Bobby Zamora skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Fulham á svissneska liðinu Basel í Evrópudeildinni í kvöld en með sigrinum tryggði Fulham sér sæti í 32 liða úrslitum keppninnar.
„Bobby Zamora tók upp þráðinn frá því í síðustu leikjum í ensku deildinni. Hann var óheppinn að fá ekki fyrsta markið sitt dæmt gilt en hann lét Basel-vörnina hafa fyrir sér í kvöld," sagði Roy Hodgson, stjóri Fulham.
Bobby Zamora skoraði bæði mörkin sín í lok fyrri hálfleiks og kom Fulham þá í 2-0 á móti KR-bönunum í Basel. Zamora hefur nú skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum sínum.
Alexander Frei minnkaði munninn í 2-1 úr vítaspyrnu en Zoltan Gera kom Fulham í 3-1 áður en Marco Streller minnkaði muninn í 3-2 undir lokin.
Fulham varð í 2. sæti riðilsins á eftir Roma en Basel hefði komist áfram með jafntefli.
