Íslenskt fyrirtæki vill selja þúsund rafjeppa hér á landi 2. desember 2010 05:00 flaggskip AMP Bílarnir sem NLE flytur inn eru af gerðinni Chevrolet Equinox frá General Motors og er breytt í rafbíl af AMP.mynd/Nle Íslenska þróunarfélagið Northern Lights Energy (NLE) hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við bandaríska fyrirtækið AMP Electric Vehicles um sölu á eitt þúsund rafjeppum hér á landi á næstu fimm árum. Verkefnið er hluti af þjóðarátaki um rafbílavæðingu Íslands sem NLE stendur að. Gísli Gíslason, stjórnarformaður NLE, segir stefnuna ekki einungis vera að flytja 200 rafjeppa til landsins á hverju ári heldur sé stefnt að því að þeir verði settir saman á Íslandi. „Það er mjög líklegt að AMP setji upp samsetningarverksmiðju hér á Íslandi. Það er ekki eins flókið og menn halda. Við fáum svo vonandi fyrstu bílana strax í janúar.“ Gísli útskýrir að samsetningu bílanna megi líkja við módelsmíði. Íslendingar muni hins vegar setja bílana saman, en það skapi störf og spari gjaldeyri. Sighvatur Lárusson, framkvæmdastjóri NLE, segir að félagið velji sér verkefni sem „hafa samfélagslega ábyrgð, skipta máli og hafa langtíma virkni. Stærsta verkefnið okkar er þjóðarátak um rafbílavæðingu Íslands og samningurinn við AMP er einn hlutinn af því verkefni, enda þurfum við að tryggja komu rafbíla hingað til lands svo það gangi upp“. Þátttakendur í þjóðarátakinu eru nú þegar fimmtíu stofnanir og fyrirtæki. Umhverfisráðuneytið er þar á meðal. „Við stefnum á að fá á næstu mánuðum allt að 300 fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í þjóðarátakinu,“ segir Sighvatur. Pöntun á þúsund bílum hingað til lands er ein sú stærsta sem hefur verið gerð á heimsvísu, skrifar Jim Motavalli á netmiðil CBS fréttastofunnar bnet.com., en Motavalli skrifar að jafnaði fyrir The New York Times. Í grein hans kemur fram að Steve Burns, stjórnarformaður AMP, telji Ísland hafa einstakt tækifæri til að verða fyrsta landið þar sem rafbílavæðing geti haft mikla samfélagslega þýðingu. Þúsund stórir rafbílar hafi augljóslega mikla þýðingu í landi þar sem um 210 þúsund bílar séu á götunum. Ekki heillast þeir félagar minnst af því að aðeins þarf 50 megavött til að knýja alla bíla hér á landi ef þeim yrði öllum skipt út í allsherjar rafbílavæðingu. Það jafngildir þriðjungi af orkuframleiðslu Blönduvirkjunar.- shá Fréttir Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Íslenska þróunarfélagið Northern Lights Energy (NLE) hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við bandaríska fyrirtækið AMP Electric Vehicles um sölu á eitt þúsund rafjeppum hér á landi á næstu fimm árum. Verkefnið er hluti af þjóðarátaki um rafbílavæðingu Íslands sem NLE stendur að. Gísli Gíslason, stjórnarformaður NLE, segir stefnuna ekki einungis vera að flytja 200 rafjeppa til landsins á hverju ári heldur sé stefnt að því að þeir verði settir saman á Íslandi. „Það er mjög líklegt að AMP setji upp samsetningarverksmiðju hér á Íslandi. Það er ekki eins flókið og menn halda. Við fáum svo vonandi fyrstu bílana strax í janúar.“ Gísli útskýrir að samsetningu bílanna megi líkja við módelsmíði. Íslendingar muni hins vegar setja bílana saman, en það skapi störf og spari gjaldeyri. Sighvatur Lárusson, framkvæmdastjóri NLE, segir að félagið velji sér verkefni sem „hafa samfélagslega ábyrgð, skipta máli og hafa langtíma virkni. Stærsta verkefnið okkar er þjóðarátak um rafbílavæðingu Íslands og samningurinn við AMP er einn hlutinn af því verkefni, enda þurfum við að tryggja komu rafbíla hingað til lands svo það gangi upp“. Þátttakendur í þjóðarátakinu eru nú þegar fimmtíu stofnanir og fyrirtæki. Umhverfisráðuneytið er þar á meðal. „Við stefnum á að fá á næstu mánuðum allt að 300 fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í þjóðarátakinu,“ segir Sighvatur. Pöntun á þúsund bílum hingað til lands er ein sú stærsta sem hefur verið gerð á heimsvísu, skrifar Jim Motavalli á netmiðil CBS fréttastofunnar bnet.com., en Motavalli skrifar að jafnaði fyrir The New York Times. Í grein hans kemur fram að Steve Burns, stjórnarformaður AMP, telji Ísland hafa einstakt tækifæri til að verða fyrsta landið þar sem rafbílavæðing geti haft mikla samfélagslega þýðingu. Þúsund stórir rafbílar hafi augljóslega mikla þýðingu í landi þar sem um 210 þúsund bílar séu á götunum. Ekki heillast þeir félagar minnst af því að aðeins þarf 50 megavött til að knýja alla bíla hér á landi ef þeim yrði öllum skipt út í allsherjar rafbílavæðingu. Það jafngildir þriðjungi af orkuframleiðslu Blönduvirkjunar.- shá
Fréttir Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira