Fjárþörf svissnesks bankamanns Gerður Kristný skrifar 16. mars 2009 03:30 Fréttastofa RÚV flutti áhugaverða frétt á mánudagsmorgun. Þar var skýrt frá því að glaumgosi hefði verið dæmdur fyrir að hafa haft fé út úr ríkustu konu Þýskalands. Hann hafði farið í rúmið með henni, látið taka myndir af þeim á meðan og hótað henni að gera þær opinberar fengi hann ekki greitt. Honum hafði þegar tekist að ná fáheyrðum upphæðum út úr konunni áður en hún leitaði til yfirvalda. Það sem vakti athygli mína var að maðurinn skyldi hafa verið sagður glaumgosi. Ég hef ekki heyrt þetta orð síðan ég las um Philipe Junot, eiginmann Karólínu prinsessu af Mónakó, í Spegli Tímans fyrir margt löngu. Samkvæmt íslenskri orðabók er glaumgosi vel stæður léttúðarmaður sem stundar gleðskap og gjálífi en getur líka verið kvennamaður og spjátrungur. Ekkert í frétt Ríkisútvarpsins studdi þá greiningu á umræddum glæpamanni að hann væri glaumgosi. Þess í stað hefði frekar mátt kalla hann „ósvífinn svissneskan flagara" eins og Valgerður Jónsdóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, gerði í umfjöllun sinni um hann í desember í fyrra. „Flagari" þýðir hrappur í kvennamálum og með lýsingarorðinu „ósvífinn" er slagkrafturinn orðinn allnokkur. Síðan hefði líka mátt kalla manninn réttnefninu fjárkúgara eða jafnvel ganga skrefinu lengra og kalla hann hórkarl, enda hefur hann orðið uppvís af því að leggjast með annarri manneskju til að græða á henni peninga. Í grein Valgerðar kemur í ljós að maðurinn var löglærður bankamaður sem tengdist sértrúarsöfnuði og að talið var að höfuðpaur hans hafi átt frumkvæði að fjárkúguninni. Aumt gjálífi það. Dæmið um glaumgosann sýnir hvað umfjöllun fjölmiðla um glæpi tengda kynferðismálum getur verið vandræðaleg. Og þau eru auðvitað mun fleiri. Í febrúar skýrði mbl.is frá því að kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði hafist handa við að rannsaka meint vændi tveggja stúlkna, 13 og 14 ára gamalla. „Grunur leikur á að þær hafi þegið fíkniefni og áfengi fyrir blíðu sína …" stóð á vefnum. Sama orðalag var notað í visi.is. Ímyndar sér einhver að „blíða" hafi komið þarna við sögu? Ég bendi á að verið er að fjalla um 13 og 14 ára börn. Þarna gera fjölmiðlar sig seka um að reyna að gera lítið úr þeim viðbjóði sem kynferðisglæpir gegn börnum eru og það getur varla verið hlutverk þeirra að taka þátt í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Fréttastofa RÚV flutti áhugaverða frétt á mánudagsmorgun. Þar var skýrt frá því að glaumgosi hefði verið dæmdur fyrir að hafa haft fé út úr ríkustu konu Þýskalands. Hann hafði farið í rúmið með henni, látið taka myndir af þeim á meðan og hótað henni að gera þær opinberar fengi hann ekki greitt. Honum hafði þegar tekist að ná fáheyrðum upphæðum út úr konunni áður en hún leitaði til yfirvalda. Það sem vakti athygli mína var að maðurinn skyldi hafa verið sagður glaumgosi. Ég hef ekki heyrt þetta orð síðan ég las um Philipe Junot, eiginmann Karólínu prinsessu af Mónakó, í Spegli Tímans fyrir margt löngu. Samkvæmt íslenskri orðabók er glaumgosi vel stæður léttúðarmaður sem stundar gleðskap og gjálífi en getur líka verið kvennamaður og spjátrungur. Ekkert í frétt Ríkisútvarpsins studdi þá greiningu á umræddum glæpamanni að hann væri glaumgosi. Þess í stað hefði frekar mátt kalla hann „ósvífinn svissneskan flagara" eins og Valgerður Jónsdóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, gerði í umfjöllun sinni um hann í desember í fyrra. „Flagari" þýðir hrappur í kvennamálum og með lýsingarorðinu „ósvífinn" er slagkrafturinn orðinn allnokkur. Síðan hefði líka mátt kalla manninn réttnefninu fjárkúgara eða jafnvel ganga skrefinu lengra og kalla hann hórkarl, enda hefur hann orðið uppvís af því að leggjast með annarri manneskju til að græða á henni peninga. Í grein Valgerðar kemur í ljós að maðurinn var löglærður bankamaður sem tengdist sértrúarsöfnuði og að talið var að höfuðpaur hans hafi átt frumkvæði að fjárkúguninni. Aumt gjálífi það. Dæmið um glaumgosann sýnir hvað umfjöllun fjölmiðla um glæpi tengda kynferðismálum getur verið vandræðaleg. Og þau eru auðvitað mun fleiri. Í febrúar skýrði mbl.is frá því að kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði hafist handa við að rannsaka meint vændi tveggja stúlkna, 13 og 14 ára gamalla. „Grunur leikur á að þær hafi þegið fíkniefni og áfengi fyrir blíðu sína …" stóð á vefnum. Sama orðalag var notað í visi.is. Ímyndar sér einhver að „blíða" hafi komið þarna við sögu? Ég bendi á að verið er að fjalla um 13 og 14 ára börn. Þarna gera fjölmiðlar sig seka um að reyna að gera lítið úr þeim viðbjóði sem kynferðisglæpir gegn börnum eru og það getur varla verið hlutverk þeirra að taka þátt í því.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun