Lýðskrumshætta Auðunn Arnórsson skrifar 26. janúar 2009 04:00 Eftir að ljóst er orðið að kosið verður í vor, landsfundi Sjálfstæðisflokksins frestað fram í lok marz og óvíst hvaða stjórn sitji við völd fram að kosningum er jafnframt orðið ljóst að engin ákvörðun verður tekin um að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrr en í fyrsta lagi eftir að ný ríkisstjórn verður tekin til starfa eftir kosningar. Það er bagalegt. Í nýjasta hefti brezka vikuritsins Economist er í svonefndum Karlamagnúsar-pistli (Charlemagne) fjallað um það sem knýr á um að Ísland taki sem fyrst af skarið um aðildarumsókn. Bent er á að í lykilstöðum í framkvæmdastjórn ESB sitji nú menn mjög hliðhollir Íslandi. Þar ber fyrst að nefna Finnann Olli Rehn, stækkunarmálastjóra sambandsins. Hinn er Maltverjinn Joe Borg, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórninni. Svo lengi sem þessir menn sitji í þessum embættum geti Íslendingar reiknað með að fá góða afgreiðslu sinna mála, berist þau á annað borð inn á þeirra borð áður en þeir láta af embætti. Skipunartímabil núverandi framkvæmdastjórnar rennur út í haust, og engin trygging er fyrir því að arftakar hennar verði Íslendingum jafn vinveittir. Þá vill enn fremur svo til að síðari helming þessa árs fara Svíar með formennskuna í sambandinu, sem kynni að liðka enn frekar fyrir því hvernig ESB bregzt við aðildarumsókn Íslendinga. Um næstu áramót taka Spánverjar við formennskunni. Að ákvörðun um aðildarumsókn frestist er þó ekki bara bagalegt af þessum ástæðum einum. Það er bagalegt fyrst og fremst vegna þess að við blasir að ákvörðun um aðildarumsókn væri sú pólitíska ráðstöfun sem beztar forsendur skapaði fyrir endurreisn íslenzks efnahagslífs. Án slíkrar ákvörðunar lengist tímabil óvissu um framtíðarstefnu Íslands í peninga- og hagstjórnarmálum, sem þýðir að íslenzkt efnahagslíf þarf áfram að búa við gjaldeyrishöft og háa vexti hins trausti rúna krónukerfis. Strax og það lægi fyrir að Ísland stefndi að aðild að ESB og evrópska myntbandalaginu og ætlaði sér þar með að haga hagstjórninni í samræmi við það, myndi það hjálpa til við að endurheimta glatað traust og trúverðugleika. Það gæfi fyrirheit um að ekki yrði reynt að framlengja líf íslenzku krónunnar umfram það sem nauðsynlegt er á millibilstímanum unz Ísland uppfyllir skilyrðin fyrir að skipta henni formlega út fyrir evruna. Hitt er eins ljóst að röksemdir af þessu tagi munu falla í skuggann af ýmsu öðru í komandi kosningabaráttu. Stærsta hættan er sú að frambjóðendur freistist til lýðskrums, enda bjóða aðstæður upp á að slíkar aðferðir skili árangri sem aldrei fyrr. Það er til að mynda ekkert annað en óábyrgt lýðskrum að telja þjóðinni trú um að hún væri betur sett án samkomulagsins sem gert var við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, eða að hún geti einfaldlega neitað að greiða þær fjárskuldbindingar sem bankahrunið skildi eftir á herðum skattgreiðenda. Yrði slíkt reynt yrðu afleiðingarnar fyrir stöðu Íslands í alþjóðakerfinu, svo sem hvað varðar aðgang að fjármagnsmörkuðum, sennilega enn dýrkeyptari en það kostar að axla bankahrunsbaggann. Eins nauðsynlegt og það er að endurnýja forystu stjórn- og fjármálakerfi landsins er jafnvel enn nauðsynlegra að ný forysta, sem getur setzt að völdum með skýrt umboð þjóðarinnar, sýni ábyrgð og festu í að stýra því endurreisnarstarfi sem fram undan er, með framtíðarhagsmuni lands og þjóðar að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun
Eftir að ljóst er orðið að kosið verður í vor, landsfundi Sjálfstæðisflokksins frestað fram í lok marz og óvíst hvaða stjórn sitji við völd fram að kosningum er jafnframt orðið ljóst að engin ákvörðun verður tekin um að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrr en í fyrsta lagi eftir að ný ríkisstjórn verður tekin til starfa eftir kosningar. Það er bagalegt. Í nýjasta hefti brezka vikuritsins Economist er í svonefndum Karlamagnúsar-pistli (Charlemagne) fjallað um það sem knýr á um að Ísland taki sem fyrst af skarið um aðildarumsókn. Bent er á að í lykilstöðum í framkvæmdastjórn ESB sitji nú menn mjög hliðhollir Íslandi. Þar ber fyrst að nefna Finnann Olli Rehn, stækkunarmálastjóra sambandsins. Hinn er Maltverjinn Joe Borg, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórninni. Svo lengi sem þessir menn sitji í þessum embættum geti Íslendingar reiknað með að fá góða afgreiðslu sinna mála, berist þau á annað borð inn á þeirra borð áður en þeir láta af embætti. Skipunartímabil núverandi framkvæmdastjórnar rennur út í haust, og engin trygging er fyrir því að arftakar hennar verði Íslendingum jafn vinveittir. Þá vill enn fremur svo til að síðari helming þessa árs fara Svíar með formennskuna í sambandinu, sem kynni að liðka enn frekar fyrir því hvernig ESB bregzt við aðildarumsókn Íslendinga. Um næstu áramót taka Spánverjar við formennskunni. Að ákvörðun um aðildarumsókn frestist er þó ekki bara bagalegt af þessum ástæðum einum. Það er bagalegt fyrst og fremst vegna þess að við blasir að ákvörðun um aðildarumsókn væri sú pólitíska ráðstöfun sem beztar forsendur skapaði fyrir endurreisn íslenzks efnahagslífs. Án slíkrar ákvörðunar lengist tímabil óvissu um framtíðarstefnu Íslands í peninga- og hagstjórnarmálum, sem þýðir að íslenzkt efnahagslíf þarf áfram að búa við gjaldeyrishöft og háa vexti hins trausti rúna krónukerfis. Strax og það lægi fyrir að Ísland stefndi að aðild að ESB og evrópska myntbandalaginu og ætlaði sér þar með að haga hagstjórninni í samræmi við það, myndi það hjálpa til við að endurheimta glatað traust og trúverðugleika. Það gæfi fyrirheit um að ekki yrði reynt að framlengja líf íslenzku krónunnar umfram það sem nauðsynlegt er á millibilstímanum unz Ísland uppfyllir skilyrðin fyrir að skipta henni formlega út fyrir evruna. Hitt er eins ljóst að röksemdir af þessu tagi munu falla í skuggann af ýmsu öðru í komandi kosningabaráttu. Stærsta hættan er sú að frambjóðendur freistist til lýðskrums, enda bjóða aðstæður upp á að slíkar aðferðir skili árangri sem aldrei fyrr. Það er til að mynda ekkert annað en óábyrgt lýðskrum að telja þjóðinni trú um að hún væri betur sett án samkomulagsins sem gert var við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, eða að hún geti einfaldlega neitað að greiða þær fjárskuldbindingar sem bankahrunið skildi eftir á herðum skattgreiðenda. Yrði slíkt reynt yrðu afleiðingarnar fyrir stöðu Íslands í alþjóðakerfinu, svo sem hvað varðar aðgang að fjármagnsmörkuðum, sennilega enn dýrkeyptari en það kostar að axla bankahrunsbaggann. Eins nauðsynlegt og það er að endurnýja forystu stjórn- og fjármálakerfi landsins er jafnvel enn nauðsynlegra að ný forysta, sem getur setzt að völdum með skýrt umboð þjóðarinnar, sýni ábyrgð og festu í að stýra því endurreisnarstarfi sem fram undan er, með framtíðarhagsmuni lands og þjóðar að leiðarljósi.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun