Pólitískur og ólöglegur 6. mars 2009 06:00 Fyrir skömmu var Jóhanna Sigurðardóttir dæmd fyrir valdníðslu í félagsmálaráðherratíð sinni. Hún hafði rekið mann ólöglega úr trúnaðarstöðu vegna stjórnmálaskoðana hans. Þessi frétt vakti furðulitla athygli í fjölmiðlum, sem höfðu þó jafnan sýnt gagnrýni á aðra ráðherra áhuga. Jóhanna notaði síðan fyrstu dagana í minnihlutastjórn, sem var mynduð í því skyni einu að sjá um kosningar, til að reka Davíð Oddsson seðlabankastjóra. Með því braut hún þá reglu, sem hún hafði sjálf mælt með áður, að Seðlabankinn skyldi vera sjálfstæður. Flausturslegt og vanhugsað seðlabankafrumvarp var keyrt í gegnum þingið. Norski stjórnmálamaðurinn, sem Jóhanna setti í stöðu seðlabankastjóra, byrjar ekki vel. Hann segist ekki muna, hvenær hann var beðinn að taka starfið að sér! Annaðhvort er hann þá óhæfur sökum greindarskorts eða fer með ósannindi. Þessi maður hefur meðal annars gegnt stöðu aðstoðarfjármálaráðherra fyrir norska Verkamannaflokkinn, systurflokk Samfylkingarinnar. Með setningu hans gleypti Jóhanna ofan í sig öll fyrri orð um „ópólitískan fagmann" í bankann. Maðurinn er rammpólitískur, þótt hann hafi háskólapróf í hagfræði. Flokksbróðir þeirra Jóhönnu, Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, óskaði Íslendingum til hamingju með „rauðu stjórnina". Eins og Sigurður Líndal lagaprófessor bendir á, hefur Jóhanna sennilega brotið stjórnarskrána. Í 20. grein segir þar svart á hvítu: „Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt." Jóhanna svarar því til ásamt launuðum ráðgjöfum sínum, að munur sé á að setja mann og skipa. En sá munur er ekki á hæfisskilyrðum, nema sérstaklega standi á, heldur liggur hann í því, að minni kröfur eru gerðar til rökstuðnings ráðherra við setningu, þar eð hún er aðeins til bráðabirgða. Raunar dró mjög úr muninum á setningu og skipun, þegar hætt var að æviráða embættismenn. Í Stjórnskipun Íslands segir Ólafur Jóhannesson, að hugsanlega megi þrátt fyrir stjórnarskrárákvæðið setja erlendan ríkisborgara tímabundið í embætti, „þegar þörf er sérkunnáttu". Dæmi um þetta gæti verið, þegar yfirdýralæknir forfallast skyndilega, brýn þörf er á manni með sérkunnáttu hans í stöðuna og ekki völ í bili á Íslendingum. En fjöldi íslenskra ríkisborgara hefur menntun og reynslu á við hinn nýsetta Norðmann. Alþingi féll einmitt frá að binda það skilyrði í lög, að seðlabankabankastjóri skyldi vera með háskólapróf í hagfræði. Þess vegna á ekki við, að hér hafi verið „þörf á sérkunnáttu". Margar athafnir seðlabankastjóra varða mikilvæga hagsmuni jafnt einstaklinga og fyrirtækja, til dæmis ákvarðanir dráttarvaxta og uppsagnir starfsmanna. Ef hann er settur ólöglega, þá kunna dómstólar að ógilda slíkar embættisathafnir hans. Úr þessu atriði verður ekki skorið með álitsgerðum, heldur aðeins með dómi. Stjórnarskrárákvæðið um, að embættismenn skuli vera íslenskir ríkisborgarar, var til að tryggja, að þeir gættu íslenskra hagsmuna. Fyrsti gestur hins nýja seðlabankastjóra var landi hans, Stoltenberg, og sátu þeir tveir einir fund í Seðlabankanum. Var þar lagt á ráðin um, hvernig best yrði gætt íslenskra hagsmuna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Fyrir skömmu var Jóhanna Sigurðardóttir dæmd fyrir valdníðslu í félagsmálaráðherratíð sinni. Hún hafði rekið mann ólöglega úr trúnaðarstöðu vegna stjórnmálaskoðana hans. Þessi frétt vakti furðulitla athygli í fjölmiðlum, sem höfðu þó jafnan sýnt gagnrýni á aðra ráðherra áhuga. Jóhanna notaði síðan fyrstu dagana í minnihlutastjórn, sem var mynduð í því skyni einu að sjá um kosningar, til að reka Davíð Oddsson seðlabankastjóra. Með því braut hún þá reglu, sem hún hafði sjálf mælt með áður, að Seðlabankinn skyldi vera sjálfstæður. Flausturslegt og vanhugsað seðlabankafrumvarp var keyrt í gegnum þingið. Norski stjórnmálamaðurinn, sem Jóhanna setti í stöðu seðlabankastjóra, byrjar ekki vel. Hann segist ekki muna, hvenær hann var beðinn að taka starfið að sér! Annaðhvort er hann þá óhæfur sökum greindarskorts eða fer með ósannindi. Þessi maður hefur meðal annars gegnt stöðu aðstoðarfjármálaráðherra fyrir norska Verkamannaflokkinn, systurflokk Samfylkingarinnar. Með setningu hans gleypti Jóhanna ofan í sig öll fyrri orð um „ópólitískan fagmann" í bankann. Maðurinn er rammpólitískur, þótt hann hafi háskólapróf í hagfræði. Flokksbróðir þeirra Jóhönnu, Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, óskaði Íslendingum til hamingju með „rauðu stjórnina". Eins og Sigurður Líndal lagaprófessor bendir á, hefur Jóhanna sennilega brotið stjórnarskrána. Í 20. grein segir þar svart á hvítu: „Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt." Jóhanna svarar því til ásamt launuðum ráðgjöfum sínum, að munur sé á að setja mann og skipa. En sá munur er ekki á hæfisskilyrðum, nema sérstaklega standi á, heldur liggur hann í því, að minni kröfur eru gerðar til rökstuðnings ráðherra við setningu, þar eð hún er aðeins til bráðabirgða. Raunar dró mjög úr muninum á setningu og skipun, þegar hætt var að æviráða embættismenn. Í Stjórnskipun Íslands segir Ólafur Jóhannesson, að hugsanlega megi þrátt fyrir stjórnarskrárákvæðið setja erlendan ríkisborgara tímabundið í embætti, „þegar þörf er sérkunnáttu". Dæmi um þetta gæti verið, þegar yfirdýralæknir forfallast skyndilega, brýn þörf er á manni með sérkunnáttu hans í stöðuna og ekki völ í bili á Íslendingum. En fjöldi íslenskra ríkisborgara hefur menntun og reynslu á við hinn nýsetta Norðmann. Alþingi féll einmitt frá að binda það skilyrði í lög, að seðlabankabankastjóri skyldi vera með háskólapróf í hagfræði. Þess vegna á ekki við, að hér hafi verið „þörf á sérkunnáttu". Margar athafnir seðlabankastjóra varða mikilvæga hagsmuni jafnt einstaklinga og fyrirtækja, til dæmis ákvarðanir dráttarvaxta og uppsagnir starfsmanna. Ef hann er settur ólöglega, þá kunna dómstólar að ógilda slíkar embættisathafnir hans. Úr þessu atriði verður ekki skorið með álitsgerðum, heldur aðeins með dómi. Stjórnarskrárákvæðið um, að embættismenn skuli vera íslenskir ríkisborgarar, var til að tryggja, að þeir gættu íslenskra hagsmuna. Fyrsti gestur hins nýja seðlabankastjóra var landi hans, Stoltenberg, og sátu þeir tveir einir fund í Seðlabankanum. Var þar lagt á ráðin um, hvernig best yrði gætt íslenskra hagsmuna?
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun