Sigur fólksins Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 28. janúar 2009 00:01 Stórtíðindi urðu í íslensku samfélagi nú í vikunni. Þau tíðindi lutu ekki að því að við sjáum stjórnarmynstur sem við höfum ekki áður séð - verði þá mynduð minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Nei, þau tíðindi voru að fólkið náði því fram að hrekja ríkisstjórn frá völdum. Aldrei áður hefur það gerst að Íslendingar hafi flykkst út á götur og heimtað nýja stjórn og á þá hafi verið hlustað; reyndar tók það tíma sinn. Það þarf nefnilega enginn að velkjast í vafa um það að ef ekki hefðu verið haldnir 16 mótmælafundir á Austurvelli, ef ekki hefði verið haldinn fjöldi borgarafunda, ef ekki hefðu verið haldin ýmis mótmæli um allt land, ef ekki hefðu risið upp í vefheimum skæðir gagnrýnendur stjórnvalda, ef þjóðin hefði ekki látið í sér heyra, látið vita að nú vildi hún sjá breytingar, sjá hlutina öðruvísi, sjá ríkisstjórnina fara - ef ekkert af þessu hefði gerst; þá sæti hér enn ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Íslendingar hafa oft á tíðum dáðst að byltingum í öðrum löndum. Við dáðumst að Úkraínubúum, svo dæmi sé tekið, sem flykktust út á götur, börðu bumbur og gjöll, spiluðu rokk og köstuðu steinum og kveiktu elda. Hér varð það sama uppi á teningnum og niðurstaðan varð sú sama. Ríkisstjórnin sá að henni var ekki sætt lengur og kvaddi. Fólkið hafði sigur. Hlustað var á það og kröfur þess. Og þó að menn hafi haft mismunandi kröfur, einn viljað þetta og annar hitt, var meginkrafan skýr; breytingar urðu að verða. Og þá ekki þannig breytingar að einn stæði upp úr þessum stólnum og settist í hinn, en að í grunninn yrði allt hið sama. Nei, fólkið vildi grundvallarbreytingar. Og nú er ríkisstjórnin farin að kröfu fólksins. Við búum í ungu lýðræðisríki. Kannski eru þessi tíðindi fyrsta merki þess að við berum gæfu til að sníða helstu vankantana af stjórnarforminu. Að fólkið sjálft hafi meira að segja um eigið líf. sigur fólksins eru stórtíðindi þessara daga. Vonandi átta þeir sem munu sitja við stjórnvölinn sig á þeirri staðreynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Stórtíðindi urðu í íslensku samfélagi nú í vikunni. Þau tíðindi lutu ekki að því að við sjáum stjórnarmynstur sem við höfum ekki áður séð - verði þá mynduð minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Nei, þau tíðindi voru að fólkið náði því fram að hrekja ríkisstjórn frá völdum. Aldrei áður hefur það gerst að Íslendingar hafi flykkst út á götur og heimtað nýja stjórn og á þá hafi verið hlustað; reyndar tók það tíma sinn. Það þarf nefnilega enginn að velkjast í vafa um það að ef ekki hefðu verið haldnir 16 mótmælafundir á Austurvelli, ef ekki hefði verið haldinn fjöldi borgarafunda, ef ekki hefðu verið haldin ýmis mótmæli um allt land, ef ekki hefðu risið upp í vefheimum skæðir gagnrýnendur stjórnvalda, ef þjóðin hefði ekki látið í sér heyra, látið vita að nú vildi hún sjá breytingar, sjá hlutina öðruvísi, sjá ríkisstjórnina fara - ef ekkert af þessu hefði gerst; þá sæti hér enn ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Íslendingar hafa oft á tíðum dáðst að byltingum í öðrum löndum. Við dáðumst að Úkraínubúum, svo dæmi sé tekið, sem flykktust út á götur, börðu bumbur og gjöll, spiluðu rokk og köstuðu steinum og kveiktu elda. Hér varð það sama uppi á teningnum og niðurstaðan varð sú sama. Ríkisstjórnin sá að henni var ekki sætt lengur og kvaddi. Fólkið hafði sigur. Hlustað var á það og kröfur þess. Og þó að menn hafi haft mismunandi kröfur, einn viljað þetta og annar hitt, var meginkrafan skýr; breytingar urðu að verða. Og þá ekki þannig breytingar að einn stæði upp úr þessum stólnum og settist í hinn, en að í grunninn yrði allt hið sama. Nei, fólkið vildi grundvallarbreytingar. Og nú er ríkisstjórnin farin að kröfu fólksins. Við búum í ungu lýðræðisríki. Kannski eru þessi tíðindi fyrsta merki þess að við berum gæfu til að sníða helstu vankantana af stjórnarforminu. Að fólkið sjálft hafi meira að segja um eigið líf. sigur fólksins eru stórtíðindi þessara daga. Vonandi átta þeir sem munu sitja við stjórnvölinn sig á þeirri staðreynd.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun