Auglýsa eftir stuðningi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2010 06:00 Freyr Brynjarsson verður í lykilhlutverki hjá Haukum í dag er þeir mæta Grosswallstadt í EHF-bikarnum. Fréttablaðið/Vilhelm Síðari leikur Hauka og þýska úrvalsdeildarliðins Grosswallstadt, sem landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson spilar með, fer fram á Ásvöllum klukkan 17.00 í dag. Íslandsmeistararnir eiga raunhæfan möguleika á að komast áfram eftir að hafa tapað fyrri leiknum ytra með aðeins tveggja marka mun. „Þetta verkefni leggst vel í okkur. Það er alltaf gaman að mæta svona sterkum liðum. Við mætt mörgum af sterkustu liðum Evrópu á síðustu árum og það er alltaf jafn gaman. Þessir Evrópuleikir eru eins og landsleikir fyrir marga okkar," sagði hinn harðskeytti hornamaður Haukanna, Freyr Brynjarsson. Hann segir Haukana hafa hitt á mjög góðan leik ytra. „Það var okkar besti leikur í vetur. Vörnin var virkilega góð hjá okkur í þeim leik. Þeir voru eflaust að vanmeta okkur eitthvað á sama tíma og við duttum á góðan leik. Grosswallstadt datt samt úr bikarnum um daginn, tapaði fyrir liði í 2. deild, og þeir eiga því til að brotna. Ef við náum vörn og markvörslu aftur þá er allt hægt. Sérstaklega ef við fáum fullt hús og góðan stuðning. Við hvetjum fólk til þess að mæta," sagði Freyr ákveðinn en frítt er á leikinn. „Þátttaka í Evrópukeppnum hefur oft hjálpað okkur í deildinni heima. Við steinlágum einu sinni fyrir Val og lögðum síðan hið gríðarsterka lið Fotex Veszprém í kjölfarið. Leikurinn úti sýndi okkur hvað við getum. Við munum selja okkur dýrt í þessum leik og ef allt smellur hjá okkur er aldrei að vita hvað gerist." Það er ekki ókeypis að taka þátt í Evrópukeppni og Haukarnir eru þegar komnir í mínus vegna þátttökunnar í ár. Þeir eru samt duglegir að afla fjár og verða meðal annars með sjávarréttakvöld eftir leikinn þar sem leikmenn beggja liða mæta. „Það eru enn lausir miðar á sjávarréttakvöldið og þeir verða seldir á leiknum. Við höfum einnig farið hefðbundnari leiðir til að afla fjár og meðal annars selt klósettpappír og þorskhnakka. Við munum svo gera eitthvað fleira eftir áramót. Bóna bíla og svo var líka hugmynd að gefa út dagatal. Við gerum eitthvað sniðugt," sagði Freyr Brynjarsson léttur. Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
Síðari leikur Hauka og þýska úrvalsdeildarliðins Grosswallstadt, sem landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson spilar með, fer fram á Ásvöllum klukkan 17.00 í dag. Íslandsmeistararnir eiga raunhæfan möguleika á að komast áfram eftir að hafa tapað fyrri leiknum ytra með aðeins tveggja marka mun. „Þetta verkefni leggst vel í okkur. Það er alltaf gaman að mæta svona sterkum liðum. Við mætt mörgum af sterkustu liðum Evrópu á síðustu árum og það er alltaf jafn gaman. Þessir Evrópuleikir eru eins og landsleikir fyrir marga okkar," sagði hinn harðskeytti hornamaður Haukanna, Freyr Brynjarsson. Hann segir Haukana hafa hitt á mjög góðan leik ytra. „Það var okkar besti leikur í vetur. Vörnin var virkilega góð hjá okkur í þeim leik. Þeir voru eflaust að vanmeta okkur eitthvað á sama tíma og við duttum á góðan leik. Grosswallstadt datt samt úr bikarnum um daginn, tapaði fyrir liði í 2. deild, og þeir eiga því til að brotna. Ef við náum vörn og markvörslu aftur þá er allt hægt. Sérstaklega ef við fáum fullt hús og góðan stuðning. Við hvetjum fólk til þess að mæta," sagði Freyr ákveðinn en frítt er á leikinn. „Þátttaka í Evrópukeppnum hefur oft hjálpað okkur í deildinni heima. Við steinlágum einu sinni fyrir Val og lögðum síðan hið gríðarsterka lið Fotex Veszprém í kjölfarið. Leikurinn úti sýndi okkur hvað við getum. Við munum selja okkur dýrt í þessum leik og ef allt smellur hjá okkur er aldrei að vita hvað gerist." Það er ekki ókeypis að taka þátt í Evrópukeppni og Haukarnir eru þegar komnir í mínus vegna þátttökunnar í ár. Þeir eru samt duglegir að afla fjár og verða meðal annars með sjávarréttakvöld eftir leikinn þar sem leikmenn beggja liða mæta. „Það eru enn lausir miðar á sjávarréttakvöldið og þeir verða seldir á leiknum. Við höfum einnig farið hefðbundnari leiðir til að afla fjár og meðal annars selt klósettpappír og þorskhnakka. Við munum svo gera eitthvað fleira eftir áramót. Bóna bíla og svo var líka hugmynd að gefa út dagatal. Við gerum eitthvað sniðugt," sagði Freyr Brynjarsson léttur.
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira