Valgerður hættir í stjórnmálum 14. febrúar 2009 12:41 Valgerður Sverrisdóttir. Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, sem haldið er í Mývatnssveit í dag, lýsti Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, því yfir að hún gæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. ,,Lýk ég þar með störfum á vettvangi stjórnmálanna," segir Valgerður á vefsíðu sinni. Framsóknarflokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna í þingkosningunum vorið 2007. Fjórir þeirra verða ekki í framboði fyrir flokkinn í kosningunum í vor, en það eru Guðni Ágústsson, Bjarni Harðarson og Magnús Stefánsson auk Valgerðar. Setið á þingi síðan 1987 Valgerður segist taka þessa ákvörðun í sátt við alla þá sem hún hafi starfað með og með þakklæti og virðingu fyrir þeim störfum og embættum sem hún hafi gegnt á löngum starfsferli. ,,Ég hef setið á Alþingi í 22 ár og verið ráðherra frá árinu 2000 til ársins 2007. Fyrst ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála og síðan utanríkisráðherra. Ég var fyrsta konan sem gegndi þessum embættum. Ég var einnig fyrsta konan sem gegndi formennsku í þingflokki framsóknarmanna, embætti varaformanns Framsóknarflokksins, og síðar formanns, tímabundið frá nóvember til janúar s.l. Ég er ákaflega þakklát fyrir hafa verið valin til þeirra embætta, enda löngu tímabært að konur gegndu æðstu stöðum á vettvangi stjórnmálanna til jafns við karla," segir Valgerður. Ung og glæsileg kynslóð Valgerður segir unga og glæsilega kynslóð hafa tekið við forystu í Framsóknarflokknum. ,,Ég efast ekki um að með þetta öfluga fólk við stjórnvölinn á Framsóknarflokkurinn alla möguleika á að eflast og skila góðu verki í þágu þjóðarinnar." Við þessar aðstæður er eðlilegt að þeir sem lengi hafa verið ráðherrar og frambjóðendur fyrir Framsóknarflokkinn stígi til hliðar, segir Valgerður, og ýta þannig undir nauðsynlega endurnýjun og kynslóðaskipti í stjórnmálunum. Forréttindi ,,Það eru forréttindi að hafa verið trúað fyrir starfi alþingismannsins og vil ég þakka stuðningsmönnum í kjördæminu sem valið hafa mig sem fulltrúa sinn á Alþingi innilega fyrir traustið. Ég er einnig þakklát þingflokknum fyrir að hafa kosið mig til mikilvægra embætta. Þá vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem ég hef starfað með að mikilvægum framfaramálum á starfsferlinum. Síðast en ekki síst vil ég þakka flokksmönnum almennt fyrir ánægjulegt samstarf og stuðning á þeim tíma sem ég gegndi forystustörfum í Framsóknarflokknum," segir Valgerður. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Framsóknarmenn funda um framboðsmál Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor. 14. febrúar 2009 11:50 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, sem haldið er í Mývatnssveit í dag, lýsti Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, því yfir að hún gæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. ,,Lýk ég þar með störfum á vettvangi stjórnmálanna," segir Valgerður á vefsíðu sinni. Framsóknarflokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna í þingkosningunum vorið 2007. Fjórir þeirra verða ekki í framboði fyrir flokkinn í kosningunum í vor, en það eru Guðni Ágústsson, Bjarni Harðarson og Magnús Stefánsson auk Valgerðar. Setið á þingi síðan 1987 Valgerður segist taka þessa ákvörðun í sátt við alla þá sem hún hafi starfað með og með þakklæti og virðingu fyrir þeim störfum og embættum sem hún hafi gegnt á löngum starfsferli. ,,Ég hef setið á Alþingi í 22 ár og verið ráðherra frá árinu 2000 til ársins 2007. Fyrst ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála og síðan utanríkisráðherra. Ég var fyrsta konan sem gegndi þessum embættum. Ég var einnig fyrsta konan sem gegndi formennsku í þingflokki framsóknarmanna, embætti varaformanns Framsóknarflokksins, og síðar formanns, tímabundið frá nóvember til janúar s.l. Ég er ákaflega þakklát fyrir hafa verið valin til þeirra embætta, enda löngu tímabært að konur gegndu æðstu stöðum á vettvangi stjórnmálanna til jafns við karla," segir Valgerður. Ung og glæsileg kynslóð Valgerður segir unga og glæsilega kynslóð hafa tekið við forystu í Framsóknarflokknum. ,,Ég efast ekki um að með þetta öfluga fólk við stjórnvölinn á Framsóknarflokkurinn alla möguleika á að eflast og skila góðu verki í þágu þjóðarinnar." Við þessar aðstæður er eðlilegt að þeir sem lengi hafa verið ráðherrar og frambjóðendur fyrir Framsóknarflokkinn stígi til hliðar, segir Valgerður, og ýta þannig undir nauðsynlega endurnýjun og kynslóðaskipti í stjórnmálunum. Forréttindi ,,Það eru forréttindi að hafa verið trúað fyrir starfi alþingismannsins og vil ég þakka stuðningsmönnum í kjördæminu sem valið hafa mig sem fulltrúa sinn á Alþingi innilega fyrir traustið. Ég er einnig þakklát þingflokknum fyrir að hafa kosið mig til mikilvægra embætta. Þá vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem ég hef starfað með að mikilvægum framfaramálum á starfsferlinum. Síðast en ekki síst vil ég þakka flokksmönnum almennt fyrir ánægjulegt samstarf og stuðning á þeim tíma sem ég gegndi forystustörfum í Framsóknarflokknum," segir Valgerður.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Framsóknarmenn funda um framboðsmál Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor. 14. febrúar 2009 11:50 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Framsóknarmenn funda um framboðsmál Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor. 14. febrúar 2009 11:50