sagði þetta niðurlægjandi fyrir Alþingi. Fljótlega eftir þessa ræðu Björns funduðu formenn þingflokkka aftur með forseta Alþingis þar sem Framsóknarmenn gáfu eftir kröfu sína um að ákvæði um stjórnlagaþing yrði áfram í frumvarpinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að stjórnlagaþingið verði aftur tekið upp á Alþingi eftir kosningar. Þegar Framsóknarmenn hafa gefið þetta eftir standa enn eftir ákvæði um hvernig breyta á stjórnarskrá í framtíðinni, um þjóðaratkvæðagreiðslur og svo um auðlindir í þjóðareign, og spurning hvort gefa þurfi meira eftir til að fá sjálfstæðismenn til að láta af ræðum sínum um stjórnlagafrumvarpið. Kosningar 2009 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Sjá meira
Stjórnarflokkarnir og Framsóknarflokkurinn létu undan hótunum Sjálfstæðismanna um að tala um stjórnarskrána fram að kosningum og féllust á að fella ákvæði um stjórnlagaþing út úr stjórnlagafrumvarpinu á Alþingi í dag. Formenn þingflokka komu til fundar með forseta Alþingis í hádeginu í dag þar sem reynt var að ná samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þingrof en án árangurs. Að loknum þeim fundi stefndi því allt í áframhaldandi ræður af hálfu Sjálfstæðismanna í stjórnarskrármálinu. Björn Bjarnason vísaði til nefndarálits meirihlutans á Alþingi um að með stjórnlagaþingi væri verið að verða við þeirri kröfu í samfélaginu að færa stjórnarskrárvaldið um tíma frá Alþingi. Björn sagði þetta niðurlægjandi fyrir Alþingi. Fljótlega eftir þessa ræðu Björns funduðu formenn þingflokkka aftur með forseta Alþingis þar sem Framsóknarmenn gáfu eftir kröfu sína um að ákvæði um stjórnlagaþing yrði áfram í frumvarpinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að stjórnlagaþingið verði aftur tekið upp á Alþingi eftir kosningar. Þegar Framsóknarmenn hafa gefið þetta eftir standa enn eftir ákvæði um hvernig breyta á stjórnarskrá í framtíðinni, um þjóðaratkvæðagreiðslur og svo um auðlindir í þjóðareign, og spurning hvort gefa þurfi meira eftir til að fá sjálfstæðismenn til að láta af ræðum sínum um stjórnlagafrumvarpið.
Kosningar 2009 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Sjá meira