Umfjöllun: Akureyri drap FH-grýluna Hjalti Þór Hreinsson skrifar 18. mars 2010 20:51 Árni Þór var markahæstur Akureyringa í kvöld með níu mörk. Fréttablaðið/Stefán Akureyri vann góðan 33-30 sigur á FH í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var miklu betra í fyrri hálfleik og leiddi 18-12 eftir hann en seinni hálfleikur var spennandi. Akureyri hélt haus á lokakaflanum og landaði sigrinum. Þetta var fjórða viðureign liðanna á tímabilinu og FH hafði fyrir þennan leik unnið þá alla. Akureyringar voru betri á öllum sviðum í fyrri hálfleik. Hörður Flóki varði vel, alls ellefu skot þar af eitt víti, en ævintýralega slök markvarsla Pálmars Péturssonar og Daníels Andréssonar vakti hvað mesta athygli. Daníel varði einu skot tvímenningana í fyrri hálfleik. Akureyri fékk aukakast eftir fyrra skotið sem hann varði og eftir það síðara kastaði hann boltanum fram völlinn, beint í hendurnar á Akureyringum. Akureyri fékk mikið af hröðum sóknum sem það nýtti vel. Þó má spyrja sig hvort liðið hefði ekki átt að skora fleiri mörk miðað við slaka markvörslu Hafnfirðinga. Akureyri náði mest sex marka forystu sem það hélt út hálfleikinn. Staðan þá var 18-12. Bjarni Fritzson skoraði fimm mörk af vítalínunni í sex tilraunum á meðan Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu. Hann var tekinn úr umferð en skoraði samt þrjú góð mörk. Það tók FH rúmar átta mínútur að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Pálmar varði mjög vel í seinni hálfleik sem var æsispennandi, í 22 mínútur. Akureyringar rönkuðu loks við sér og leyfðu FH ekki að komast yfir, þrátt fyrir að gestirnir hefðu fengið tækifæri til þess. Akureyringar voru tveimur mörkum yfir þegar rúmar fimm mínútur lifðu leiks. Lykilsókn hjá FH sem lauk með marki. 29-28 og fimm eftir. Akureyri komst aftur tveimur yfir eftir langa sókn og svo varði Hörður Flóki vel. Akureyri fékk víti sem Pálmar varði frá Oddi. Þrjár mínútur eftir og enn 30-28. Ólafur Gústafsson skoraði þá gott mark, eins og í sókninni þar á undan og dró vagninn. Árni skoraði þá gott mark fyrir Akureyri og enn tveggja marka munur þegar tvær mínútur voru eftir. Árni var drjúgur fyrir Akureyri á lokakaflanum og þegar ein mínúta var eftir kom hann liðinu í þriggja marka forystu, og leikurinn búinn. FH sýndi mikinn karakter í að koma til baka og jafna, en líklega hefði liðið þurft að komast yfir til að finna neistann sem vantaði. Bjarni Fritzson skaraði fram úr í liðinu og skoraði tólf mörk. Pálmar varði vel í síðari hálfleik, ellefu skot þar af tvö víti. Kollegi hans í marki Akureyrar varði 21 skot, oft á tíðum á mikilvægum augnablikum. Þá var Heimir frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik sem og Árni sem í staðinn var góður í seinni. Þá er vert að minnast á frábæra stemningu í Höllinni í kvöld en frítt var á leikinn í boði KEA.Akureyri-FH 33-30 (18-12)Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 9 (15), Heimir Örn Árnason 8 (12), Oddur Gretarsson 5/1 (7/3), Guðmundur H. Helgason 5 (10), Jónatan Magnússon 3 (5), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (1).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 21/1 (40) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 11 (Heimir 4, Guðmundur 2, Árni 2, Andri, Oddur, Jónatan).Fiskuð víti: 3 (Hörður 3).Utan vallar: 2 mín.Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 12/6 (18/7), Ólafur Gústafsson 6 (12), Ólafur Guðmundsson 4 (9), Ásbjörn Friðriksson 2 (6), Örn Ingi Bjarkason 2 (7), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1), Hermann Björnsson 1 (2), Benedikt Kristinsson 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 11/2 (36) 31%, Daníel Andrésson 2 (10) 20%.Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 3, Sigurgeir, Benedikt, Bjarni).Fiskuð víti: 7 (Örn 3, Bjarni 2, Ásbjörn, Benedikt).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Leifsson. Góðir. Olís-deild karla Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Akureyri vann góðan 33-30 sigur á FH í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var miklu betra í fyrri hálfleik og leiddi 18-12 eftir hann en seinni hálfleikur var spennandi. Akureyri hélt haus á lokakaflanum og landaði sigrinum. Þetta var fjórða viðureign liðanna á tímabilinu og FH hafði fyrir þennan leik unnið þá alla. Akureyringar voru betri á öllum sviðum í fyrri hálfleik. Hörður Flóki varði vel, alls ellefu skot þar af eitt víti, en ævintýralega slök markvarsla Pálmars Péturssonar og Daníels Andréssonar vakti hvað mesta athygli. Daníel varði einu skot tvímenningana í fyrri hálfleik. Akureyri fékk aukakast eftir fyrra skotið sem hann varði og eftir það síðara kastaði hann boltanum fram völlinn, beint í hendurnar á Akureyringum. Akureyri fékk mikið af hröðum sóknum sem það nýtti vel. Þó má spyrja sig hvort liðið hefði ekki átt að skora fleiri mörk miðað við slaka markvörslu Hafnfirðinga. Akureyri náði mest sex marka forystu sem það hélt út hálfleikinn. Staðan þá var 18-12. Bjarni Fritzson skoraði fimm mörk af vítalínunni í sex tilraunum á meðan Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu. Hann var tekinn úr umferð en skoraði samt þrjú góð mörk. Það tók FH rúmar átta mínútur að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Pálmar varði mjög vel í seinni hálfleik sem var æsispennandi, í 22 mínútur. Akureyringar rönkuðu loks við sér og leyfðu FH ekki að komast yfir, þrátt fyrir að gestirnir hefðu fengið tækifæri til þess. Akureyringar voru tveimur mörkum yfir þegar rúmar fimm mínútur lifðu leiks. Lykilsókn hjá FH sem lauk með marki. 29-28 og fimm eftir. Akureyri komst aftur tveimur yfir eftir langa sókn og svo varði Hörður Flóki vel. Akureyri fékk víti sem Pálmar varði frá Oddi. Þrjár mínútur eftir og enn 30-28. Ólafur Gústafsson skoraði þá gott mark, eins og í sókninni þar á undan og dró vagninn. Árni skoraði þá gott mark fyrir Akureyri og enn tveggja marka munur þegar tvær mínútur voru eftir. Árni var drjúgur fyrir Akureyri á lokakaflanum og þegar ein mínúta var eftir kom hann liðinu í þriggja marka forystu, og leikurinn búinn. FH sýndi mikinn karakter í að koma til baka og jafna, en líklega hefði liðið þurft að komast yfir til að finna neistann sem vantaði. Bjarni Fritzson skaraði fram úr í liðinu og skoraði tólf mörk. Pálmar varði vel í síðari hálfleik, ellefu skot þar af tvö víti. Kollegi hans í marki Akureyrar varði 21 skot, oft á tíðum á mikilvægum augnablikum. Þá var Heimir frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik sem og Árni sem í staðinn var góður í seinni. Þá er vert að minnast á frábæra stemningu í Höllinni í kvöld en frítt var á leikinn í boði KEA.Akureyri-FH 33-30 (18-12)Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 9 (15), Heimir Örn Árnason 8 (12), Oddur Gretarsson 5/1 (7/3), Guðmundur H. Helgason 5 (10), Jónatan Magnússon 3 (5), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (1).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 21/1 (40) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 11 (Heimir 4, Guðmundur 2, Árni 2, Andri, Oddur, Jónatan).Fiskuð víti: 3 (Hörður 3).Utan vallar: 2 mín.Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 12/6 (18/7), Ólafur Gústafsson 6 (12), Ólafur Guðmundsson 4 (9), Ásbjörn Friðriksson 2 (6), Örn Ingi Bjarkason 2 (7), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1), Hermann Björnsson 1 (2), Benedikt Kristinsson 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 11/2 (36) 31%, Daníel Andrésson 2 (10) 20%.Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 3, Sigurgeir, Benedikt, Bjarni).Fiskuð víti: 7 (Örn 3, Bjarni 2, Ásbjörn, Benedikt).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Leifsson. Góðir.
Olís-deild karla Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira