Heimdallur gefur út ákærur á hendur Steingrími J. Sigfússyni 28. september 2010 20:41 Heimdallur. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur gefið út ákæru á hendur Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, vegna framgöngu hans í Icesave-málinu samkvæmt tilkynningu sem Heimdallur sendi frá sér nú í kvöld. Þar segir að Steingrímur hafi oftar en einu sinni sýnt það í orði og verki að hugur hans í málinu stendur ekki til þess að gæta hagsmuna Íslendinga, heldur hefur hann þvert á móti gerst sekur um að halda uppi málstað Breta og Hollendinga gegn íslensku þjóðinni. Heimdallur telur að tilgangurinn með ákærunni sé að vekja athygli á þeim skrípaleik sem átt hefur sér stað á Alþingi undanfarna daga sem endaði með því að Alþingi samþykkti ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Svo segir í tilkynningu Heimdallar að þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með ákærum á hendur fyrrverandi ráðherrum virðast margir vera þeirrar skoðunar að leiði stjórnmálastefna einstakra ráðherra til ófara fyrir þjóðina beri að ákæra viðkomandi. „Ef þetta er sá háttur mála sem á að viðgangast hér eftir liggur beint við að höfðað verði mál á hendur Steingrími J. Sigfússyni, enda mun ríkari ástæður til ákæru á hendur honum, en ráðherrum í seinna ráðuneyti Geirs H. Haarde," segir í tilkynningu Heimdallar. Svo segir orðrétt: „Hvorki Geir H. Haarde né aðrir ráðherrar í ríkisstjórn hans gengu með ásetningi gegn hagsmunum þjóðarinnar. Hins vegar má færa fyrir því þung rök að hið gagnstæða eigi við um háttsemi Steingríms J. Sigfússonar í Icesave-málinu þegar efnisatriði þess máls eru krufin til mergjar. Nánari útlistun á þeirri háttsemi má finna í meðfylgjandi ákæru. Í næstu viku mun Heimdallur standa fyrir málfundi þar sem rætt verður um hvort Alþingi beri að höfða mál á hendur Steingrími J. Sigfússyni fyrir Landsdómi vegna Icesave-málsins. Yfirskrift fundarins verður „Við munum borga" en þar er vísað til ummæla Steingríms í hollenskum fjölmiðlum á dögunum þegar hann tjáði þeim að Íslendingar myndu greiða skuldir einkabanka. Það gerði hann jafnvel þótt að allt bendi til þess að Ísland sé ekki skuldbundið til þess. Steingrímur hefur gengið gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar og fyrir það gætu núlifandi kynslóðir Íslendinga og afkomendur þeirra þurft að borga um ókomna tíð." Landsdómur Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur gefið út ákæru á hendur Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, vegna framgöngu hans í Icesave-málinu samkvæmt tilkynningu sem Heimdallur sendi frá sér nú í kvöld. Þar segir að Steingrímur hafi oftar en einu sinni sýnt það í orði og verki að hugur hans í málinu stendur ekki til þess að gæta hagsmuna Íslendinga, heldur hefur hann þvert á móti gerst sekur um að halda uppi málstað Breta og Hollendinga gegn íslensku þjóðinni. Heimdallur telur að tilgangurinn með ákærunni sé að vekja athygli á þeim skrípaleik sem átt hefur sér stað á Alþingi undanfarna daga sem endaði með því að Alþingi samþykkti ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Svo segir í tilkynningu Heimdallar að þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með ákærum á hendur fyrrverandi ráðherrum virðast margir vera þeirrar skoðunar að leiði stjórnmálastefna einstakra ráðherra til ófara fyrir þjóðina beri að ákæra viðkomandi. „Ef þetta er sá háttur mála sem á að viðgangast hér eftir liggur beint við að höfðað verði mál á hendur Steingrími J. Sigfússyni, enda mun ríkari ástæður til ákæru á hendur honum, en ráðherrum í seinna ráðuneyti Geirs H. Haarde," segir í tilkynningu Heimdallar. Svo segir orðrétt: „Hvorki Geir H. Haarde né aðrir ráðherrar í ríkisstjórn hans gengu með ásetningi gegn hagsmunum þjóðarinnar. Hins vegar má færa fyrir því þung rök að hið gagnstæða eigi við um háttsemi Steingríms J. Sigfússonar í Icesave-málinu þegar efnisatriði þess máls eru krufin til mergjar. Nánari útlistun á þeirri háttsemi má finna í meðfylgjandi ákæru. Í næstu viku mun Heimdallur standa fyrir málfundi þar sem rætt verður um hvort Alþingi beri að höfða mál á hendur Steingrími J. Sigfússyni fyrir Landsdómi vegna Icesave-málsins. Yfirskrift fundarins verður „Við munum borga" en þar er vísað til ummæla Steingríms í hollenskum fjölmiðlum á dögunum þegar hann tjáði þeim að Íslendingar myndu greiða skuldir einkabanka. Það gerði hann jafnvel þótt að allt bendi til þess að Ísland sé ekki skuldbundið til þess. Steingrímur hefur gengið gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar og fyrir það gætu núlifandi kynslóðir Íslendinga og afkomendur þeirra þurft að borga um ókomna tíð."
Landsdómur Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira