Skattahækkanir óráð í endurreisnarstarfinu 30. mars 2009 03:45 Geir H. Haarde afhenti Bjarna Benediktssyni lyklavöldin að Valhöll um leið og hann óskaði arftaka sínum til hamingju með kjörið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll síðdegis í gær. fréttablaðið/stefán Bjarni Benediktsson, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir skattahækkanir ekki lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar. Kosningabaráttan framundan snúist um hvernig þeim verði hjálpað sem standi illa. Aðrir flokkar hafi reynt að slá eign sinni á hugtakið velferð en hafi í því sambandi iðulega verið efst í huga að auka útgjöld ríkisins. Hjól atvinnulífsins verði að komast á hreyfingu en það gerist ekki með því að seilast sífellt dýpra í vasa fyrirtækjanna. Bjarni ræddi um glatað traust Sjálfstæðisflokksins og sagði það sameiginlegt verkefni fundarmanna og annarra sjálfstæðismanna að endurheimta traustið sem flokkurinn hefði alltaf notið meðal landsmanna. Hann kvaðst stoltur af hispurslausum umræðum á landsfundinum; Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið í rækilega naflaskoðun. Hún hefði ekki verið sársaukalaus, ágreiningur væri uppi um mál en ekkert væri gert til að fela ágreining. Styrkur flokksins gerði þetta kleift og við umræðurnar nú stæði flokkurinn enn sterkari. Í stjórnmálaályktun landsfundarins segir að ríkisútgjöld verði að dragast saman og nýta þurfi fjármuni hins opinbera eins vel og frekast er unnt um leið og standa þurfi sérstakan vörð um hag öryrkja, eldri borgara og fjölskyldna. Til að tryggja að til verði allt að tuttugu þúsund ný störf þurfi meðal annars að afnema hið fyrsta höft á gjaldeyrisviðskipti, hafna öllum nýjum sköttum og skapa sátt um nýtingu auðlinda. Hefja beri þegar uppbyggingu orkufrekra atvinnugreina svo sem gagnavera, álvera og annarra hátæknifyrirtækja. Þá beri að stefna að því að í boði verði óverðtryggð lán og veittir möguleikar á að breyta verðtryggðum lánum í óverðtryggð þegar verðbólga og vextir leyfi. Hugmyndum núverandi ríkisstjórnar um há- og millitekjuskatt er hafnað en stefna beri að því að stýrivextir verði 5-6 prósent undir árslok. Í stjórnmálaályktun sinni ítrekar Sjálfstæðisflokkurinn það mat sitt að við núverandi aðstæður sé hagsmunum þjóðarinnar best borgið utan Evrópusambandsins. [email protected] Kosningar 2009 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir skattahækkanir ekki lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar. Kosningabaráttan framundan snúist um hvernig þeim verði hjálpað sem standi illa. Aðrir flokkar hafi reynt að slá eign sinni á hugtakið velferð en hafi í því sambandi iðulega verið efst í huga að auka útgjöld ríkisins. Hjól atvinnulífsins verði að komast á hreyfingu en það gerist ekki með því að seilast sífellt dýpra í vasa fyrirtækjanna. Bjarni ræddi um glatað traust Sjálfstæðisflokksins og sagði það sameiginlegt verkefni fundarmanna og annarra sjálfstæðismanna að endurheimta traustið sem flokkurinn hefði alltaf notið meðal landsmanna. Hann kvaðst stoltur af hispurslausum umræðum á landsfundinum; Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið í rækilega naflaskoðun. Hún hefði ekki verið sársaukalaus, ágreiningur væri uppi um mál en ekkert væri gert til að fela ágreining. Styrkur flokksins gerði þetta kleift og við umræðurnar nú stæði flokkurinn enn sterkari. Í stjórnmálaályktun landsfundarins segir að ríkisútgjöld verði að dragast saman og nýta þurfi fjármuni hins opinbera eins vel og frekast er unnt um leið og standa þurfi sérstakan vörð um hag öryrkja, eldri borgara og fjölskyldna. Til að tryggja að til verði allt að tuttugu þúsund ný störf þurfi meðal annars að afnema hið fyrsta höft á gjaldeyrisviðskipti, hafna öllum nýjum sköttum og skapa sátt um nýtingu auðlinda. Hefja beri þegar uppbyggingu orkufrekra atvinnugreina svo sem gagnavera, álvera og annarra hátæknifyrirtækja. Þá beri að stefna að því að í boði verði óverðtryggð lán og veittir möguleikar á að breyta verðtryggðum lánum í óverðtryggð þegar verðbólga og vextir leyfi. Hugmyndum núverandi ríkisstjórnar um há- og millitekjuskatt er hafnað en stefna beri að því að stýrivextir verði 5-6 prósent undir árslok. Í stjórnmálaályktun sinni ítrekar Sjálfstæðisflokkurinn það mat sitt að við núverandi aðstæður sé hagsmunum þjóðarinnar best borgið utan Evrópusambandsins. [email protected]
Kosningar 2009 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira