Íslenskt fyrirtæki vill selja þúsund rafjeppa hér á landi 2. desember 2010 05:00 flaggskip AMP Bílarnir sem NLE flytur inn eru af gerðinni Chevrolet Equinox frá General Motors og er breytt í rafbíl af AMP.mynd/Nle Íslenska þróunarfélagið Northern Lights Energy (NLE) hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við bandaríska fyrirtækið AMP Electric Vehicles um sölu á eitt þúsund rafjeppum hér á landi á næstu fimm árum. Verkefnið er hluti af þjóðarátaki um rafbílavæðingu Íslands sem NLE stendur að. Gísli Gíslason, stjórnarformaður NLE, segir stefnuna ekki einungis vera að flytja 200 rafjeppa til landsins á hverju ári heldur sé stefnt að því að þeir verði settir saman á Íslandi. „Það er mjög líklegt að AMP setji upp samsetningarverksmiðju hér á Íslandi. Það er ekki eins flókið og menn halda. Við fáum svo vonandi fyrstu bílana strax í janúar.“ Gísli útskýrir að samsetningu bílanna megi líkja við módelsmíði. Íslendingar muni hins vegar setja bílana saman, en það skapi störf og spari gjaldeyri. Sighvatur Lárusson, framkvæmdastjóri NLE, segir að félagið velji sér verkefni sem „hafa samfélagslega ábyrgð, skipta máli og hafa langtíma virkni. Stærsta verkefnið okkar er þjóðarátak um rafbílavæðingu Íslands og samningurinn við AMP er einn hlutinn af því verkefni, enda þurfum við að tryggja komu rafbíla hingað til lands svo það gangi upp“. Þátttakendur í þjóðarátakinu eru nú þegar fimmtíu stofnanir og fyrirtæki. Umhverfisráðuneytið er þar á meðal. „Við stefnum á að fá á næstu mánuðum allt að 300 fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í þjóðarátakinu,“ segir Sighvatur. Pöntun á þúsund bílum hingað til lands er ein sú stærsta sem hefur verið gerð á heimsvísu, skrifar Jim Motavalli á netmiðil CBS fréttastofunnar bnet.com., en Motavalli skrifar að jafnaði fyrir The New York Times. Í grein hans kemur fram að Steve Burns, stjórnarformaður AMP, telji Ísland hafa einstakt tækifæri til að verða fyrsta landið þar sem rafbílavæðing geti haft mikla samfélagslega þýðingu. Þúsund stórir rafbílar hafi augljóslega mikla þýðingu í landi þar sem um 210 þúsund bílar séu á götunum. Ekki heillast þeir félagar minnst af því að aðeins þarf 50 megavött til að knýja alla bíla hér á landi ef þeim yrði öllum skipt út í allsherjar rafbílavæðingu. Það jafngildir þriðjungi af orkuframleiðslu Blönduvirkjunar.- shá Fréttir Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Íslenska þróunarfélagið Northern Lights Energy (NLE) hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við bandaríska fyrirtækið AMP Electric Vehicles um sölu á eitt þúsund rafjeppum hér á landi á næstu fimm árum. Verkefnið er hluti af þjóðarátaki um rafbílavæðingu Íslands sem NLE stendur að. Gísli Gíslason, stjórnarformaður NLE, segir stefnuna ekki einungis vera að flytja 200 rafjeppa til landsins á hverju ári heldur sé stefnt að því að þeir verði settir saman á Íslandi. „Það er mjög líklegt að AMP setji upp samsetningarverksmiðju hér á Íslandi. Það er ekki eins flókið og menn halda. Við fáum svo vonandi fyrstu bílana strax í janúar.“ Gísli útskýrir að samsetningu bílanna megi líkja við módelsmíði. Íslendingar muni hins vegar setja bílana saman, en það skapi störf og spari gjaldeyri. Sighvatur Lárusson, framkvæmdastjóri NLE, segir að félagið velji sér verkefni sem „hafa samfélagslega ábyrgð, skipta máli og hafa langtíma virkni. Stærsta verkefnið okkar er þjóðarátak um rafbílavæðingu Íslands og samningurinn við AMP er einn hlutinn af því verkefni, enda þurfum við að tryggja komu rafbíla hingað til lands svo það gangi upp“. Þátttakendur í þjóðarátakinu eru nú þegar fimmtíu stofnanir og fyrirtæki. Umhverfisráðuneytið er þar á meðal. „Við stefnum á að fá á næstu mánuðum allt að 300 fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í þjóðarátakinu,“ segir Sighvatur. Pöntun á þúsund bílum hingað til lands er ein sú stærsta sem hefur verið gerð á heimsvísu, skrifar Jim Motavalli á netmiðil CBS fréttastofunnar bnet.com., en Motavalli skrifar að jafnaði fyrir The New York Times. Í grein hans kemur fram að Steve Burns, stjórnarformaður AMP, telji Ísland hafa einstakt tækifæri til að verða fyrsta landið þar sem rafbílavæðing geti haft mikla samfélagslega þýðingu. Þúsund stórir rafbílar hafi augljóslega mikla þýðingu í landi þar sem um 210 þúsund bílar séu á götunum. Ekki heillast þeir félagar minnst af því að aðeins þarf 50 megavött til að knýja alla bíla hér á landi ef þeim yrði öllum skipt út í allsherjar rafbílavæðingu. Það jafngildir þriðjungi af orkuframleiðslu Blönduvirkjunar.- shá
Fréttir Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira