Um tuttugu þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum í Aþenu í gær, þegar fjórða allsherjarverkfall landsins á þessu ári hófst.
Verkalýðsfélög og almenningur mótmæla harkalegum sparnaðaraðgerðum stjórnvalda, sem að nokkru eru kröfur evruríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Verslunareigendur og embættismenn borgarinnar bjuggu sig undir átök í miðbænum, meðal annars með því að byrgja rúður verslana. Sautján hundruð manna lögreglulið var sent á vettvang.- gb